Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 ✝ Vilborg Guð-jónsdóttir Stephensen kjóla- meistari fæddist á Lyngum í Með- allandi 16. sept- ember 1930. Hún lést á Droplaug- arstöðum 4. maí 2012. Foreldrar hennar voru Guð- jón Ásmundsson bóndi á Lyngum, f. 10.5. 1891, d. 13.11. 1978, og Guðlaug Oddsdóttir, f. 19.4. 1904, d. 22.11. 2001. Vilborg var fjórða af 13 systkinum, elstur var Guðmundur, f. 6.6. 1927, d. 25.1. 2002, næstur var Guð- laugur, f. 1.7. 1928, Oddný, f. 20.8. 1929, þá Vilborg Sigrún, f. 11.2. 1932, Vigfús, f. 9.6. 1934, d. 3.8. 1935, Vigfús, f. 3.7. 1935, d. sambýliskona Hauks er Krist- jana Sif Haraldsdóttir, f. 1986, dóttir þeirra er Eva Þóra, f. 2006. 2) Hannes, f. 25.3. 1953. Hann kvæntist Björgu Krist- jánsdóttur, f. 1956, þau slitu samvistir. Synir þeirra eru Magnús Þór, f. 1980, sambýlis- kona Anna Kaurén, dóttir þeirra Freyja, f. 2011, og Krist- ján Már, f. 1984. Núverandi maki Hannesar er Anika Steph- ensen. Dætur þeirra eru Cecilia Valdís, f. 2001, og Malin Björk, f. 2007. 3) Magnús, f. 24.12. 1958. Hann kvæntist Elínu G. Helgadóttur, f. 1958, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Júl- íus Stígur, f. 1979, og Saga, f. 1982. Sambýliskona Júlíusar Stígs er Arnheiður Bjarnadótt- ir, f. 1979. Þeirra börn eru Þór- dís, f. 1999, Kári, f. 2005, og Styrmir, f. 2008. Núverandi maki Magnúsar er Sigrún Björnsdóttir, f. 1959. Sonur þeirra er Sindri, f. 1989. Útför Vilborgar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 15. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 27.9. 1960, Dag- bjartur, f. 17.4. 1937, d. 14.1. 1993, Jóhanna, f. 18.6. 1939, Sigurður, f. 18.11. 1940, Áslaug, f. 2.11. 1942, Sig- ursveinn, f. 6.8. 1945, og Steinunn, f. 9.2. 1947. Vilborg giftist hinn 14. júní 1950 Magnúsi Steph- ensen málara frá Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 15.11. 1950. Hún giftist Valgarði Sigurðssyni, f. 1943, þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Hulda Björk, f. 1971. Núverandi maki Guðúnar er Sigurbjörn Þór Bjarnason, f. 1945. Synir þeirra eru Hafsteinn Þór, f. 1980, og Haukur Þór, f. 1981, Á þessum sólríku, fallegu vor- dögum í maí sofnaði Vilborg. Fyrrverandi tengdamóðir og amma tveggja barnanna minna. Vorið var svo sannarlega tíminn hennar Vilborgar. Miklar annir við að sauma útskriftarkjóla og þjóðbúninga. Það þurfti líka að undirbúa matjurtagarðinn og sá fræjum. Reyndar voru allar árs- tíðir tíminn hennar Vilborgar. Henni féll aldrei verk úr hendi. Hún kenndi barnabörnunum að sauma og föndra meðan hún sinnti sinni vinnu. Hún var kjólameistari með marga við- skiptavini. Þegar Stígur minn fæddist var hún einmitt nýbúin að vera á bútasaumsnámskeiði og gaf honum gullfallegt teppi. Öll barnabörnin fengu teppi og hún hjálpaði mér og reyndi að kenna svona teppasaum. Allt efni var nýtt, meira að segja hveitipokar sem urðu að visk- ustykkjum með fallegu þrykki. Ekki dugði að sauma einn þjóð- búning fyrir Sögu þeir urðu þrír að tölu, listaverk. Garðurinn í Langagerði var upphaflega bara venjuleg gras- flöt, en breyttist smám saman í matjurtagarð sem stækkaði á hverju ári. Þegar ég gekk með Sögu mína gaf hún mér grænkál og salat úr garðinum allt sum- arið. Galdurinn við að fá góða uppskeru var að nota nógu mik- ið þaramjöl. Það var ekkert vandamál að koma kálinu ofan í barnabörnin, bara taka smá ost- bita og rúsínu og vefja kál- blaðinu utan um. Hún kenndi mér líka að það er alveg óhætt að sleppa helmingnum af sykr- inum í uppskriftum. Hún hvatti mig til að stunda jóga og hafði jákvæð áhrif á líf mitt. Vilborg og Magnús reyndust mér og börnunum afskaplega vel og kveð ég með þökk og virðingu. Ég votta öllum aðstandendum samúð. Elín G. Helgadóttir. