Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Mallorca Frá 72.950 kr. 10. júlí í 2 vikur Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Club Cala d´Or Park 10. júlí í 14 nætur. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum Club Cala d´Or Park Frá kr. 72.950 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 110.950 á mann. 10. júlí í 2 vikur. 4 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Af þeim tæplega 236 þúsund sem voru á kjörskrá í forsetakosning- unum á laugardag greiddu rúm- lega 163 þúsund atkvæði. Heildar- kjörsókn var því 69,2%. Mest var kjörsóknin í Norð- austurkjördæmi eða 72%. Lakasta kjörsóknin var í Reykjavíkurkjör- dæmi norður, þar var kjörsóknin rúmlega 66,5%. Fyrstu tölur bár- ust frá Norðausturkjördæmi um kl. 22.30 á laugardagskvöld. Síð- ustu tölur bárust frá Suðvestur- kjördæmi um kl. 6.30 að morgni sunnudags. Ljóst var frá fyrstu tölum að Ólafur Ragnar Grímsson var með góða stöðu. Alls staðar nema í Reykjavík var hann með yfir 50% atkvæðahlutfall frá fyrstu tölum. Ólafur Ragnar var úrskurðaður sigurvegari kosninganna skömmu eftir að lokatölur bárust. Forsetakosningar 2012 Lökust kjörsókn í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Birgir Guðmundsson, stjórnmála- fræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri, segir að úrslit forseta- kosninganna hafi ekki komið á óvart því að kannanir hafi verið búnar að gefa þau til kynna. Hins vegar hafi komið á óvart hvað stærri skoð- anakannanir reyndust vera nærri úrslitunum. Birgir segir úrslitin eðlileg og nefnir þrennt til sögunnar: Í fyrsta lagi vegna þeirrar reynslu sem Ólaf- ur Ragnar hafi sem slyngur stjórn- málamaður, í öðru lagi vegna þess að sitjandi forsetar njóti oftast ákveð- ins forskots og í þriðja lagi vegna þess að Ólafi hafi tekist að spila kosningabaráttuna þannig að hann stillti sér upp sem mótvægi við rík- isstjórnina. Þannig hafi hann náð að sækja til sín fylgi frá þeim sem væru óánægðir með ríkisstjórnina. Að sama skapi hefði Þóra Arnórs- dóttir verið stimpluð, með réttu eða röngu, sem frambjóð- andi stjórnar- flokkanna, og hún hefði tapað á því. Birgir segir að eina spurningin sé hvort Ólafur Ragnar hafi í raun ekki átt inni meira fylgi sem sitjandi forseti, því þeir hafi jafnan í ljósi sögunnar náð góðum árangri gegn mótfram- boðum. „Ég held að Ólafur hafi verið að keppa að sumu leyti við sjálfan sig í þessum kosningum. Það er spurning hvort hann hefði hugs- anlega getað fengið fleiri atkvæði, hefði hann tilkynnt strax um ára- mótin að hann ætlaði sér aftur í framboð. Það sjónarspil sem skap- aðist í kringum undirskriftalistann og áskorunina á hann virkaði ótrú- verðugt, og það kann að hafa kostað hann einhver atkvæði. Hann getur þó vel við unað, að hafa lagt glæsi- legt mótframboð sem hann fékk á móti sér.“ Þátttakan í kosningunum var lak- ari í Reykjavík en hinum kjördæm- unum. Birgir segir að meðal annars hafi áhugaleysi á kosningunum og gott veður á kjördag dregið úr þátt- tökunni. Margir hafi nýtt helgina til að fara úr bænum og það hafi end- urspeglast í fleiri utankjörfundar- atkvæðum en venjulega. Þá gæti einnig spilað inn í ákveðin þreyta á stjórnmálum, t.d. vegna setu Alþing- is fram í júní. Birgir segir að það verði áhugavert að sjá hvort kjör- sóknin nú muni endurtaka sig í al- þingiskosningunum sem verða næsta vor en telur það þó