Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
✝
Okkar elskulegi
JAKOB TRYGGVASON,
sem lést sunnudaginn 17. júní, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni 6. júlí kl. 13.00.
Hallfríður, Birgir og Valgerður Jakobsbörn
og fjölskyldur,
Áslaug Stephensen,
Bjarney Tryggvadóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARL M. GUÐMUNDSSON,
Suðurlandsbraut 58,
Reykjavík,
áður til heimilis að Marklandi 2,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 24. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. júlí kl. 13.00.
Sigríður Stefánsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir, Jens Hilmarsson,
Ásta Sigrún Karlsdóttir,
Stefán Örn Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ IngibjörgBjörnsdóttir
fæddist í Túngu,
Borgarfirði eystri,
23. ágúst 1919. Hún
lést 23. júní 2012.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru hjónin
Björn Jónsson
kaupmaður og
söðlasmiður, f. 8.
marz 1890, d. 19.
janúar 1941, og
Þórína Vilhelmína Þórðardóttir
ljósmóðir, f. 28. janúar 1897, d.
27. maí 1964. Systkini Ingibjarg-
ar eru: Jakobína, f. 22. ágúst
1920, látin, Aðalbjörg, f. 13. sept-
ember 1921, látin, Dagur, f. 22.
maí 1925, látinn, Hörður, f. 18.
desember 1931, látinn, Þórdís, f.
9. desember 1933, búsett í Hafn-
arfirði og Jón, f. 20. september
1935, búsettur á Borgarfirði
eystri.
Ingibjörg giftist 19. júní 1948,
Bjarna Helgasyni vélstjóra og
járnsmið frá Dröng-
um í Dýrafirði, f. 6.
ágúst 1903, d. 28.
maí 1994. Þau
bjuggu í Kópavogi
til ársins 1951 en
fluttu þá að Kleifum
í Skötufirði og
bjuggu þar til 1970,
en fluttu það sama
ár til Súðavíkur.
Haustið 1993 fluttu
þau frá Súðavík til
Ísafjarðar. Synir þeirra eru: a)
Þórður, f. 15. apríl 1950, sam-
býliskona hans er Alda Péturs-
dóttir. Dóttir Þórðar og Þór-
unnar Bjarnadóttur er Ýr, f. 10.
marz 1974, börn hennar eru Að-
albjörg og Þórir. b) Helgi, f. 3.
maí 1957, eiginkona hans er
Anne Berit Vikse, börn þeirra
eru Elín Andrea, f. 21. júní 1994
og Egill Bjarni f. 26. marz 1996.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Súðavíkurkirkju í dag, 2. júlí
2012, kl. 14.
Árið 1970 héldum við Bryndís
vestur á Ísafjörð til að byggja
upp Menntaskólann þar. Við
höfðum þegið í arf vináttu við
hjónin Ingibjörgu Björnsdóttur,
sem ættuð var frá Borgarfirði
eystra, og Bjarna Helgason, vél-
stjóra og járnsmið frá Dýrafirði.
Þau höfðu flust til Súðavíkur
1970, sama haustið og við stofn-
uðum Menntaskólann.
Við þágum vináttu við þau
Ingibjörgu og Bjarna frá föður-
bróður mínum, Finnboga Rúti
Valdimarssyni og Huldu Jak-
obsdóttur, konu hans á Mar-
bakka í Kópavogi. Bjarni og
Ingibjörg voru nefnilega í hinu
harðsnúna baráttuliði frum-
byggja Kópavogs, sem byggðu
upp þennan næststærsta kaup-
stað landsins á árunum eftir
seinna stríð með berum höndum
og þrjósku landnemans eina
saman að leiðarljósi. En svo
tóku þau Ingibjörg og Bjarni
upp á því snemma á sjötta ára-
tugnum að hverfa brott úr þétt-
býlinu syðra og setjast að á
Kleifum í Skötufirði við Djúp
vestra, þar sem þau bjuggu í tvo
áratugi. Það lék allt í höndunum
á hagleiksmanninum Bjarna,
svo að þeim búnaðist vel, þótt
það þyrfti að hafa fyrir því.
Þetta var sumsé á þorra vet-
urinn 1973. Ingibjörg og Bjarni
höfðu boðið okkur Bryndísi á
þorrablót í Súðavík. Þetta var
teiti sem við vildum fyrir enga
muni missa af. Þótt það gerði
manndrápsbyl þennan sama
dag, svo að ekki var hundi út
sigandi, slógum við nokkur sam-
an fyrir veghefli til að ryðja veg-
inn og komumst á leiðarenda,
seint og um síðir.
Og þvílík veisla. Allur þorra-
matur var matbúinn í heimahús-
um – nema hákarlinn, sem kom
úr Hnífsdal. Heimamenn höfðu
undirbúið vandaða skemmtidag-
skrá, sem var flutt meðan gestir
sátu að snæðingi, og sóttu sér
brjóstbirtu með undan borðum.
