Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 12
Verkefnalisti á Vestfjörðum Mál sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Ísafirði 5. apríl 2011 Samstarf háskóla-, þekkingar- og fræðasetra á Vestfjörðum. Tryggja framboð á framhaldsskólanámi á Vestfjörðum. Átaksverkefni og vinnumarkaðsúrræði. Skráning gagna fyrir Þjóðskjalasafnið. Aukaframlag til Fræðslumiðst.Vestfjarða. Stofnun Látrabjargsstofu. Tryggja starfsemi Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum. Samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu og heimahjúkrun. Tryggja starfsemi öldrunarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Samstarf um hjúkrunarheimili á Ísafirði og í Bolungarvík. Samstarf um aðgerðir í raforkumálum. Tryggja starfsemi Melrakkaseturs á Súðavík. Lækkun og jöfnun húshitunarkostnaðar. Lækkun og jöfnun flutningskostnaðar. Hraða framkvæmdum í ofanflóðavörnum. Ýmsar vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Verkefni Afdrif Fjórðungssamb. auglýsti rannsóknastyrki og Hafró var valið úr sex umsóknum. Gekk eftir á Patreksfirði og stoðir MÍ styrktar. Gekk eftir að mestu,með áherslu á Flateyri. Einu stöðugildi skipt á 4 starfsmenn. Klárast í sumar og framhald óákveðið. Gekk eftir vegna námskeiða á Flateyri. Einn starfsmaður ráðinn sl. haust á Patreksfirði sem skoðar m.a. þjóðgarð á Látrabjargi. Gekk eftir, frumvarp lagt fram áAlþingi eftir nokkrar tafir. Er í gangi með Ísafjarðarbæ og velferðar- ráðuneyti. Gekk eftir. Undirbúningur fyrir nýtt heimili á Ísafirði, endurbætur fyrirhugaðar í Bolungarvík. Starfshópur vinnur að tillögum enVestfirðingar vilja aukinn hraða í þá vinnu. Samningur við Umhverfisstofnun um aukin verkefni. Nefnd skilaði tillögum af sér. Frv. lagt fram um stofnkostnað hitaveitna sem lækka á kostnað. 200 milljónir settar í svæðisjöfnun og frumvarp samþykkt á Alþingi. Undirbúningur f. framkvæmdir á Patreksfirði og Ísafirði. Útboð í sumar og haust. Útboðum lokið v.Vestfjarðavegar frá Eiði að Þverá. Framkvæmdir í gangi um Skálanes og í Steingrímsfirði. Brúarsmíði í gangi í Patreksfirði, á Barðaströnd og í Álftafirði. Skýringar: Afgreitt Óklárað en í vinnslu BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fyrir rúmu ári kom ríkisstjórnin saman til fundar á Ísafirði, líkt og hún hafði áður gert á Suðurnesjum og Akureyri og gerði svo á Aust- fjörðum í síðustu viku. Á þessum fundi á Ísafirði, sem haldinn var 5. apríl 2011, voru samþykkt alls 16 verkefni sem sneru að eflingu byggðar og atvinnusköpun í lands- hlutanum. Andvirði þessara verk- efna var metið 5,4 milljarðar króna. Að langmestu leyti voru það vega- framkvæmdir á samgönguááætlun, eða fyrir fjóra milljarða króna. Um milljarður átti að renna til snjóflóða- varna á Patreksfirði og Ísafirði, 350 milljónir voru settar í nýjar vega- framkvæmdir og ríflega 100 millj- ónir króna áttu að dreifast á 12 verk- efni á sviði velferðar-, mennta- og byggðamála. Setti ríkisstjórnin sér fjögur markmið með aðgerðunum. Í fyrsta lagi að bregðast við samdrætti á Vestfjörðum með forgangsröðun verklegra framkvæmda hins op- inbera. Í öðru lagi að bregðast við al- varlegu atvinnuástandi á Flateyri. Í þriðja lagi að jafna búsetuskilyrði og setja í gang aðgerðir í velferð- armálum og í fjórða lagi að efla menntun, rannsóknir og opinbera starfsemi á svæðinu. Tíu störf til framtíðar Að fundi loknum á Ísafirði í fyrra var settur af stað samráðsvett- vangur ráðuneyta og Vestfirðinga sem skilaði af sér niðurstöðum í lok ágúst á síðasta ári. Þá kom m.a. fram að þessi verkefni á Vest- fjörðum (sjá nánar á meðfylgjandi töflu) myndu skapa tímabundið um 240 störf til ársins 2013. Meginhluti þessara starfa eru tímabundin jarð- vinnuverkefni og átaksverkefni vegna atvinnuástands. Búist var við að 10 störf gætu skapast til fram- tíðar með því að festa í sessi og efla starfsemi stofnana á svæðinu. Nú rúmu ári síðar hafa flest þess- ara verkefna gengið eftir; sumum er lokið og önnur eru í vinnslu. Í ein- hverjum