Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Frumniðurstöður í rannsókn á sand- síli benda eindregið til þess að sandsíli fitni ekki sökum samkeppni um fæðu í sjónum. Líklegasti sökudólgurinn er makríll sem er nýgenginn inn á Ís- landsmið. Svo segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur og sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Sandsíli hefur fækkað mikið á und- anförnum árum við strendur Íslands. Nú er svo komið að lítið er eftir af sílinu sem er meðal annars fæða lunda sem hefur átt erfitt uppdráttar. „Það eru tvær tilgátur í gangi um það af hverju sandsíli hefur fækkað. Önnur gengur út á samkeppnina. Það er að makríll sé að borða, bæði fæðu sandsílisins og sandsílið sjálft. Eins að stóri ýsuárgangurinn frá árinu 2003 hafi étið svo mikið af sandsílis- hrognum. Hin tilgátan er sú að átu- magn breytist með hlýrri sjó. Fyrir vikið verði sílið rýrara,“ segir Erpur. ,,Frumniðurstöður okkar sýna að sandsílið sé ekki að fitna. Fyrir því er einföld ástæða og það er skortur á átu í sjónum. Þar af leiðandi er einhver annar að éta rauðátuna og líklegasti sökudólgurinn er makríll,“ segir Erpur. Að sögn Erps er makríll sá fiskur sem borðar hvað mest af sandsíli í Norðursjó. ,,Hann étur hins vegar fjölbreytta fæðu og þar á meðal einnig rauðátu. Þar sem sílin sem við höfum fengið eru svo mögur þá gefur það til kynna að makríllinn sé að borða rauð- átuna frá sandsílunum,“ segir Erpur. Margt bendir til þess að koma mak- ríls hafi víðtæk áhrif á fæðukeðjuna. Rannsókn sýnir til að mynda að súla étur nú makríl í stað sandsílis. Rauðáta í makrílskjaft  Frumniðurstöður rannsóknar sýna að sandsíli verður af rauðátu sem er aðalfæða þess  Makríll sökudólgurinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Étin Sandsíli er ein aðalfæða ýmissa fuglategunda. Hér sést kría með síli. Tæplega 14 þúsund manns fengu of- greitt frá Tryggingastofnun á síð- asta ári og munu þar af leiðandi verða krafðir um endurgreiðslu hinna ofgreiddu bóta. Af þessum hópi voru níu þúsund sem fengu innan við 100 þúsund krónur of- greiddar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fréttatilkynningu sem Tryggingastofnun sendi frá sér í gær. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Tryggingastofnun hefst innheimta krafna þann 1. septem- ber en hinsvegar verða inneignir hjá stofnuninni greiddar þann 3. ágúst næstkomandi.. „Innheimtan fer í rauninni ekki í gang fyrr en 1. september en fólk fer að fá bréfin núna. Fólk getur líka samið um endurgreiðslur við okkur,“ segir Hildur Björg Hafstein, vefkynning- arfulltrúi hjá Tryggingastofnun. Tæplega 29 þúsund inneignir Þá eiga tæplega 29 þúsund manns inneign hjá Tryggingastofn- un vegna vangreidds lífeyris eða bóta. Heildarfjöldi lífeyrisþega er um 46 þúsund manns og miðað við ofangreindar tölur eiga því 63 pró- sent þeirra inneign hjá Trygginga- stofnun, 30 prósent þeirra skulda stofnuninni vegna ofgreiðslna en einungis sjö prósent þeirra eru með engan mismun. „Það sem við sjáum í samanburði milli ára 2009, 2010 og 2011 er að þeim hefur fjölgað sem eru með of- eða vangreiðslur undir 100 þús. kr (sem við teljum innan vikmarka), 2009 voru þeir um 30.800, 2010 voru þeir um 30.900 en 2011 um 32.800 talsins. Þetta gefur vísbendingu um vandaðri tekjuáætlun lífeyrisþega og að samtímaeftirlit okkar, sem gerir lífeyrisþegum viðvart ef mis- ræmi er að koma í ljós, hefur eflst,“ segir í svari Tryggingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins vegna ofgreiddra bóta. skulih@mbl.is Fjórtán þúsund manns fengu ofgreiddar bætur  Einungis sjö prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur Guðni Einarsson Ingvar P. Guðbjörnsson Upptök eldsvoða í fimm íbúða húsi á Tálknafirði á sunnudagskvöld eru rakin til eldamennsku í einni íbúðinni. Allt er ónýtt í íbúðinni þar sem eld- urinn kviknaði. Fjögurra manna fjöl- skylda, par með sjö og átta ára börn, bjó í íbúðinni. Þau eru af pólskum ætt- um en hafa búið og starfað á Tálkna- firði. Fjölskyldan missti nær allt sitt í brunanum. Í húsinu bjó önnur fjögurra manna fjölskylda, par með tveggja og fjög- urra ára börn, og eru þau ættuð frá Perú. Reykur komst í íbúð þeirra. Þá bjó einstaklingur í einni íbúðinni, tveir í annarri en íbúar í fimmtu íbúðinni eru að heiman í