Morgunblaðið - 02.07.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.07.2012, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Forsetakosningar Ólafur Ragnar Grímsson fylgist sposkur með Þóru Arnórsdóttur í viðtali við kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins eftir að fyrstu tölur liggja fyrir á laugardagskvöldið. Árni Sæberg Gróðurhúsavandi heimsins fer hraðvax- andi með iðnvæðingu Indlands og Kína, þar sem búa sam- anlagt 37% jarð- arbúa, borið saman við 25% samanlagt í núverandi iðnríkjum. Nærtæk viðbrögð við þessum vanda á hnattræna vísu eru að þróa aðferðir til að nýta eldsneyti úr jörðu án þess að sleppa koltvísýringi út í andrúms- loftið. Vísir að þróun á slíkri tækni er nú byrjaður í Bandaríkj- unum í samvinnu við fyrirtæki í mörgum löndum, þar á meðal Kína, sem nú er orðið mesta kola- framleiðsluland í heimi, með tvö- falda kolaframleiðslu á við Banda- ríkin og enn fer vaxandi. Eldsneyti úr jörðu sér nú þegar fyrir kringum 90% af orkunotkun mannkynsins. Ef/þegar það tekst að nýta elds- neyti úr jörðu án gróðurhúsa- áhrifa nýtur Ísland þess eins og önnur lönd. Hlutur kjarnorku í viðleitninni til að draga úr gróðurhúsaáhrifum á heimsvísu er ennþá takmarkaður en engan veginn hverfandi. Óhöpp í kjarnorkurafstöðvum af því tagi sem urðu í Japan nýlega og hafa áður orðið í Bandaríkjunum (Three Mile Island) og í Úkraínu (Tsjernobil) eru sjaldgæf sem bet- ur fer. Frakkar framleiða meg- inhluta sinnar raforku úr kjarn- orku og hafa gert það í áratugi án óhappa. Þjóðverjar hafa líka lengi framleitt raforku úr kjarnorku án óhappa.Sömuleiðis Svíar og Finn- ar. Og kjarnorkuver af Tsjernobil- gerð hafa starfað í áratugi án óhappa í Norður- Rússlandi og Litháen. Á heimsvísu er reynslan af nýtingu kjarnorku til raforku- vinnslu þannig góð. Kjarnorka er hins- vegar þess eðlis að öll mistök í nýtingu hennar vekja meiri ótta en efni eru til. Ranglega tengja menn kjarnorku ómeðvitað við kjarn- orkusprengjur. En kjarnorkuver til framleiðslu á raf- magni getur ekki sprungið eins og kjarnorkusprengja samkvæmt lög- málum náttúrunnar, enda þótt það geti valdið geislamengun. Langsamlega stærsti skerfurinn sem Ísland getur lagt af mörkum til baráttunnar við gróðurhúsa- áhrifin í heiminum felst í því að hýsa hér á landi iðnað sem nýtir raforku í stórum stíl og veldur miklum gróðurhúsaáhrifum ef raf- orkan er framleidd úr eldsneyti úr jörðu, kolum, olíu og gasi. Nauðsynlegt er að afla alþjóð- legrar viðurkenningar á þessari staðreynd. Raforkufrekur iðnaður á Íslandi sparar heiminum mikla losun gróðurhúsategunda. Sann- gjarnt er að sá sparnaður komi til frádráttar losun gróðurhúsa- lofttegunda frá orkufrekum iðnaði á Íslandi. Eftir Jakob Björnsson »Raforkufrekur iðnaður á Íslandi sparar heiminum mikla losun gróður- húsategunda. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Framlag Íslands í baráttunni við gróðurhúsavandannSálfsagt hefur fréttinum fjármálaráðherrana tíu, sem héldu fund í Berlín fyrir Jónsmessu, þar sem rætt var um að stofna stórríki ESB, farið fram hjá flestum. Á dagskrá var upp- bygging hers, nýr „AGS“-sjóður og fjár- málaráðherra fyrir að- ildarríkin. Hópurinn, sem kallar sig „Framtíð Evrópu“, á að koma með tillögur til leiðtoga ESB um sköpun „stjórn- málasambands“ ESB. Undir leiðsögn utanríkisráðherra Þýskalands, Guido Westerwelle, var tilgangi verkefnisins lýst með orðum ráðherrans: „Við eigum að nota kreppuna til að taka sögulegt skref að auknum samruna. Rökin fyrir Evrópu eru æðri málstað einstakra þjóða.“ Í viðtali við Figaró sagði Westerwelle: „Við þurfum að ræða hispurslaust um leiðir til að gera Evrópu sterkari, afkastameiri og taka eigið frumkvæði.“ Í bráðabirgða- skýrslu hópsins er sameiginleg fjármálastjórn yfir fjármálum þjóða boðuð „til að tryggja að evran verði óafturkræf“. 