Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bankaráðsmenn Seðlabanka Evr- ópu eru nú í fyrsta skipti farnir að ræða það opinberlega hvernig standa eigi að hugsanlegu brott- hvarfi Grikklands úr evrusamstarf- inu, að sögn The Financial Times. Flest benti til þess í gær að við- ræður um myndun nýrrar ríkis- stjórnar í Grikklandi færu út um þúfur og boðað yrði til þingkosn- inga, líklega um miðjan næsta mán- uð. Skoðanakannanir benda til þess að vinstriflokkurinn Syriza, sem fékk næstmest fylgi í kosningunum 6. maí, auki fylgi sitt og verði stærsti flokkurinn ef kosið verður aftur. Syriza vill rifta samningi fráfarandi stjórnar við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um skil- mála neyðarlána til að hindra greiðsluþrot gríska ríkisins. „Öll spilaborgin hryndi“ Sérfræðingar bandaríska bankans Citigroup telja nú 75% líkur á því að Grikkland gangi út úr evrusamstarf- inu á næstu átján mánuðum og yfir- lýsingar bankaráðsmanna Seðla- banka Evrópu um helgina benda til þess að þeir taki þennan möguleika mjög alvarlega. T.a.m. var haft eftir Luc Coene, seðlabankastjóra Belgíu, að hann teldi „vinsamlegan skilnað“ Grikk- lands og myntbandalagsins mögu- legan, þótt hann vildi helst að Grikk- land héldi evrunni. Írski seðlabanka- stjórinn Patrick Honohan sagði að hann teldi „tæknilega“ mögulegt að Grikkland gengi úr myntbandalag- inu. „Það er ekki endilega lífshættu- legt, en ekki aðlaðandi kostur.“ Að sögn The Financial Times eru ummæli seðlabankastjóranna til marks um mikla viðhorfsbreytingu í bankaráði Seðlabanka Evrópu sem er skipað stjórnarmönnum í fram- kvæmdastjórn bankans og seðla- bankastjórum evruríkjanna. Banka- ráðið hafði áður sagt að samkvæmt sáttmálum ESB gæti ekkert land gengið úr myntbandalaginu án þess að ganga úr Evrópusambandinu, auk þess sem brotthvarf Grikklands úr myntbandalaginu myndi hafa mjög alvarlegar efnahagslegar af- leiðingar. Þýski seðlabankastjórinn Jens Weidmann varaði reyndar Grikki við því um helgina að afleið- ingarnar yrðu alvarlegri fyrir þá en önnur evruríki. Romano Prodi, fyrrverandi for- seti framkvæmdastjórnar ESB, virðist þó vera á öðru máli. Hann segir að þeir sem hóti að víkja Grikklandi úr myntbandalaginu séu að leika sér að eldinum. „Brotthvarf [Grikklands] myndi verða til þess að öll spilaborgin hryndi, hvert ríki á fætur öðru félli; það myndi ná til Portúgals, Spánar, síðan Ítalíu og Frakklands,“ hefur The Telegraph eftir Prodi. Telja 75% líkur á að Grikkir kveðji evruna Bretar leggi til fé » The Telegraph segir að þýska stjórnin vilji að öll ESB-löndin, ekki aðeins evruríkin, taki þátt í aðstoð við Grikkland ef landið segi skilið við evruna og taki upp drökmuna á ný. » Breska stjórnin vill ekki taka þátt í slíkri aðstoð við Grikkland nema hún verði veitt á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Seðlabankastjórar tala nú í fyrsta skipti um möguleikann á „vinsamlegum skilnaði“ Grikklands og myntbandalagsins Chandra Bahadur Dangi, 72 ára Nepali, skoðar kóala- dýr með frænda sínum (t.v.) í Sydney. Dangi er minnsti maður heims samkvæmt Heimsmetabók Guinness, að- eins 54,6 sentimetrar á hæð. Hann er nú á ferð um Ástralíu og sagði blaðamönnum að hann ætti sér þann draum að klífa Everest-fjall, hæsta tind jarðar. AFP Minnsti maðurinn með stóra drauma „Við unnum, hann tapaði. Ungir Norðmenn kunna að synda,“ sagði Frida Holm Skoglund, sem særðist í Útey 22. júlí í fyrra þegar Anders Behring Breivik varð 69 manns að bana í skotárás. Fjöldamorðinginn skaut á eftir Skoglund, en henni tókst að synda frá honum og eftir að hafa verið í sjónum í klukku- stund var henni bjargað í bát. Skoglund kvaðst sjálf hafa fjar- lægt byssukúlu sem hún fékk í ann- að lærið. „Vinur minn sagði mér að ég hefði fengið skot í lærið, en ég hélt að það væri grín, þetta væri ekki ekta byssukúla,“ sagði hún. Skoglund er tvítug og á meðal ungmenna sem báru vitni í réttarhöldunum yfir fjöldamorð- ingjanum í gær. „Ég sá hóp ung- linga sem hlupu eins og fætur toguðu. Ég hef aldrei séð fólk jafn skelfingu lostið,“ sagði eitt vitnanna, Lars Grønnestad. Hann tók til fótanna og heyrði Breivik, sem var í lögreglubúningi, hrópa að hann væri lögreglumaður og skipa ungmennunum að stansa. NOREGUR „Við unnum og fjöldamorðinginn tapaði“ Fjöldamorðinginn fyrir rétti Sárasóttartilfellum hefur fjölgað mjög í Danmörku á síðustu árum og læknar óttast að kynsjúkdómurinn haldi áfram að breiðast út, að sögn læknablaðsins Ugeskrift for Læger. Alls greindust 480 manns með sára- sótt í Danmörku í fyrra, um 25% fleiri en árið áður og 2.000% fleiri en 1994 þegar aðeins 24 sárasóttar- tilfelli voru skráð. Um 80% þeirra sem smituðust af sárasótt eru hommar sem notuðu ekki smokka. Um þriðjungur hommanna er einnig með HIV- veiruna sem veldur alnæmi. Sára- sóttartilfellunum hefur einnig fjölgað meðal gagnkynhneigðra. Læknar óttast að sú þróun haldi áfram og sárasótt verði útbreidd í öllu samfélaginu, að sögn Ugeskrift for Læger. Sjö barnshafandi konur smit- uðust af sárasótt árið 2010. Sjúk- dómurinn getur valdið fósturskaða, jafnvel fósturláti eða dauða barns við fæðingu. bogi@mbl.is DANMÖRK Sárasóttartilfellum hefur stórfjölgað Dagskrá 1. Skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóða yfirferð Intellecta. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningi. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Samþykktir sjóðsins. 6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 7. Önnur mál. Ársfundur 2012 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 16:30, að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Reykjavík 23. 04. 2012 TAKE AWA Y TIL BOÐ 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 2495 .- með tveim ur ále ggju m &12”MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 3495 .-af mats eðli &16”MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 1895 .- með tveim ur ále ggju m 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.