sumar, að sögn Pálínu Hermannsdóttur, fulltrúa Rauða krossins í V-Barðastrandarsýslu. Eldurinn náði í klæðningu á húsinu og upp í þakrennur. Gríðarlegur hiti, eldur og reykur myndaðist. Pálína sagði að aðrar íbúðir í húsinu en sú sem eyðilagðist hefðu orðið fyrir sót- og reykskemmdum. Rýma þurfti allar íbúðirnar í húsinu. Fólkið sem þar bjó hefur allt fengið húsaskjól a.m.k. tímabundið. Pálína sagði að fjölskyld- urnar tvær hefðu fengið húsnæði til bráðabirgða í gegnum vinnuveit- endur sína. Einstaklingarnir fengu inni hjá vinum og ættingjum. Allir hjálpa til Rauði krossinn í Vestur-Barða- strandarsýslu hefur aðstoðað fjöl- skylduna sem missti allt sitt í brun- anum og einnig fjölskylduna sem þurfti að flytja úr íbúð sinni vegna reykskemmda. Útvega þurfti fólkinu föt, hreinlætisvörur og mat, auk þess að veita því stuðning. Fólkinu sem missti allt sitt var boðið í mat á veit- ingastað á Tálknafirði í fyrrakvöld. Einnig var farið með það í verslun og keyptar vistir til að taka með í hús- næðið sem það fékk. „Það er mikil samstaða og það eru allir að gera eitthvað til að hjálpa þeim. Mér finnst þau standa sig ótrú- lega vel,“ sagði Pálína. „Það er búið að færa þeim fatnað og börnunum leikföng. Það skiptir mestu máli að þau komust heil frá þessu og að eng- inn slasaðist.“ Pálína sagði að von væri á meiri fatnaði handa fólkinu í dag. Aðstoðin hefur verið innan þess ramma sem Rauði krossinn vinnur eftir en form- leg söfnun til styrktar fólkinu er ekki hafin, að sögn Pálínu. Fjölskylda missti aleiguna Eldsvoði Slökkviliðsmenn á Tálknafirði í baráttu við eldinn í fyrrakvöld. Íbúðin stórskemmdist.  Eldsvoði í fjölbýlishúsi á Tálknafirði  Allt innbú ónýtt í íbúð fjögurra manna fjölskyldu  Íbúð annarrar fjölskyldu fylltist af reyk  Rauði krossinn og fleiri hafa komið fólkinu til hjálpar Ljósmynd/Olga Rannveig Bragadóttir Rauðáta er meðal algengustu svifdýra í Norður-Atlantshafi. Á vorin og sumrin er magn svif- dýranna í hámarki. Makríll kom inn í íslenska lögsögu um tveim- ur mánuðum fyrr árið 2010 en 2009. Talið er að hann hafi verið að elta æti inn á Íslandsmið. Samkvæmt rannsókn Hafrann- sóknastofnunar var um 1,1 millj- ón tonna af makríl í íslenskri lögsögu árið 2010. Á þeim þremur til fjórum mánuðum sem hann er við Íslands- strendur þyngist hann um 59%. Algengasta svifdýrið MAKRÍLL ELTIR RAUÐÁTU Alls sáust 614 selir í selatalning- unni miklu sem fram fór á Vatns- nesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra á sunnudaginn var. Í fyrra voru taldir 1.033 selir. Þetta var í sjötta sinn sem talningin fór fram frá 2007. „Ég tel að veðrið á sunnudag hafi átt sinn þátt í útkomunni,“ sagði Sandra M. Granquist, dýraatferl- isfræðingur hjá Selasetrinu á Hvammstanga, sem hélt utan um talninguna. „Venjulega hefur verið gott veður en nú var bæði mikil úr- koma og hvasst.“ Hún sagði að hafa þyrfti í huga að hér væri einungis um eina talningu að ræða, fara þyrfti oftar yfir svæðið til þess að fá raunsanna mynd af selafjöldanum. „En þetta er vísbending og talan er lægri en í fyrra,“ sagði Sandra. „Það þarf þó ekki endilega að þýða að það hafi fækkað í stofninum.“ Fjörutíu talningarmenn tóku þátt í talningunni og fóru þeir um gang- andi, ríðandi og siglandi. Gerð er selatalning úr flugvél á tveggja til þriggja ára fresti. Þá eru gjarnan farnar þrjár flugferðir og vanir talningarmenn telja. gudni@mbl.is Mun færri selir sáust í talningu nú en í fyrra Morgunblaðið/Einar Falur Jarðskjálfta- hrina með upp- tök 27-33 km austsuðaustur af Grímsey varð upp úr kl. 19.45 í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist 3,7 stig á jarðskjálftamæl- um Veðurstof- unnar. Flestir hinna skjálftanna voru um og yfir tvö stig samkvæmt töflu á heima- síðu Veðurstofunnar. Einar Kjartansson, jarðeðl- isfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að skjálftar af þeirri stærð- argráðu sem mældust við Grímsey í gærkvöldi yrðu á 1-2 mánaða fresti. Hrinan hefði því ekki verið óvenju- leg. Hann taldi líklegt að einhverjir hefðu fundið fyrir stærsta skjálft- anum en sagði að ekki bærust margar ábendingar þegar jörð skylfi við Grímsey. Eyjarskeggjar væru slíku vanir. Kipptu sér ekki upp við 3,7 stiga skjálfta Grímsey Oft jarð- skjálftar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.