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman í sauma- herberginu hjá þér í Langagerð- inu. Þú að sauma og ég að fylgj- ast með þér og spjalla eða með eitthvert verkefni sem þú lést mig fá. Ég var mjög ung þegar þú kenndir mér að sauma. Ég saumaði krosssaumsmyndir sem urðu síðar að nálapúðum, púðum eða veggmyndum og ég saumaði nokkra bútasaumsbolta þegar þú kenndir mér handtökin við bútasauminn. Þegar ég var orðin eldri og þú komin á fullt í þjóðbúningasaum kenndirðu mér að baldera svo ég gæti sjálf balderað borðana á þjóðbúninginn minn. Þú kenndir mér að frágangur skiptir miklu máli og maður á að geta sýnt rönguna með stolti. Það gerði ég alltaf og ég man að þú hrósaðir mér mjög mikið fyrir rönguna. Enn þann dag í dag, þegar ég prjóna eða sauma, þá hugsa ég alltaf til þín og passa frágang- inn. Ég man eftir tjaldútilegun- um á Snæfellsnesinu með ykkur afa, öllum ferðunum í berjamó þar sem afi fór alltaf lengst upp í fjall en við tvær vorum neðar og tíndum fullt af krækiberjum. Hann tíndi reyndar alltaf meira en við báðar saman. Svo þegar heim var komið var búin til saft og svo var oft saftsúpa í matinn, með tvíbökum. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Hulda Björk. „Það er mús í húsinu, það er mús í húsinu,“ kölluðum við amma á meðan við skoðuðum bókina sem við báðar kunnum utan að og létum litlu pappírs- músina hlaupa í gegnum húsið og hræða fólkið á myndunum. Á meðan á þessu músastandi stóð var amma að útbúa kvöldhress- ingu, stappaða banana með kornflexi og rjóma. Deginum höfðum við að mestu eytt uppi á lofti í saumastofunni. Amma var að sauma þjóðbúning ásamt því að hjálpa mér að sauma litlar fí- gúrur úr afgangsefnum. Ég fylgdist með, full aðdáunar, hvernig hvert smáatriði á bún- ingnum var unnið af mikilli kost- gæfni og nákvæmni. Í hléunum okkar fórum við út í garð að hugsa um grænmetið og fengum okkur að sjálfsögðu grænt í gogginn og hinn ómissandi mal- tsopa með. Amma kallaði mig Bleika pardusinn sem ég hafði mikla unun af og var klædd í bleiku ullarfötin sem langa- amma hafði sent mér. Á ung- lingsaldri minnkaði ekki áhug- inn á því að heimsækja ömmu og afa í Langagerðið en ófáum skólafrídögum eyddi ég í sauma- stofunni hennar ömmu. Þar kenndi amma mér m.a. búta- saum, glitsaum, krosssaum og nokkrar flíkur saumuðum við saman. Elsku Bogga amma mín, það er ómetanlegt að hafa fengið að vera svo náin þér. Þjóðbún- ingana mína þrjá mun ég varð- veita vel ásamt öllu því dýrmæta sem þú hefur kennt mér og gef- ið. Saga Stephensen. Vilborg G. Stephensen Hinn 8. apríl lést á Droplaug- arstöðum mágur minn Birgir Möller. Aldurinn var orðinn hár og líkamlegt þrek þorrið svo frá- fall Birgis þurfti ekki að koma á óvart. Þegar ég hugsa til Bigis sé ég ýmsar myndir. Ég sé samvisku- saman og nákvæman embættis- mann sem upplifði fyrstu ár ís- lenska lýðveldisins og vann fyrir land sitt á erlendri grund og seinna hér heima alltaf studdur af sinni frábæru eiginkonu Gunn- illu. Ég sé hugulsaman og rausn- arlegan heimilisföður sem naut þess að fá góða gesti og gamla vini í heimsókn. Ég sé hann skemmtilegan og vinsælan hjá öllum börnum sem Birgir Möller ✝ Birgir Möller,fyrrverandi forsetaritari, fædd- ist í Reykjavík 14. október 1922. Hann lést á Droplaug- arstöðum 8. apríl 2012. Birgir var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni 18. apríl 2012. hændust að honum. Ég sé tónlistarmann sem kunni bæði að leika á píanó og trompet og kunni vel að njóta tónlistar af öllu tagi. Ég sé skemmti- legan bróður sem hafði frábæran húmor allt til hins síðasta. Oft minnt- ust þeir bræður Jean og Birgir gamalla gilda og góðra vina frá uppvaxtarárunum. Allar þessar minningar munu geymast í huga okkar og ég tek undir orð Hávamála; Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Birgir stóð ekki einn í lífsbar- áttunni því Gunnilla vék vart frá honum til hinstu stundar. Elskulega fjölskylda Gunnilla og synir, ég og við öll biðjum góð- an guð að styrkja ykkur öll og kveð Birgi með þökk og virðingu Ólöf Kristófersdóttir og fjölskylda. Fallinn er til foldar félagi minn og vinur Sigurgeir Angantýsson. Ég man fyrst eftir Muna sem strákur á Hofsósi