tilvikum segjast heima- menn vilja sjá meiri hraða á verk- efnum en eru engu að síður þakklátir fyrir það sem heimsókn ríkisstjórnarinnar hefur skilað af sér til þessa. En þetta hefur þó ekki dugað til að koma í veg fyrir áframhaldandi fólksfækkun á Vestfjörðum. Eins og kemur fram hér á síðunni hefur fólki með lögheimili á Vestfjörðum fækk- að jafnt og þétt undanfarna áratugi. Eru Vestfirðingar nú komnir niður fyrir 7.000 í tölum Hagstofunnar, eða 6.955 í dag. Hafa ber í huga að heill hreppur með um 100 manns, Bæjarhreppur, fluttist á milli lands- hluta með samruna við Húnaþing vestra um áramótin en fækkunin er engu að síður vel merkjanleg. „Það er skelfilegt að horfa upp á þetta. Vandi okkar á Vestfjörðum og í fleiri landshlutum, eins og Norð- austurlandi, er að við höfum tapað fólki á meðan aðrir hafa náð að halda í horfinu. Það þarf kannski aðra að- ferðafræði hér en annars staðar þeg- ar verið er að skoða aðgerðir hjá stjórnvöldum og heimamönnum. Við upplifum þetta þannig að fólk vill koma til Vestfjarða en vöntun á störfum háir okkur. Okkar megin- vandi er að geta ekki boðið upp á fjölbreyttari störf,“ segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, um þróunina á Vestfjörðun. Hann segir fólksfækkunina mesta vanda Vestfirðinga. Aðalsteinn segir heimsókn ríkis- stjórnarinnar vestur vissulega hafa skilað góðum árangri og líklega hefði fækkunin getað orðið enn meiri hefði ekkert orðið af fund- inum. Til framtíðar litið þurfi meira að koma til. Kalla Vestfirðingar þar m.a. eftir breyttri forgangsröðun stjórnvalda í samgöngumálum og vilja frá Dýrafjarðargöng framar í samgönguáætlunina. Annars var það alvarlegt atvinnu- ástand á Flateyri sem var í raun kveikjan að því að ríkisstjórnin kom vestur á Ísafjörð að funda með heimamönnum, um leið og reglu- bundinn ríkisstjórnarfundur var haldinn. Tekist hefur að einhverju leyti að koma atvinnulífinu á Flat- eyri í gang að nýju, m.a. með átaki Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Fiskvinnslufyrirtækið Arctic Oddi hefur skapað nokkur störf við vinnslu á eldisfiski en hefur einnig verið að sækjast eftir að fá aukinn byggðakvóta frá Ísafjarðarbæ. Margt gengið eftir en fólki fækkar  Rúmt ár frá fundi ríkisstjórnarinnar á Ísafirði  Aðgerðir fyrir 5,4 milljarða kynntar til sögunnar  Þar af fjórir milljarðar í vegina og milljarður í snjóflóðavarnir  Kemur ekki í veg fyrir fólksfækkun Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ísafjörður Nokkrir ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur funduðu á Ísafirði í byrjun apríl á síðasta ári. Fólksfækkunin » Fólki hefur fækkað jafnt og þétt á Vestfjörðum á undan- förnum áratugum. » Árið 1980 bjuggu um 10.500 manns á Vestfjörðum, áratug síðar voru þeir um 9.800. » Árið 2000 voru Vestfirð- ingar um 8.300 og árið 2007 um 7.500. » Samkvæmt tölum Hagstof- unnar búa 6.955 manns á Vest- fjörðum í dag, eða nærri 16% færri en fyrir tólf árum. Fækk- unin frá 1980 er um 33%. Vegagerð Framkvæmdir hafa staðið yfir á Vestfjarðavegi á Barðaströnd- inni og fyrirhuguð er vegagerð frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Eitt það mikilvægasta sem kom út úr heimsókn ríkisstjórnar- innar vestur, að mati Aðalsteins Óskarssonar hjá Fjórðungs- sambandinu, var að fá aukinn skilning á stöðu raforkumála á Vestfjörðum og að jafna ætti betur og lækka húshitunar- og flutningskostnað. Fjórðungs- sambandið skilaði nýverið um- sögn um frumvarp um niður- greiðslur húshitunarkostnaðar, sem er einn afrakstur Vest- fjarðaheimsóknar. Í umsögninni segir m.a. að ríkisstjórnin hafi lýst vilja til að vinna að úrlausn þessa misréttis í búsetuskil- yrðum þegna landsins. Er Al- þingi hvatt til að hraða úrbótum í þessum málaflokki. Stærri áfanga þurfi til, þótt segja megi að mjór sé mikils vísir. Mjór er mikils vísir UMSÖGN VESTFIRÐINGA LAUGAVEGI 32 · SJADU.IS SÍMI 561 0075 Full búð af nýjum og flottum gleraugum KOMDU OG SJÁÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.