10 ríkja hópurinn, sem í eru stærstu ríki ESB á meginlandinu eins og Þýskaland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Austurríki, Pólland og einnig minni lönd eins og Danmörk, mun birta tilllögur sínar í haust. Með formlegu starfi tíu ríkja hóps- ins „Framtíð Evrópu“ er staða Evr- ópumála komin á nýtt stig. Þjóðverjar hafa tekið forræðið og stefnt er að stofnun stórríkis. Að 10 ríki gangi saman og verði sem eitt er lausn sem hentar stjórnvöldum Þýskalands til að fá landsmenn með sér í uppbygg- ingu stórveldisins. „Framtíð Evrópu“ hefur miðstöð í Berlín og þaðan mun heimsveldinu stjórnað. Með uppbygg- ingu eigin, sjálfstæðs herafla undir forystu Þjóðverja mun stærri hern- aðarmáttur leystur úr læðingi en nú- tíminn hefur áður kynnst og mun það breyta öryggismálum öllum í heim- inum. Vænta má, að NATO veikist til muna. Löskuð Banda- ríki eftir stríðsrekstur síðustu ára eru sjálf að kollsteypast í eigin skuldakreppu og þá munu hryðjuverkaöfl eins og al-Qaeda o.fl. sjá sér leik á borði að færa út kvíarnar. Ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs er púðurtunna, sem getur sprungið, hvenær sem er. Kín- verjar munu ekki fara varhluta af evru- og skuldakreppunni og má þá búast við nýrri hallarbyltingu, þar sem uppreisn verður gerð gegn „kap- ítalistum og byltingarsvikurum“ og grímulausir kommúnistar veifa vopn- um í Norður-Kóreustíl. Hafi Kínverj- ar náð fótfestu á Íslandi mun Ísland verða notað í hernaðartilgangi, sem þjónar heimsyfirráðum Kínverja. Þetta er nýrri veruleiki en Mats Persson, hagfræðiprófessor við Stokkhólmsháskóla, lýsir í nýju riti um skuldakreppuna, þar sem „björg- un evrunnar“ sl. tvö ár er skilgreind sem brot á Maastricht-samningnum frá 1992. Þá var samþykkt, að önnur lönd legðu sig ekki í fjármál einstakra evrulanda. Óhugsandi er skv. Maa- stricht-samningnum, að lönd taki sig saman eins og nú hefur gerst með þátttöku Seðlabanka Evrópu, sem kaupir ríkisskuldabréf einstakra evrulanda. Mats skrifar: „Ákvörðunin um að „bjarga evrunni“ er í reynd gríðarleg eignayfirfærsla frá skatt- greiðendum til eigenda bankanna.“ Fyrir utan bankaeigendur hafa bú- rókratar í Brussel hagsmuna að gæta vegna eigin frama og afkomu: „Hags- munir framkvæmdastjórnarinnar falla saman með hagsmunum bank- anna og vaxandi miðstýringu nýrri og stærri sjóða.“ Niðurstaða Mats er, að ESB kyndi í reynd undir ábyrgðar- lausri spákaupmennsku banka, þar sem skattgreiðendum ESB er gert að greiða tap þeirra. Framkvæmda- stjórnin vill tryggja afkomu og fram- tíð búrókratanna í Brussel. Prófess- orinn vill, að ESB stöðvi tafarlaust „björgun evrunnar“ og fylgi Maa- stricht-samningnum. Sú leið er því miður ekki trúverðug, þar sem reglur samningsins og seinni stöðuleikasátt- mála með hámark 60% ríkisskulda og 3% tapi ríkissjóða hafa verið brotnar af öllum nema Eistlandi, Finnlandi, Lúxemborg og Svíþjóð. „Framtíð Evrópu“ hefur valið aðra leið. Myndun stórríkisins til að „bjarga evrunni“. Það Evrópusam- band sem ríkt hefur sl. tvö ár tilheyr- ir sögunni. Hin nýja staða með stór- veldi 10 ríkja, sem vinna sem eitt undir forystu Þjóðverja, vekur áleitn- ar spurningar um framtíð álfunnar. Heimsmyndin breytist með nýjum valdahlutföllum sem einnig kalla á breytt viðhorf öryggismála vegna ásetnings stórríkisins um uppbygg- ingu eigin herafla. „Framtíð Evrópu“ mun sniðganga bann Þjóðverja við uppbyggingu hers eftir seinni heims- styrjöldina og gera það að engu. Við má búast dýpkandi mótsetn- ingum milli stórveldismarkmiða ann- ars vegar og ríkja sem vilja frjálst samstarf á jafnréttisgrundvelli hins vegar. Þróun komandi missera verð- ur háð uppbyggingu stórveldisins og þeirrar þjóðfélagslegu spennu sem vex innan ESB og getur leitt til blóð- ugra átaka. Þrælaböndin, sem þrí- eykið ESB, SE og AGS eru að hlekkja almenning margra evrulanda í, veldur djúpum þjóðfélagslegum óróa um álfuna alla. Hvað svo sem manni finnst um þá mynd, sem ég hef hér dregið upp, þá er ljóst að draumur Hitlers getur ræst, verði hún að raunveruleika. Við getum samt öll andað rólega, því okk- ar eigin Bagdad Bob, Össur Skarp- héðinsson frá litla fallega Íslandi, ætl- ar að bjarga málunum með því að ganga í klúbb hinna rjúkandi rústa. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » „Framtíð Evrópu“ mun sniðganga bann Þjóðverja við uppbygg- ingu hers eftir seinni heimsstyrjöldina og gera það að engu. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. „Framtíð Evrópu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.