Morgunblaðið - 02.07.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 02.07.2012, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi að vera svo feiminn að þora ekki að viðra skoðanir sínar við vini og vandamenn. Lestu gömul ástarbréf og flettu í dagbókum ef það á við. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlutirnir kunna oft að virðast flóknari en þeir eru. Huggaðu þig við það að verk þitt er vel metið af þínum nánustu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur bætt umhverfi þitt og samband við aðra úr fjölskyldunni á fjöl- marga vegu. Byrjaðu bara á fyrsta verkefn- inu og leystu þau svo eitt af öðru. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu rifrildi við vini eða félaga í dag, þér hættir til að ýta undir ágreining með framkomu þinni núna. Ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá ert þú jafn hæfur og allir aðrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Hvað get- urðu gert til að grynnka á skuldunum? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt skapandi dag í vændum. Skil- greindu mörkin og mundu að eigir þú að geta hjálpað öðrum þarft þú fyrst að hugsa um þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert venju fremur metnaðargjarn í dag. Ef þú ert ekki vinur viss aðila en elskar hann samt á einhvern hátt, skaltu finna út hvernig þið getið orðið vinir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að ein- beita þér. Leitaðu þér aðstoðar og komdu lagi á tilfinningalíf þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hnökrar af ýmsu tagi gætu gert vart við sig í vinnunni. Þú skalt njóta þess að vera í sviðsljósinu ef þú færð tækifæri til þess. Að gera eitthvað að óathuguðu máli er ávísun á vandræði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert að springa úr krafti og bjartsýni á framtíðina og ekkert fær stöðvað þig. Sá sem hunsar tilfinningar þínar er meira særður en þig grunar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hreinlega þráir spennu og leitar að nýjum leiðum til þess að svala þorsta sínum. Breyttu út af venjunni með því að gera eitthvað alveg nýtt til að örva hugann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver náinn þér gæti valdið þér vonbrigðum í dag. Gleymdu því ekki að upp- örvun er yfirleitt árangursríkari en skammir, þær duga ekki lengi. Karlinn á Laugaveginum varkampakátur þegar hann hringdi í mig. Hann sagðist vera á Landsmóti hestamanna og ekki ætla á kjörstað: Hér í Víðidal hrossum ég hrósa og horfi á þá Grána og Mósa, því að kosningar bara eins og kannanir fara - svo alveg er óþarft að kjósa. Svo fór hann að tala um Þor- stein Valdimarsson. „Hann var gott limruskáld,“ sagði hann. „Stefán Þorláksson minnist oft á, að Vilmundur landlæknir hefði komið í Svalbarð og verið þar eina nótt eða tvær: Gamla Vilmundarvitið er vitanlega orðið slitið á stöku stað, - svo þeir stíga ekki í það nema stundum eins og þið vitið.“ Svo tautaði karlinn eins og við sjálfan sig: Þeir segja það sé orðið slitið en samt þegar á það er litið að til þess að þvarga þarf ekki marga ef Þorvaldur leggur til vitið. Ég vildi gleðja karlinn, svo að ég fór með limru eftir Kristján Karls- son og vandaði mig sérstaklegq með framburðinn á „Don Quixote“ svo að h-hljóðið heyrðist stuðlanna vegna: Hvað sem öllu öðru líður ævinlega á nýjan leik ef Don Quixote að heiman ríður fer herra Sancho líka á kreik. Og þar sem ég vissi ekki hvernig honum líkaði gladdi ég hann með annarri riddarasögu