Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 15
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Umræðan hefur breyst. Þegar ég hóf feril minn fyrir 25 árum litu danskir endurskoðendur svo á að á þeim hvíldi engin raunveruleg laga- ábyrgð, sérstaklega þegar kom að því að koma auga á sviksamlega starf- semi. Það hefur breyst. Nú fallast danskir endurskoðendur á að á þeim hvíli ábyrgð og að þá megi draga til ábyrgðar fyrir mistök í starfi, jafnvel fyrir lögbrot,“ segir Lars Bo Lang- sted, prófessor í lögfræði við Ála- borgarháskóla og sérfræðingur í fjár- málarétti og efnahagsbrotum. Endurskoðun undir eftirliti Langsted heldur áfram. „Danskir endurskoðendur eru einnig orðnir vanir eftirliti hins opin- bera sem fylgist orðið náið með endurskoðendum og gerir jafnvel húsleitir hjá þeim til að tryggja að lögum sé fylgt í einu og öllu. Hið opin- bera hefur vald til að senda endur- skoðendur til aganefndar sem getur dæmt þá og fyrirtæki þeirra til að greiða háar fjársektir, telji hún þá hafa gerst brotlega í starfi. Eftirlitið hefur haft þau áhrif að endurskoðendur eru vandvirkari en áður. Þeir þurfa jafnframt að gera skriflega grein fyrir því hvers vegna þeir skrifa undir ársreikninga. Eftir- litið hefur því haft þær breytingar í för með sér að endurskoðendur eru meðvitaðri um hvaða skyldur hvíla á þeim. Það sama gerðist í Danmörku fyrir 20 árum þegar opinberir embættismenn voru látnir útskýra allar ákvarðanir sínar skriflega. Það eitt jók gæði stjórnsýslunnar.“ Haustið 2006 fjallaði dagblaðið Extra Bladet um íslensku útrásina og leitaði þá m.a. til Langsted. „Þegar alþjóðlega fjármálakrepp- an skall á haustið 2008 hafði hún önn- ur áhrif á Íslandi en í Danmörku. Dönsku bankarnir tóku margir þá af- stöðu að ekki væri allt gull sem glóði og stóðu því af sér storminn. Allir stóru íslensku bankarnir þrír hrundu hins vegar. Það var vegna þess að stjórnendur þeirra hrifust með í gull- æðinu sem hafði mótað forystumenn í alþjóðaviðskiptum í nokkur ár. Of margir brugðust skyldum sínum með því að líta ekki gagnrýnum augum á hinn öra vöxt og spyrja sig hvað væri eiginlega á seyði. Það var eitthvað bogið við að íslenska hagkerfið, sem hafði einkum byggst á sjósókn, skyldi skyndilega þenjast út með leift- urhraða. Extra Bladet spurði gagn- rýninna spurninga. Sagan af íslenska efnahagsundrinu virtist vera of góð til að vera sönn. “ – Hefði íslenska útrásin verið hugs- anleg án endurskoðenda? „Nei. En það fer þó eftir því hvaða merking er lögð í spurninguna. Sam- félagið menntar endurskoðendur og lög eru til um starfsemi þeirra. Stjórnir félaga og banka bera ábyrgð á endurskoðuninni. Þær draga upp mynd af stöðu þeirra. Endurskoðand- inn hefur það ábyrgðarmikla hlut- verk að spyrja sig hvort þessi mynd sé sönn.“ Hefði átt að vekja grunsemdir – Því hefur verið haldið fram að stór hluti óefnislegra eigna íslensku útrásarbankanna, þar með talin við- skiptavild, hafi verið froða. Hafi ís- lenskir endurskoðendur átt að líta bankabóluna gagnrýnni augum og þau verðmæti sem talin voru liggja í viðskiptavild tengdra félaga? „Það hefði auðvitað átt að hringja bjöllum. Þetta var lokuð hringekja fjármuna,“ segir Langsted. Endurskoðuðu vinnubrögðin  Danskir endurskoðendur töldu sig ekki bera ábyrgð vegna sviksamlegrar háttsemi fyrirtækja  Hefur snúist hugur  Danskur sérfræðingur telur íslenska endurskoðendur eiga þátt í hruninu Morgunblaðið/Styrmir Kári Sérfræðingur í fjármálarétti Lars Bo Langsted er prófessor við Árósarháskóla í Danmörku. Fyrirlestur í dag » Langsted heldur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands milli kl. 12 og 14 í dag. » Hann bendir á að 2003 voru samþykkt lög í Danmörku sem skilja að bókhald og endur- skoðun í stórfyrirtækjum. » Með slíkri aðgreiningu hafi átt að auka sjálfstæði endur- skoðenda. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9-18, LAUGARDAGA: 11-14 , MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 5 ÁR T I L B O Ð GLERAUGU FRÁ 19.900,- S Ó L G L E R A U G U N FÆRÐU HJÁ OKKUR MEÐ EÐA ÁN STYRKLEIKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.