Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  171. tölublað  100. árgangur  Græddu á gulli á Grand Hótel í dag frá kl. 11:00 til 19:00 Upplýsingar og tímapantanir, Sverrir s. 661 7000 sverrir@kaupumgull.is GUÐMUNDUR KVADDI MEÐ SIGRI Í KAPLAKRIKA HEIMSPEKI OG ÍHUGUN Í HAPKIDO ÞORGERÐUR MEÐ KÓRINN Á HÁTÍÐ Í TÓRÍNÓ Á ÍTALÍU BARDAGALIST 10 HAMRAHLÍÐARKÓRINN 33LANDSLIÐIÐ Á ÓL ÍÞRÓTTIR Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Menn horfa til aukinna vöruflutn- inga frá Kyrrahafi til Atlantshafs um Norðuríshafsleiðina og þá er Ísland afar vel staðsett og nægir þar að horfa til Finnafjarðar undir Langa- nesi. Á Finnafjarðarsvæðinu væri því fýsilegt að byggja upp umskip- unarhöfn fyrir vörur sem yrði um- skipað og þær síðan fluttar frá Finnafirði til Evrópu og Bandaríkj- anna,“ segir Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, sem telur einsýnt að siglingar um Norðurís- hafið geti keppt við vöruflutninga um Súez-skurðinn í framtíðinni. Halldór Jó- hannsson, skipu- lagsráðgjafi Langanesbyggð- ar og talsmaður Huang Nubo, hefur unnið fram- tíðarskipulag fyr- ir Vopnafjörð og nágrenni. Er þar m.a. gert ráð fyrir 15.000 manna byggð við Þórshöfn, stórum flugvelli þar og stórskipahöfn í Finnafirði. Aðeins hefur verið dregið úr um- fangi þessara áætlana í nýju aðal- skipulagi en áfram er miðað við stór- skipahöfn í Finnafirði. Þorsteinn kveðst fylgjandi því að olíuhreinsunarstöð rísi í Finnafirði. Umhverfisvæn olíuhreinsun „Gríðarlegt magn óunninnar olíu er flutt frá Múrmansk í Rússlandi til Bandaríkjanna og framhjá Íslandi. Ef við hugsum grænt, eins og er dá- lítið tíska í dag, er mun umhverfis- vænna að olían kæmi í land á Íslandi til vinnslu og hreinsunar … Við höf- um skoðað olíuhreinsunarstöðvar víða. Sums staðar eru þær and- styggilegar en annars staðar eru þær mjög vel búnar m.t.t. mengunar og umhverfisins,“ segir Þorsteinn sem bindur vonir við að olíuleit á Drekasvæðinu hefjist á næsta ári. Ekki eru allir á eitt sáttir um þess- ar hugmyndir og sakar Guðmundur Vilhjálmsson, eigandi jarðarinnar Syðra-Lóns í nágrenni Þórshafnar, sveitarstjórnir á svæðinu um hroka. „Sveitarstjórnir á svæðinu eiga hvorki landið né geta þær sýnt fram á almenningsþörf fyrir því að stór- skipahöfn rísi á svæðinu. Það er til dæmis til skipulagt svæði í Eyjafirði í eigu sveitarfélaganna þar sem gæti allt eins risið stórskipahöfn,“ segir Guðmundur sem stendur ásamt nokkrum landeigendum í málaferl- um við sveitarstjórn Langanes- byggðar vegna málsins. MOlíuhreinsunarstöð rísi »14 Keppi við Súez-skurðinn  Sveitarstjóri á Vopnafirði sér fyrir sér stóra umskipunarhöfn á Austurlandi  Talsmaður Huang Nubo hefur gert drög að stórfelldri iðnaðaruppbyggingu Þorsteinn Steinsson Guðrún Jónsdóttir, fædd á Bala í Gnúpverjahreppi, og fjórir niðjar hennar komu saman á veitingastaðnum Lauga-ási í gær. Guðrún, sem varð 101 árs í júní síðastliðnum, er einn af tryggum viðskiptavinum staðarins en þar snæddi hún gjarnan vínarsnitsel eftir að hafa sótt vínartónleika í Há- skólabíói ásamt syni sínum. Guðrún fylgist vel með fréttum og ekki síður vel með handboltanum en meðal niðja hennar er mikið handboltafólk, með- al annars barnabarnabarnið Arnór Atlason, sem lék með landsliði Íslands á móti Argentínu í Kaplakrika í gærkvöldi. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimm ættliðir komu saman á Lauga-ási  Það lítur út fyrir að þetta verði erfitt sum- ar. Laxagöng- urnar eru ekki jafngóðar og undanfarin ár,“ segir Guð- mundur Við- arsson, umsjón- armaður veiðihússins við Norðurá. Veiðimenn á vestanverðu landinu fengu ekki þær rigningar um helgina sem þeir vonuðust eftir, en ár eru margar vatnslitlar og veiðin víða döpur. „Það óx aðeins í ánni á sunnudag og þá veiddust tólf, sem lofaði góðu, en svo komu bara tveir upp á morgunvaktinni í gær,“ sagði Guðmundur. Betur gengur á norð- austurhorninu en 150 laxar veidd- ust í Selá og Hofsá um helgina. Í Selá veiddist 109 cm lax. »12 Lítur út fyrir erfitt laxveiðisumar í sumum ánum  Vegagerðin telur langlíklegast að Vestfjarðavegur verði lagður um Gufudalssveit um göng um Hjallaháls, á nýjum stað yfir Ódrjúgsháls og síðan fyrir Djúpa- fjörð og yfir Gufufjörð. Þetta virð- ist valkostur Vegagerðarinnar, samkvæmt drögum að tillögu að matsáætlun sem kynnt hefur verið, þótt ekki sé skýrar að orði kveðið um ágæti leiðarinnar. Rætt er um að þetta sé ódýrasta leiðin sem til greina komi en um leið lýst ákveðnum efasemdum um umferð- aröryggi í jarðgöngum. Tvær aðrar leiðir verða kannaðar í fyrirhuguðu umhverfismati. Ein leiðin gerir ráð fyrir jarð- göngum um Hjallaháls. Drög um tillögu að matsáætlun eru kynnt á vef Vegagerðarinnar. Almenningur getur gert athugasemdir til 7. ágúst næstkomandi. »6 Jarðgöng um Hjalla- háls efst á blaði Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Hringbraut í gærkvöldi en við áreksturinn kvikn- aði í báðum bílunum. Lögreglan lok- aði Njarðargötu og hluta Hring- brautar vegna slyssins. Svæðið var enn lokað þegar Morgunblaðið fór í prentun en búið var að slökkva eld- inn. Eftir áreksturinn logaði glatt í bíl- unum og þó að slökkviliðsmenn hafi verið skjótir á vettvang stór- skemmdust bílarnir og eru svo gott sem ónýtir. Um var að ræða aftan- ákeyrslu. Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðsins var einn fluttur á slysadeild en ekki fengust upplýsingar um líðan hans. Fjöldi fólks var á vettvangi að fylgjast með slökkvistarfinu. Einn á slysadeild eftir bruna í tveimur bílum Ljósmynd/Arnar Bergur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.