Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Gísli Már Gíslason Á toppnum Hjónin Gísli Már Gíslason og Sigrún Valbergsdóttir efst á Þórólfsfelli með Tindfjöll í baksýn. Njálugöngu í fyrsta skipti og Sigrún segir að þau hafi byggt ferðina upp í takt við söguna. „Við byrjuðum þar sem upphaf Njálu er, en í fyrstu setn- ingu hennar segir: „Mörður hét mað- ur er kallaður var gígja [...] Hann bjó á Velli á Rangárvöllum.“ Við hófum því gönguna við bæinn Völl og geng- um síðan inn í sögusvið Njálu, yfir í Fljótshlíðina. Við fylgdum sögunni í tímaröð og við drápum á réttum stöð- um á réttum tíma,“ segir Sigrún og hlær en lokaviðkoman í göngunni var á Bergþórshvoli, þar sem göngu- garparnir brenndu alla inni, en að sjálfsögðu ekki í bókstaflegri merk- ingu. Tvær ferðir í röð Sigrún segir að það leggist einkar vel í fólk að spyrða saman gönguferð og sagnaferð, enda lifni sagan við þegar farið er á slóðir hennar. „Í Njálugöngunni höfðum við aðsetur á einum stað, þar sem við vorum alveg út af fyrir okkur og gát- um geymt allar okkar byrðar og þurftum ekki að burðast með stóra bakpoka í göngunum yfir daginn. Gengið var frá fimm tímum upp í átta tíma á dag,“ segir Sigrún og bætir við að gangan hafi staðir yfir í fjóra daga. „Eftirspurnin var svo mikil að við fórum í tvær ferðir í röð. Þetta er svolítið strembin ganga, við göngum upp á fjallið Þríhyrning og langa leið upp á Fljótsdalsheiði og líka upp á Þórólfsfell. Þetta er alvöruganga þó að þetta sé líka söguferð, þetta er engin þægindaferð þar sem keyrt er milli staða í rútu. Magnús les upp og segir frá sögunni á ólíklegustu stöð- um, eins og til dæmis efst uppi á fjöll- um. Og við veltum fyrir okkur þegar við horfum yfir sögusviðið hvar Gunnar hafi farið um og fleira í þeim dúr.“ Fimm þumlunga lögreður En þar sem Njála er mikil og flókin saga var líka sögustund á morgnana í kjölfar morgunmatar og einnig hélt Magnús fyrirlestur á kvöldin, eftir að þau höfðu borðað kvöldmat sem þau elduðu sjálf. „Magnús heldur öllum þráðum í þess- ari fjögur hundruð síðna sögu vel til haga. Og stundum fór samkoman á flug, til dæmis var eitt kvöldið tekið fyrir kynlífsvandamálið hjá Unni Marðardóttur og Hrúti Herjólfssyni. „Við veltum upp fyrirbærinu lög- reður, sem ku vera fimm þumlungar. En þjóðsagan segir að kona ein hafi fengið skilnað frá karli sínum sem státaði ekki af stærri lim en þremur þumlungum og því hafi hann ekki uppfyllt skilyrði um lögreður. Kerling fékk skilnað. Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verður þetta sjálf- sagt ein af tilskipunum þeirra og þá mega menn nú fara að vara sig.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Svokallað Live Spinning var haldið á bílaplani Veggsports, skvass og heilsuræktar, nú fyrir helgina í tilefni 25 ára afmælis stöðvarinnar. Veðurguðirnir hafa heldur verið að stríða landanum síðastliðna daga en þegar ljósmyndari náði þessum myndum rigndi í það minnsta ekki. Það voru Sigurgeir og félagar í hljóm- sveit hússins sem héldu uppi stuðinu á meðan dágóður hópur spinning- garpa hjólaði og púlaði hvað mest hann mátti. Á eftir var haldið grill- partí með léttum veitingum til að fylla á tankinn eftir góða æfingu. Líkamsræktarstöðin Veggsport var stofnuð árið 1987 af þeim Hafsteini Daníelssyni og Hilmari Gunnarssyni. sem kynnst höfðu skvassi erlendis. Í dag hefur Veggsport aðsetur á Stór- höfða og er þar hægt að stunda ým- iss konar líkamsrækt. Spinning í Veggsporti Morgunblaðið/Kristinn Live Spinning Farið var með spinninghjólin út á plan og púlað þar á þeim. Púlað og svitnað utandyra Þátttakendur Dágóður hópur naut þess að hreyfa sig undir berum himni. Púl Spinning tekur vel á líkamann. Dagur eitt: Gengið frá Velli og upp á Vatnsdalsfjall, til að njóta góðs út- sýnis þar yfir og fræðast. Síðan gengið niður í Vatnsdalinn og heim. Dagur tvö: Gengið á og um Þórólfsfell og horft um Fljótsdalsheiði og fjallað um söguna innan um og saman við. Dagur þrjú: Gengið upp á Þríhyrning og um Þríhyrningahálsa. Dagur fjögur: Farið að Hlíðarenda og gengið þar um, einnig farið að Stóra Dímoni og gengið þar um. Síðan er farið að Gamla Vorsabæ og að lokum að Bergþórshvoli. Útsýni og fræðsla FJÖGURRA DAGA GANGA Staðalbúnaður í Volkswagen Passat Comfortline Plus er fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti og bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.590.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.