og nú eftir Hrólf Sveinsson: Frú Rannveig kom ríðandi á ketti svo roggin, þótt að henni setti mjög kröftugan grát þegar kötturinn át hana alla á einu bretti. Og af því að ég vissi að Guðni Ágústsson var með karlinum á landsmótinu lét ég þessa stöku fjúka eftir framsóknarmanninn og alþingismanninn Skúla Guð- mundsson: Það var skrýtið sem ég sá á Suðurlandi núna þegar þeim liggur lítið á leggja þeir hnakk á kúna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þeir segja það sé orðið slitið G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d HÚRRA! ÉG ER ORÐINN FIÐRILDI! ÚFF, ÉG ER ORÐINN SVOLÍTIÐ VANKAÐUR ÉG HELD AÐ ÉG LIGGI BARA OG BÍÐI EFTIR LEIGUBÍL NÁTTÚRUNNI FER VÍST LÍKA HNIGNANDI HMM... ÞAÐ HEFUR PADDA KOMIST INN HÉLSTU VIRKILEGA AÐ ÉG MYNDI EKKI TAKA EFTIR ÞÉR!? ÞARNA STENDUR: „VIÐ FÓRUM SUÐUR YFIR VETURINN. EF ÞÚ HEFUR EITTHVAÐ VIT Í KOLLINUM ÞÁ MUNT ÞÚ GERA ÞAÐ LÍKA” HVER ERTU EIGINLEGA OG HVAÐAN KOMSTU? ÉG HEITI „GOODY” OG VAR Í LEIKFANGA- KASSANUM SEM ÞIÐ KEYPTUÐ UM DAGINN SÝNDU MÉR HVAR KLÓSETTIÐ ER! GOTT OG VEL, GOTT OG VEL... GRÍMUR, HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU RÚSÍNUR Í KLÓSETTINU! Enn og aftur fór Víkverji að hugsaum hjólreiðar á dögunum og erf- iðleikana sem virðast fylgja þeim. Það má ekki skilja svo að átt sé við líkamlega erfiðið, heldur frekar vandamálin sem virðast fylgja því að mörgum tegundum umferðar sé att saman án nokkurra ráðstafana. Mál- um er þannig farið á litla Íslandi að við erum fá, skattar og útsvar þar af leiðandi frekar lágt á hvern fermetra. Reykjavík er nefnilega litlu minni en Queens-hverfið í New York að flatar- máli en þar búa, samkvæmt nýlegu mati, um tvær og kvartmilljón og það liggur í augum uppi að í svona dreifðri byggð eru góðar samgöngu- æðar mikilvægar x x x Á þessum síðustu og verstu tímumhækkandi bensínverðs og þess- um nýjustu og bestu tímum aukinnar vitundar um heilbrigði liggur í augum uppi að spara við sig í bílanotkun. Þá er reiðhjól góður kostur en þar er ljóður á ráði. Hjólreiðafólk hefur orð- ið útundan í borgarskipulaginu, það er að batna en þangað til þurfum við að vinna saman. x x x Á flestum stöðum borgarinnar eruvalmöguleikar reiðhjólamanns- ins gatan, gangstéttin eða göngustíg- urinn. Vissulega er afmörkuðum reið- hjólastígum að fjölga en oft eru hinir möguleikarnir þeir einu. Reiðhjóla- fólk setur sig í hættu með því að nota götuna og hætt er við að truflanir geti orðið á umferð þurfi ökumenn sífellt að vera að sveigja frá því. Á göngstíg- unum er hættan svipuð nema þar eru hjólin orðin hraðskreiðu tækin sem geta slasað þá gangandi. Í ljósi þessa er það hugmynd Víkverja að gang- andi reyni að vera meira meðvitaðir þegar þeir eru á ferð þar sem umferð hjólandi er mikil og taka kannski ekki allan stíginn. Eins verða hjólandi að vera vakandi og láta þá gangandi vita að þeir nálgist með því að nota bjöll- una. við verðum að víkja hvert fyrir öðru og það er best að gera til hægri eins og venja er í umferðinni. Síðast en ekki síst verða ökumenn að horfa í kringum sig og passa sig á því að hjól- reiðamaður getur auðveldlega verið á 40 km hraða þegar hann nálgast gatnamótin. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Í hverjum pakka af Fjólu Lúxus salernispappír er ein rúlla vafin happamiða. Innan á miðanum kemur í ljós hvort heppnin sé með þér. Meðal vinninga: Auk fjölda annarra vinninga Flug og gisting fyrir 2 innanlands RÚLLU LEIKURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.