En það sem mátti heita sérstakt
við skemmtiatriðin á þessu
rammíslenska blóti í svokallaðri
útkjálkabyggð, var að þau fóru
mestan part fram á (nýsjál)
ensku. Þarna komst ég einna
fyrst í návígi við hnattvæð-
inguna.
Skýringin á þessu var sú, að á
þessum uppgangsárum vestra –
fyrir daga kvótakerfis, flykktust
andfætlingar okkar – einkum
ungar konur frá Ástralíu og
Nýja Sjálandi – í fiskvinnslu til
Íslands. Uppgripin þar dugðu til
að fjármagna Evrópureisuna,
sem ungt fólk þar syðra dreymir
um. Utandyra geisaði fárviðri,
en hið innra með blótgestum
ríkti ósvikin gleði við dragspil
og dans fram í morgunsárið.
Þetta er einhver eftirminnileg-
asti mannfagnaður, sem við
Bryndís höfum setið jafnt innan-
lands sem utan, og höfum við þó
setið þá ófáa.
Síðan urðu ævinlega fagnað-
arfundir með okkur Ingibjörgu,
hvar svo sem leiðir okkar lágu
saman. Í mínum augum bar
Ingibjörg alltaf svip af sinni til-
komumiklu heimabyggð, Borg-
arfirði eystra. Hún var kona
þeirrar kynslóðar, sem naut tak-
markaðrar skólagöngu, en var
engu að síður víðlesin og gagn-
menntuð. Djúp réttlætiskennd
var henni í blóð borin. Og hún
bjó yfir nægu mannviti, líf-
reynslu og umhyggju fyrir sam-
ferðafólki til þess að taka svari
þeirra, sem á var hallað af
rangsleitni. Hún var kvenskör-
ungur. Okkur fannst við ævin-
lega fara ögn skárri manneskjur
af hennar fundi en við vorum
fyrir.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Baldvin og Bryndís.
Ingibjörg Björnsdóttir var
Austfirðingur en varði mestum
hluta ævi sinnar á Vestfjörðum.
Hún og maður hennar, Bjarni
Helgason, fluttu að Kleifum í
Skötufirði við Djúp með fjöl-
skyldu sína í kringum 1950.
Kjark og áræði hefur þurft til að
hefja búskap við þær aðstæður,
sem þessi litla afskekkta jörð
bauð upp á en hún uppfyllti
þann draum þeirra að yrkja
jörðina á þessum fagra og un-
aðslega stað fyrir vestan.
Það var gestkvæmt á Kleifum
og fjölskyldan tók afar vel á
móti fólki. Ættingjar mínir voru
þar á meðal og margir þeirra
voru í sveit hjá þeim Ingibjörgu
og Bjarna, sem voru samtaka
um að gera vel við alla þessa
krakka, sem voru hjá þeim í
gegnum tíðina.
Öll elskuðum við Kleifar og
lífið þar.
Ingibjörg ræktaði matjurtir
og allur matur varð að vera holl-
ur. En hann var líka góður; hver
man ekki krúskað og hnísuboll-
urnar o.fl. spennandi, eða góm-
sætu jólakökuna, en hana feng-
um við bara við gestakomur.
Bjarni var gamansamur mað-
ur, hann sagði oft brandara, sem
við kunnum vel að meta.
Og ekki sízt var hann mikill
veiðimaður og afar úrræðagóður
og kunni vel til allra verka. Það
gerðu þau bæði.
Þau bjuggu til andrúmsloft og
minningar, sem eru meðal þess
bezta úr bernsku minni.
Ég veit að hún Hulda systir
mín var sama sinnis. Þær Ingi-
björg voru alltaf nánar og mikið
samband á milli þeirra meðan
báðar lifðu.
Fyrir allt þetta erum við
þakklát, sem þekktum þau.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til afkomenda þeirra.
Sigrún Finnbogadóttir.
Ingibjörg Björnsdóttir hélt
fornar hefðir í heiðri. Ein af
þeim var gestrisnin. Hún var
höfðingi heim að sækja og hefði
sómt sér vel sem húsfreyja á
stórbýli í blómlegri sveit. En
býli hennar var, lengst af ævinn-
ar, lítið kot vesur í Djúpi. Það
var ævintýri að sækja hana og
fjölskyldu hennar heim á meðan
vegurinn var enn ekki kominn,
taka Djúpbátinn á Ísafirði og
bíða svo eftir því að Bjarni á
Kleifum birtist á bátnum sinum,
Þórði kakala, fyrir mynni Skötu-
fjarðar til þess að flytja gestina
heim.
Á borðum húsfreyjunnar á
Kleifum voru kræsingar, sem þá
voru enn sjaldséðar á sveitabæj-
um þessa lands. Sjóbirtingur,
sem húsbóndinn veiddi í net og
geymdi lifandi í stíflu í bæjar-
læknum, heimabakað brauð,
grænmeti, sem húsfreyjan
ræktaði af mikilli elju í garð-
inum á bak við bæinn og alls
kyns jurtir, sem hún notaði við
matseldina á meðan aðrir settu
sultu út á steikina og sæta sósu
út á búðinginn. Ingibjörg var
mikil náttúrulækningakona og
sagðist hafa bjargað lífi sínu
með hollum mat.
