Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is Útsalan hefst í dag v/Laugalæk • sími 553 3755 Reiðmennskuverðlaun Félags tamninga- manna, FT-verðlaunin, voru að þessu sinni veitt Sigurbirni Bárðarsyni, en verðlaunin eru veitt þeim reiðmanni sem þykir hafa sýnt fyr- irmyndarreiðmennsku á Landsmóti hesta- manna sem skilar miklum afköstum og ár- angri. Sigurbjörn Bárðason átti góðu gengi að fagna á mótinu. Hann sigraði í 150 og 250 metra skeiði og varð annar í 100 metra flug- skeiði. Þá endaði hann í 4. sæti í töltkeppninni og 3. sæti í A-flokki gæðinga. Þá reið hann með afkvæmahópi Markúsar frá Langholtsp- arti á gæðingnum Ögra frá Hólum, en þess má geta að Sigurbjörn sigraði í B-flokki gæðinga á landsmóti í Reykjavík árið 2000 á Markúsi. Sigurbjörn sem er 60 ára gamall hefur keppt frá unga aldri og á því langan keppn- isferil að baki. Hann hefur ávallt verið mikil fyrirmynd yngri knapa og er eini hestaíþrótta- maðurinn sem hlotið hefur titilinn íþróttamað- ur ársins. Hann á einnig fjölmarga Íslands-, Norðurlands-, landsmóts- og heimsmeist- aratitla að baki. Það var einróma álit dóm- nefndar FT að Sigurbjörn væri mjög vel að verðlaununum kominn þar sem hann náði glæsilegum árangri á landsmótinu með afar fallegri, prúðri og faglegri reiðmennsku. Fyrirmynd Sigurbjörn Bárðarson hlaut reið- mennskuverðlaun FT á landsmótinu. Reiðmennsku- verðlaun FT Það var hart barist um sigur í ungmenna- flokki í A-úrslitunum í gær. Kári Steinsson sigraði að lokum eftir frábæra yfirferð sem þeir hlutu 8,96 fyrir. Það voru sviptingar á toppnum því Teitur Árnason kom efstur inn, Ásmundur Ernir Snorrason stóð efstur eftir hægt tölt og var keppnin spennandi fram á lokamínútu þar sem Kári, Ásmundur og Teit- ur voru mjög jafnir framan af. 1. Kári Steinsson Tónn frá Melkoti - 8,78 2. Ásmundur Ernir Snorrason Reyr frá Melabergi - 8,74 3. Teitur Árnason Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum - 8,70 4. Arnar Bjarki Sigurðarson Kaspar frá Kommu - 8,66 5. Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi - 8,65 6. Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Glíma frá Bakkakoti - 8,65 7. Julia Lindmark Lómur frá Langholti - 8,63 8. Ellen María Gunnarsdóttir Lyfting frá Djúpadal - 8,43 9. Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund - 8,42 Ungmennaflokkur Kári Steinsson og Tónn frá Melkoti sigruðu og fögnuðu gríðarlega. Kári Steinsson sigraði að lokum Guðmunda Ellen Sigurðardóttir sigraði í unglingaflokki eftir spennandi keppni. Það var Dagmar Öder Einarsdóttir sem gaf ekk- ert eftir en hún sigraði í B-úrslitum og náði öðru sæti undir lokin. Þá munaði einnig að- eins 0,04 á þriðja og sjöunda sæti. Það var að- eins einn strákur í úrslitunum, Gústaf Ásgeir Hinriksson, en hann lenti í því óhappi í mikilli rigningu að hesturinn rann með þeim afleið- ingum að hesturinn fór á hliðina og þurftu þeir því að hætta keppni. 1. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Blæja frá Háholti - 8,83 2. Dagmar Öder Einarsdóttir Glódís frá Halakoti - 8,73 3. Þórdís Inga Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi - 8,54 4. Brynja Kristinsdóttir Bárður frá Gili - 8,53 5. Jóhanna Margrét Snorradóttir Solka frá Galtastöðum - 8,52 6. Glódís Helgadóttir Geisli frá Möðruvelli - 8,50 7. Ásdís Ósk Elvarsdóttir Lárus frá Syðra-Skörðugili - 8,50 8. Gústaf Ásgeir Hinriksson Húmvar frá Hamrahóli Unglingaflokkur Guðmunda Ellen Sigurð- ardóttir og Blæja frá Háholti sigruðu. Unglingarnir gáfu ekkert eftir Á laugadaginn voru A-úrslit í barnaflokki. Hestakosturinn hjá krökkunum var ótrúleg- ur og sigraði Glódís Rún örugglega með 9,02. Svo há einkunn hefur aldrei sést í barna- flokki á landsmóti áður. Glódís og Kamban komu efst inn á mót og héldu forystu allt mót- ið. Sylvía Sól lenti í því óhappi í úrslitunum að hesturinn hennar fór út af brautinni og var því dæmd úr leik og fékk ekki einkunn. Aron Freyr var hástökkvarinn en hann vann B- úrslit og endaði í öðru sæti. 1. Glódís Rún Sigurðardóttir Kamban frá Húsavík - 9,02. 2.Aron Freyr Sigurðarson Hlynur frá Haukatungu syðri - 8,72. 3.Thelma Dögg Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi - 8,58. 4. Viktor Aron Adolfsson Leikur frá Miðhjáleigu - 8,56. 5. Bríet Guðmundsdóttir Dagbjartur frá Flagbjarnarholti - 8,47. 6. Vilborg Marí Ísleifsdóttir Svalur frá Blönduhlíð - 8,39. 7. Annika Rut Arnarsdóttir Gáta frá Herríðarhóli - 8,34. 8. Sylvía Sól Guðmundsdóttir, Skorri frá Skriðulandi. Barnaflokkur Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík sigruðu örugglega. Glódís fékk 9,02 í barnaflokki Flugubikarinn hlaut Gletta frá Þjóð- ólfshaga 1 sem efsta 7 vetra og eldri hryssa landsmóts með 8,53. Kröflubikarinn, sem veittur er efstu hryssu í 6 vetra flokki, hlaut Spá frá Eystra-Fróðholti með ein- kunnina 8,63. Spá hlaut einnig Þor- kelsskjöldinn sem veittur er efstu einstaklingsdæmdu hryssu lands- móts hverju sinni. Hremmsuskjöldinn hlaut Fura frá Hellu sem efsta 5 vetra hryssan. Hún er með 8,46 í aðaleinkunn. Ljónslapparbikarinn hlaut Pála frá Hlemmiskeiði 3 sem varð efst í 4 vetra flokki hryssna með 8,24. Feldman-styttuna hlaut Arion frá Eystra-Fróðholti sem efsti 5 vetra stóðhestur LM 2012 með 8,67 í ein- kunn. Arion hlaut einnig Farandbik- ar FEIF sem hæst dæmda kynbóta- hross Landsmóts 2012. Náttfarabikarinn hlaut heims- meistarinn Nói frá Stóra-Hofi. Hann varð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta með einkunnina 8,51 sem er hæsta kynbótaeinkunn 4 vetra stóðhests á heimsvísu. Gjóstubikarinn hlaut Hrannar frá Flugumýri II sem varð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með 8,67. Faxabikarinn hlaut Konsert frá Korpu, efsti 7 vetra og eldri stóð- hestur á LM 2012 með 8,58. Þorkelsskjöldur Spá frá Eystra-Fróðholti hlaut Þorkelsskjöldinn á LM 2012 sem hæst dæmda kynbótahross mótsins, en hún varð efst 6 vetra hryssna. Efstu kynbótahross

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.