Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Sumir lífeyrissjóðir eru að öllu leyti
búnir að uppfylla ákvæði samkomu-
lagsins við stjórnvöld um hlut lífeyr-
issjóða í fjármögnun sérstakra vaxta-
bóta, með þátttöku í gjaldeyris-
útboðum Seðlabankans. Aðrir sjóðir
munu ljúka við að uppfylla þetta í
næsta útboði bankans skv. upplýs-
ingum Arnars Sigurmundssonar,
formanns Landssamtaka lífeyris-
sjóða.
Þetta þýðir að stjórnvöldum ber að
standa við sinn hluta samkomulags-
ins og fella brott lagaákvæði um
skattlagningu á hreina eign sjóð-
anna. Sú skattlagning er tímabundin
og svarar til um 1.400 milljóna kr. á
tveimur árum. Skv. samkomulaginu
samþykktu lífeyrissjóðirnir að til að
skila hlut þeirra í fjármögnun vaxta-
bóta á árunum 2011 og 2012 styðji
þeir við framkvæmd áætlunar um að
aflétta gjaldeyrishöftum með þátt-
töku í 3-4 gjaldeyrisútboðum.
3 af 4 útboðum lokið
Arnar segir að nú sé þremur af
fjórum útboðum lokið og þetta hafi
gengið alveg þokkalega. ,,Sumir sjóð-
ir eru búnir að uppfylla þetta ákvæði
að öllu leyti en ég býst við að eftir
næsta útboð verði allir búnir að því.
Lífeyrissjóðirnir geta líka að sjálf-
sögðu tekið þátt í útboðunum alfarið
á viðskiptalegum forsendum og hafa
sumir gert það.“ Ríkisstjórnin lofaði
að leggja fram frumvarp um afnám
skattsins ekki síðar en á haustþingi.
Að mestu búnir að
losa sig við skattinn
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Álfasteinn af Sandskeiði, sem rúmar
híbýli álfa á tveimur hæðum, verður
fluttur til Vestmannaeyja í dag. Þar
verður bjarginu komið fyrir við
Höfðaból, heimili Árna Johnsen al-
þingismanns, á sunnanverðri Heima-
ey. Þetta er í fyrsta skipti svo vitað
sé til í víðri veröld sem álfar flytja
með allt sitt hafurtask og híbýli á
milli landshluta.
Endaði við álfasteininn
Álfaflutningarnir eiga sér rúmlega
tveggja ára aðdraganda. Upphafið
var þegar Árni lenti í harðri bílveltu í
hálku og krapa að kvöldi 22. janúar
2010. Slysið varð rétt sunnan við
Litlu kaffistofuna ofan við Sand-
skeið. Bíllinn fór fimm veltur og stað-
næmdist við stóran stein í dalverpi,
fjörutíu metrum neðan við þjóðveg-
inn. Árni slapp óbrotinn en bíllinn,
stór jeppi, gjöreyðilagðist. Þótti mik-
il mildi hvað Árni slapp vel frá slys-
inu.
Árni sagðist hafa velt því fyrir sér
hvort steinninn sem bíllinn stoppaði
við utan vegar gæti hafa verið álfa-
steinn. Þegar framkvæmdir hófust
við breikkun Suðurlandsvegar fékk
hann Ingileif Jónsson verktaka til að
bjarga steininum frá því að lenda
undir veginum og flytja hann upp að
Litlu kaffistofunni.
Þrjár kynslóðir í sama steini
„Ég fékk Ragnhildi Jónsdóttur,
álfasérfræðing úr Álfagarðinum í
Hellisgerði í Hafnarfirði, til að koma
með mér að skoða steininn,“ sagði
Árni. Með þeim slógust í för þær Púl-
letín huldukona og Tamína álfur, að
því er Ragnhildur sagði Árna þegar
þau fóru í leiðangurinn. Þegar þau
komu að steininum fóru þær þrjár út
en Árni sat í bílnum um stund meðan
Ragnhildur kannaði málið og hvort
álfar byggju í bjarginu.
„Þegar ég kom út úr bílnum sagði
Ragnhildur að þetta væri stórkost-
legt. Hún hefði aldrei fyrr hitt þrjár
kynslóðir álfa í sama steini,“ sagði
Árni. „Hún sagði að á efri hæðinni
byggju gömul hjón en á þeirri neðri
hjón með þrjú börn.“
Ragnhildur bar það undir álfana
hvernig þeim litist á að flytja til Vest-
mannaeyja. „Þau sögðust hlakka til
flutninganna,“ hafði Árni eftir Ragn-
hildi. „Gamli maðurinn á efri hæð-
inni, sem orðinn er nokkur hundruð
ára gamall, var feginn því að færa
ætti steininn því þá væri hægt að
rétta hann við. Nú er steinninn svo
skakkur að gamli maðurinn þarf eig-
inlega að sofa standandi í rúminu.“
Vildu hafa steininn á grasi
„Svo spurðu þau hvort hægt væri
að setja steininn niður þar sem væri
gras. Jú, ég sagði að það væri ekkert
vandamál en spurði hvers vegna þau
vildu gras. „Það er af því að þau lang-
ar að fá sér kindur,“ svaraði Ragn-
hildur. Þá spurðu þau hvort það væri
hægt að láta gluggavegginn snúa að
fallegu útsýni. Ég lofaði að gera
það,“ sagði Árni. Ragnhildur sýndi
Árna gluggahliðina.
Álfarnir sögðu Ragnhildi að það
hafi allt verið á tampi á heiðinni þeg-
ar Árni lenti í slysinu um árið. Þá hafi
verið ræst út í öllum álfabyggðum og
allt í uppnámi þar til stór vera kom
og tók stjórnina.
„Ragnhildur sagði að þetta hafi
verið verndarvættur minn, því tími
minn var ekki kominn,“ sagði Árni.
Gæruklædd bastkarfa
Álfarnir munu ferðast til Eyja í
bastkörfu sem klædd verður gæru-
skinni, svo það fari vel um þá á ferða-
laginu. Ragnhildur í Álfagarðinum
verður einnig með í föruneytinu til að
gera álfunum flutninginn auðveldari
og tryggja að rétt verði gengið frá
álfasteininum.
Álfar flytjast búferl-
um til Vestmannaeyja
Heimili álfanna, 30 tonna bjarg, flutt af Sandskeiði að
Höfðabóli á Heimaey Ætla að fá sér kindur í Eyjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álfabústaður Árni Johnsen við álfasteininn sem vegur um 30 tonn. Bjargið
verður flutt með Herjólfi til Vestmannaeyja í dag og álfarnir einnig.
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
SMIÐJUVEGI 10 (GRÆN GATA) | 200 KÓPAVOGI | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS
SÉRHÆFT FYRIRTÆKI
Í STARFSMANNAFATNAÐI
Fjallalamb á framandi máta
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
2.690 kr.
Hálendis
spjótNÝTT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is