Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Fataskápar í miklu úrvali Prófessor í Singapúr, Hooman Samani, hefur hannað tæki með rafrænar silíkonvarir sem eiga að gera aðskildum hjónum og öðrum ástföngnum pörum kleift að kyssast á netinu. Tækin eru tengd við tölv- ur með USB-tengjum og með nema sem skynja hreyfingu, þannig að þegar varirnar eru kysstar hreyfa nemarnir varirnar á hinu tækinu. „Höfuðatriðið er að flytja kraftinn, þrýstinginn og lögun varanna,“ hefur fréttastofan AFP eftir Sam- ani. Hann segir að sérstakt silíkon- efni hafi verið valið til að kossarnir verði sem raunverulegastir. Tækið hefur ekki enn verið sett á markað vegna „siðferðilegra álitamála“ og tæknilegra úrlausnarefna, að sögn Samanis. AFP Kossatól Hooman Samani með tækið sem nefnist „Kissenger“ á ensku. Sýndarkossar fyrir aðskilda elskendur SINGAPÚR Tugir manna hvaðanæva úr heiminum taka þátt í árlegri jólasveinaráðstefnu sem hófst í gær með fótabaði á Bellevue-strönd, um 24 kílómetra norður af Kaupmannahöfn. Á ráðstefnunni er fjallað um hagsmunamál jólasveina, álfa og ann- arra fylgisveina þeirra auk þess sem keppt er í ýmsum þrautum og íþróttum sem jólasveinum eru hugleiknar. Ráðstefnunni lýkur á fimmtu- daginn kemur. AFP Jólasveinar baða sig á árlegri ráðstefnu Að minnsta kosti 111 manns biðu bana og 235 særðust í 28 sprengjuárásum í nítján borg- um og bæjum í Írak í gær. Þetta eru mannskæðustu árás- irnar á einum degi í landinu í rúm tvö ár. Margir þeirra sem lágu í valnum voru liðsmenn öryggissveita sem virðast hafa verið helstu skotmörkin. Engin hreyfing lýsti árásun- um á hendur sér. Daginn áður hafði hreyfing sem tengist al-Kaída, Íslamska rík- ið Írak, tilkynnt að hún hefði hafið nýja sókn til að endurheimta landsvæði sem eru á valdi íraskra öryggissveita. „Meirihluti súnníta í Írak styður al- Kaída og bíður eftir því að samtökin snúi aftur,“ sagði leiðtogi hreyfingarinnar. Stjórnin riðar til falls Mannskæðum sprengjuárásum hefur fjölgað verulega í Írak á síðustu tveimur mánuðum og flestar þeirra hafa beinst að byggðum sjíta, ör- yggissveitum og embættismönnum. Íslamska rík- ið Írak hefur lýst mörgum árásanna á hendur sér. Talið er að markmið árásarmannanna sé að kynda undir úlfúð milli sjíta og súnníta og grafa undan ríkisstjórn sjítans Nouris al-Malikis for- sætisráðherra sem hefur riðað til falls vegna togstreitunnar. bogi@mbl.is Mestu blóðsúthellingar á einum degi í Írak í rúm tvö ár  Markmiðið talið að kynda undir úlfúð milli súnníta og sjíta og fella stjórnina Vaxandi togstreita » Blóðsúthellingarnar eru raktar til tog- streitu milli súnníta og sjíta og deilna sem gætu orðið til þess að Írak liðaðist í sundur. » Togstreitan hefur aukist frá því að síðustu bandarísku hermennirnir voru fluttir frá Írak í desember. Spennan magnaðist í desember þegar gefin var út handtökutilskipun á hend- ur súnníta sem gegndi embætti varaforseta og var sakaður um að stjórna dauðasveitum. Í rústum húss í bænum Taji. Einræðisstjórnin í Sýrlandi viður- kenndi í gær í fyrsta skipti að hún réði yfir efnavopnum og hótaði að beita þeim ef erlendar hersveitir réðust inn í landið. Tals- maður sýrlenska utanríkisráðuneytisins, Jihad Mak- dissi, lagði þó áherslu á að slíkum vopnum yrði ekki beitt gegn sýr- lenskum borgurum. Talið er að sýrlenski herinn eigi taugagas og sinnepsgas sem hægt væri að beita í eiturefnahernaði með Scud-eldflaugum og fleiri vopnum. Ríkisstjórn Ísraels hefur sagt að ekki sé hægt að útiloka inn- rás í Sýrland til að koma í veg fyrir að efnavopn komist í hendur óvina Ísraels ef sýrlenska einræðis- stjórnin fellur og glundroði skapast í landinu. SÝRLAND Stjórnin hótar að beita efnavopnum Jihad Makdissi Lyfjaónæmi er vaxandi vanda- mál í baráttunni gegn HIV- veirunni í mörg- um löndum Afr- íku sunnan Sa- hara, samkvæmt rannsókn sem birt var í lækna- tímaritinu Lan- cet. Rannsóknin leiddi í ljós að lyfjaónæmið hefur aukist mest í Austur-Afríku, eða um 29% á ári, og í sunnanverðri Afríku, um 14% á ári. Lítil breyting hefur hins vegar orðið á lyfjaónæmi HIV-veirunnar í Vestur- og Mið- Afríku og Rómönsku Ameríku. Lyfjaónæmi getur myndast ef HIV- smitaðir taka ekki inn lyfin reglu- lega og ef eftirliti með lyfjatökunni er ábótavant. ALNÆMI Lyfjaónæmi vaxandi vandamál í Afríku Alnæmi mótmælt í Washington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.