þegar hann var að draga sig eftir Dóru systur. Þeir voru spennandi þessir gæjar af Króknum á amerískum kögg- um með brilljantín í hárinu, farn- ir að reykja og veifuðu út um aft- urrúðuna með flösku í hendi þegar mikið stóð til. Vinskapur okkar Muna hófst þegar þau Dóra hófu búskap á Króknum og stóð allt til loka. Varð ég fastagestur á heimili þeirra hvort sem það var á Króknum, Dalvík, Danmörku eða Varmahlíð. Dóra vildi aldrei vera of lengi á sama stað. Þau voru vön að flytja og við vorum vön að flytja með þeim. Muni fylgdi Dóru og kaus ekki að dvelja lengi meðal okkar eftir að hún kvaddi þennan heim. Muni var gleðinnar maður, með góða söngrödd og afbragðs tónlistarmaður. Hann virtist geta spilað á öll hljóðfæri þó svo að rafmagnsorgelið stæði honum næst, enda spilaði hann lengi með danshljómsveitum á það hljóð- færi. Þau eru minnisstæð sveita- böllin í Skagafirði og Húnaveri, músíkin á fullu, sveitt andlit á gólfinu og Muni uppi á sviði á orgelinu með eitthvað í glasi og reykjarmökkurinn yfir öllu. Þá nutum við lífsins í botn. Þær eru margar stundirnar sem hægt er að minnast með Muna. Oftar en ekki tengjast þær söng og gleði í góðum hópi fjöl- Sigurgeir Angantýsson ✝ Sigurgeir Ang-antýsson fædd- ist í Ási, Gler- árhverfi, Akureyri 12. apríl 1939. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. maí 2012. Útför Muna fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 12. maí 2012. skyldu eða vina. Mér eru þó efst í huga ýmsar bílferð- ir okkar, hvort sem það voru heimferðir af böllum á fögrum vornóttum, veiði- ferðir upp á Kjöl eða að komast í Hofsós að vetri til þegar bú- ið var að tilkynna að allt væri ófært. Ekkert erindi, bara fá kaffi hjá mömmu og svo aftur á Krókinn. Rússajeppinn hans Muna var ótrúlegur í snjó. Fræg er einnig heimferð okkar af landsmótinu á Eiðum sumarið 1968. Ferðin á okkur yfir fjöllin var slík að rykið þyrlaðist upp af gólfinu í rússanum þannig að illa sást út um rúðurnar. Gott var þá að komast í Grjótagjá og skola af sér rykið. Heimkoma um nótt undir rísandi sól yfir austurfjöll- um. Vinirnir brosandi í íslensku vornóttinni og góðir með sig. Lífið hló ekki alltaf við Dóru og Muna. Heilsa þeirra var stundum ekki hin besta og dró það nokkuð úr lífshamingju þeirra. Sambúð þeirra var þó farsæl og alltaf var stutt í hláturinn og góða skapið. Því kemur það ekki á óvart að Muni hafi kosið að verða lagður til hinstu hvílu við hlið Dóru í Hofsóskirkjugarði. Síðasta ferðin í Hofsós verður öðruvísi en gleði- ferðir fyrri ára, en vinirnir eru með og Dóra bíður þar eftir sín- um lífsförunaut eins og var í upp- hafi vega. Þorsteinn Þorsteinsson frá Hofsósi. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÞÓRÐARSON, Sólbrekku 13, Húsavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. maí kl. 11.00. Hafdís Hallsdóttir, Friðrika Þorgrímsdóttir, Arna Ásgeirsdóttir, Einar Örn Arnarson, Harpa Ásgeirsdóttir, Kjartan Páll Þórarinsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, ÞÓRUNNAR MATTHÍASDÓTTUR, Lækjasmára 4, Kópavogi. Bernótus Kristjánsson, Ingunn Bernótusdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Kristján Þór Bernótusson, Svava María Martinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA BÖÐVARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Hjallabraut 33, andaðist sunnudaginn 13. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Björgvinsdóttir, Guðný Björgvinsdóttir, Stefán Björgvinsson, Hulda Karen Ólafsdóttir, Anna Nína Stefnisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, GUÐBJÖRG ANNA BJÖRGVINSDÓTTIR frá Garði, Mývatnssveit, Vogatungu 27, Kópavogi, lést á Skjóli miðvikudaginn 9. maí. Sigurvaldi Guðmundsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Hlíðarvegi 62a, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Hugo Rasmus, María Játvarðardóttir, Tómas Rasmus, Hlíf Erlingsdóttir, Steinunn Rasmus, Jón Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.