ólíklegt. Ólafur getur vel við unað  Athyglisvert hvað úrslitin voru nálægt könnunum  Dræm kjörsókn bendir til þreytu á stjórnmálum Birgir Guðmundsson „Ég er mjög ánægður með það að könnunin sem við birtum tveim- ur dögum fyrir kosningar er nán- ast í algjöru sam- ræmi við niður- stöður forseta- kosninganna,“ segir Einar Ein- arsson, fram- kvæmdastjóri Capacent Rannsókna, en fyrirtækið er aðili að Gallup International og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum könnunum á veg- um þess. Margir eru þeirrar skoðunar að banna eigi birtingu skoðanakannana stuttu fyrir kosningar og segja þær vera skoðanamyndandi. „Ef við skoðum niðurstöður kosninganna og skoðum svo skoðunarkönnunina sem við birtum stuttu fyrir, þá sjáum við að það hefur lítil sem engin áhrif á hegðun fólks,“ segir Einar. „Í rannsóknarheiminum í dag eru flestar kannanir gerðar á netinu og það skiptir mestu máli þegar skoð- unarkönnun er gerð, að ná sem bestu svarhlutfalli,“ segir Einar, en hann segir það algengan misskilning að netkannanir séu alltaf óöruggari en skoðanakannanir í gegnum síma, því aðferðafræðin við kannanirnar sé það sem skipti máli. pfe@mbl.is Lítil áhrif á kosningar Einar Einarsson Norðvesturkjördæmi Ólafur Ragnar Grímsson 58,16% Þóra Arnórsdóttir 29,08% Ari Trausti Guðmundsson 7,3% Herdís Þorgeirsdóttir 2,19% Hannes Bjarnason 2,08% Andrea J. Ólafsdóttir 1,18% Norðausturkjördæmi Ólafur Ragnar Grímsson 50,61% Þóra Arnórsdóttir 34,31% Ari Trausti Guðmundsson 9,18% Herdís Þorgeirsdóttir 2,85% Andrea J. Ólafsdóttir 1,7% Hannes Bjarnason 1,35% Suðurkjördæmi Ólafur Ragnar Grímsson 63,57% Þóra Arnórsdóttir 23,88% Ari Trausti Guðmundsson 7,77% Herdís Þorgeirsdóttir 2,44% Andrea J. Ólafsdóttir 1,46% Hannes Bjarnason 0,88% Suðvesturkjördæmi Ólafur Ragnar Grímsson 52,97% Þóra Arnórsdóttir 33,28% Ari Trausti Guðmundsson 8,7% Herdís Þorgeirsdóttir 2,45% Andrea J. Ólafsdóttir 1,88% Hannes Bjarnason 0,71% Reykjavík suður Ólafur Ragnar Grímsson 49,55% Þóra Arnórsdóttir 36,04% Ari Trausti Guðmundsson 9,05% Herdís Þorgeirsdóttir 2,63% Andrea J. Ólafsdóttir 1,95% Hannes Bjarnason 0,7% Reykjavík norður Ólafur Ragnar Grímsson 46,26% Þóra Arnórsdóttir 38,5% Ari Trausti Guðmundsson 9,13% Herdís Þorgeirsdóttir 3,11% Andrea J. Ólafsdóttir 2,18% Hannes Bjarnason 0,83% Atkvæðaskipting eftir kjördæmum Skipting atkvæða í forsetakosningunum Óla fur Rag nar 50% 40% 30% 20% 10% 0 Þór a Ari Tra ust i Her dís And rea Han nes 52,78% 33,16% 8,64% 2,63% 1,8% 0,98% Icesave 2011 Heildarkjörsókn 75,3% Icesave 2010 Heildarkjörsókn 62,7% Stjórnlagaþingskosning 2010 Landið eitt kjördæmi 36,8% Alþingiskosningar 2009 Heildarkjörsókn 85,1% Samanburður á kjörsókn í síðustu kosningum Forsetakosningar 2012 Heildarkjörsókn 69,2% Norðvesturkjördæmi 71,8% Norðausturkjördæmi 72% Suðurkjördæmi 68,3% Suðvesturkjördæmi 69,9% Reykjavík suður 68,8% Reykjavík norður 66,5% Kjörsókn Forsetakosningar 2012 Auðir 2,15% Ógildir 0,3% Norðvesturkjördæmi Auðir 1,7% Ógildir 0,2% Norðausturkjördæmi Auðir 1,6% Ógildir 0,3% Suðurkjördæmi Auðir 0,9% Ógildir 0,1% Suðvesturkjördæmi Auðir 2,4% Ógildir 0,3% Reykjavík suður Auðir 2,7% Ógildir 0,4% Reykjavík norður Auðir 2,2% Ógildir 0,3% Kosningar þegar sitjandi forseti fékk mótframboð 2004 Auðir 20,6% Ógildir 0,6% 1988 Auðir og ógildir 2% Auðir og ógildir seðlar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.