Morgunblaðið - 24.07.2012, Síða 15

Morgunblaðið - 24.07.2012, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Fersk Þingvallableikja Þarf að klippa? Garðlist klippir tré og slær garða Sími: 554 1989 www.gardlist.is Með nýrri reglugerð velferðar- ráðherra, sem tekur gildi 1. ágúst, er gildissvið slysatryggingar við heimilisstörf víkkað talsvert. Fram kemur í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands, að með reglugerðinni sé tryggingavernd aukin og öll viðhaldsstörf og við- gerðir í og við heimili, sem ekki eru liður í atvinnustarfsemi, felld undir slysatrygginguna. Áður féllu eingöngu einföld og almenn við- haldsverkefni undir trygginguna. Einnig er sú breyting gerð að ekki er útilokað að athafnir eins og símsvörun og það að sækja póst falli undir trygginguna, séu önnur skilyrði tryggingaverndar upp- fyllt. Slysatrygging við heimilisstörf er valkvæð og sótt er um hana með því að haka í þar til gerðan reit á skattframtali. Kostnaður við trygginguna var 450 krónur á árinu 2012. Tryggingavernd slysatryggingar aukin Boðið verður upp á leiðsögn með táknmálstúlki í hefðbundinni þriðjudagsgöngu í Viðey í kvöld. Fyrir göngunni fara Jónas Hlíðar Vilhelmsson og Iðunn Ása Óladóttir táknmálstúlkur frá Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Gangan hefst við Viðeyjarstofu um klukkan 19:30. Aukaferðir eru til Viðeyjar á þriðjudögum kl. 18:15 og 19:15. Kaffihúsið í eyjunni er opið til klukkan 22 þessi kvöld. Þriðjudagsganga með táknmálstúlki Vinnueftirlitinu hefur borist ábend- ing um að undanfarið hafi birst auglýsingar þar sem börn allt niður í 10 ára aldur bjóði þjónustu sína við barnagæslu. Vinnueftirlitið bendir á að vinna barna yngri en 13 ára sé almennt bönnuð og lágmarksaldur til að starfa við barnagæslu sé 15 ár. Þetta komi fram í reglugerð um vinnu barna og unglinga. Þar kemur fram að heimilt sé að ráða börn undir 13 ára aldri til að taka þátt í menningar- eða list- viðburðum og í íþrótta- eða auglýs- ingastarfsemi að fengnu leyfi frá Vinnueftirlitinu. Engin heimild sé til þess að börn yngri en 13 ára starfi við barna- gæslu. Börn yngri en 15 ára starfi ekki við barnagæslu Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Minkurinn er ekki algengur en hann er til í Reykjavík. Hann finnst helst í kringum ár, vötn og sjó,“ segir Guð- mundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar. Nú er genginn í garð sá árstími þegar minkurinn er sem mest sýni- legur í borginni og hafa sumir orðið varir við aukna umferð minka í Elliðaárdalnum. „Nú eru læðurnar að fara af stað með hvolpana og þeir eru mjög sýni- legir. Þeir passa sig ekki jafn vel á fólki og eru vitlausari. Þeir sjást mik- ið í lok júlí og í ágúst,“ segir Guðmundur. Minkurinn var fluttur til Íslands 1931 og fyrsta íslenska minkabúið var í Grímsnesi. Minkurinn er mein- dýr í náttúrunni og vargur í fugla- björgum og varplandi fugla. „Hann étur mest fisk og fugl. Það er enginn skortur á fæði hjá honum og nóg er af fugli t.d. við Elliðaárnar,“ segir Guðmundur. Minkurinn finnst víða Minkurinn er ekki friðaður og helstu veiðiaðferðirnar lengi vel voru að liggja yfir óðulum hans og skjóta hann með haglabyssu en gildruveiðar hafa færst mjög í vöxt á síðustu árum og gefið góða raun. „Í dag notum við helst gildrur og minkahunda. Ef hundurinn kemst í minkinn þá er hann ekki lengi að drepa hann. Við notum hundategund- ina Fox Terrier en gildrurnar eru hannaðar með það í huga að drepa minkinn. Hann er alltaf dauður þegar við finnum hann í gildru,“ segir Guð- mundur, en meindýravarnir Reykja- víkurborgar sinna svo ávallt kvört- unum inn á milli. Fyrsta minkaóðalið fannst við Elliðaárnar árið 1937, en í dag finnst minkurinn víða í borginni. „Aðalleitin að minknum fer fram á vorin þegar varpið byrjar hjá fuglum. Þá leitum við meðfram ám og vötnum. Svo finnst hann líka á eyjunum hérna í kringum borgina. Minkurinn sést á hverju ári í Reykjavík og við erum að veiða um 50-100 minka á hverju ári innan borgamarka,“ segir Guð- mundur, en hann segir tölu minka í Reykjavík vera óþekkta og að erfitt sé að reikna nákvæma tölu út. Hefur fækkað töluvert Þegar Guðmundur byrjaði hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar fyrir 20 árum veiddust margfalt fleiri minkar ár hvert. Talið er að minkum hafi svo fækkað töluvert undanfarin ár í Reykjavík. „Fyrstu árin vorum við að veiða í kringum 200 minka. Fjöldinn hefur svo verið svipaður seinustu árin og haldist í um 50-70 stykki seinustu 3-4 árin.“ Að mati Guðmundar er minkurinn kominn til að vera, en hann telur erf- itt að uppræta hann alveg þótt hægt sé að sporna við vexti minkastofnsins. „Minkurinn finnst út um allt land og ég trúi því ekki að menn nái að út- rýma honum á Íslandi,“ segir hann. Veiða hátt í hundrað minka á hverju ári Morgunblaðið/Arnaldur Reykjavík Um 50-100 minkar liggja í valnum í Reykjavík á hverju ári. Minkurinn (Mustela vison) er upprunninn í Norður-Ameríku. Fyrstu dýrin voru flutt til Evr- ópu á öðrum tug 19. aldar en fyrsta minkabúið í Evrópu var stofnað í Noregi 1927. Næstu ár og áratugi voru minkar fluttir til annarra landa í norðanverðri Evrópu. Minkar í Evrópu eru allir af- komendur minka sem hafa sloppið úr búum að undan- skildum þeim sem var sleppt í Rússlandi af ásettu ráði á ár- unum 1930-1950, til að búa til veiðistofn. Hefur slopp- ið úr búrum MINKURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.