Eftir máltíðina var setið
áfram í eldhúsinu og spjallað.
Þar voru engin dægurmál á dag-
skrá heldur aðeins það sem máli
skiptir, þessa heims og annars.
Ingibjörg var afar vel lesin í dul-
speki og var áskrifandi að tíma-
riti Guðspekifélagsins. En að
öðrum þræði var hún aðdáandi
heiðinna manna og kunni Ís-
lendingasögurnar svo vel að hún
gat endalaust vitnað í þær orð-
rétt. Mörgum fannst hún heldur
afgerandi í skoðunum en með
aldrinum varð hún mild og blíð
og sá alla hluti í því skýra ljósi,
sem fjarlægðin gefur.
Mig grunar að Ingibjörg hafi
ekki oft fengið hrós eða þakk-
læti fyrir það, sem hún gaf öðr-
um, jafnvel allskostar óskyldum,
af tíma sínum, alúð og orku. Það
var ekki til siðs hjá hennar kyn-
slóð. En þeir sem enn búa að
því, sem hún gaf þeim, verða
henni ævinlega þakklátir. Son-
um hennar og öðrum afkomend-
um votta ég innilega samúð
mína.
Guðrún Finnbogadóttir.
Ingibjörg
Björnsdóttir
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Kamilla Richardsdóttir
Eiriksson
✝ Kamilla Rich-ardsdóttir
Eiriksson fæddist
í Reykjavík 28.
júní 1948. Hún
lést í Orlando í
Flórída 5. nóv-
ember 2011.
Kamilla var
jarðsett í Foss-
vogskirkjugarði
28. júní 2012.
Hvíl í friði, elsku
dóttir.
Mamma og
pabbi.
Með söknuði og
hlýju í hjarta kveðj-
um við þig, elsku
systir. Stórt skarð
er höggvið í fjöl-
skyldu okkar þar
sem við missum þig
og Hauk bróður með stuttu milli-
bili. Við yngri systkinin litum svo
mikið upp til ykkar beggja þar
sem Haukur bróðir átti flottustu
mótorhólin sem við höfðum séð
og þitt starf tók þig til Banda-
ríkjanna og margar og skemmti-
legar minningar koma upp þegar
við rifjum upp ferðir okkar til
þín, hvort sem var til New York
eða Flórida. Skemmtilegar sög-
ur koma upp þegar við systkinin
sitjum hér saman og tölum um
þig og hvað þú tókst okkur í æv-
intýralegar ferðir, eins og t.d.
þegar þú tókst okkur systur og
mömmu til St. Augustine, keyrð-
ir Ívar og Bjarneyju niður allan
Flóridaskagann, alla leið til Key
West, lést þig hafa það þó að þú
hefðir ekki verið upp á þitt besta
á þeim tíma, alltaf varst þú
sterk, jákvæð og tókst á við veik-
indi þín með æðruleysi. Þú varst
svo lífsglöð og þér þótti
skemmtilegt að skemmta þér og
félagsvera varst þú mikil. Marga
góða kunningja og margar góðar
og traustar vinkonur áttir þú
sem stóðu vel við bakið á þér í
gegnum árin. Öll söknum við
þess að heyra ekki símann
hringja, þú varst svo dugleg að
láta í þér heyra þar sem við vit-
um að söknuður til Íslands var
alltaf til staðar hjá þér og óskað-
ir þú þér að vera komin heim.
Þegar fjölskyldan kom saman
fengum við oft að heyra í þér í
gegnum símann þar sem þú lést
okkur vita hver væri elst og frek-
ust og alltaf endaðir þú símtölin
„love you“. Elskum þig sömu-
leiðis og vitum að þú og Haukur
eruð á góðum stað þar sem nánir
ættingar og vinir taka vel á móti
ykkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elsku Erna Petrea, Kevin og
dætur. Við vottum ykkur dýpstu
samúð, minning um góða systur
lifir í hjörtum okkar.
Bjarney, Petrea, Ágústa,
Arnar og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern
dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Systkinabörn,
Benedikt Viktor,
Elma Dís, Hinrik,
Haukur og Stefán
Ásgeir.
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN STEINN HALLDÓRSSON
skipstjóri, Brúarholti 4, Ólafsvík,
sem andaðist á dvalarheimilinu Jaðri,
Ólafsvík, miðvikudaginn 27. júní, verður
jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn
13. júlí kl. 14.00.
Hjördís E. Jónsdóttir, Guðlaugur H. Wium,
Matthildur B. Jónsdóttir, Þorvaldur H. Einarsson,
Kristrún Jónsdóttir, Vilhelm Þ. Árnason,
Dröfn Jónsdóttir, Elías Hákonarson,
Halldór F. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku mamma mín,
MARGRÉT SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur, Garðarsbraut 62,
Húsavík,
lést föstudaginn 29. júní.
Hanna Björg Guðmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar,
ÁSTA SIGURJÓNSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja á Breiðabóli,
Svalbarðsströnd,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
sunnudaginn 1. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir grein-
unum.
Minningargreinar