Morgunblaðið - 24.07.2012, Page 18

Morgunblaðið - 24.07.2012, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrrverandifjármála-ráðherra og sú sem nú vermir stólinn hafa verið í mikilli herferð á síðustu vikum til að reyna að sannfæra lands- menn um að fullyrðingar um af- rek í ríkisfjármálum og efna- hagsmálum styðjist við staðreyndir. Í þessu skyni hafa þau verið iðin við að túlka ný- lega birtan ríkisreikning og sumarspá Hagstofunnar sér í vil. Þessi spuni hefur á köflum gengið óhóflega langt og orðið að hreinum blekkingarvef. Eitt dæmi um þetta eru fullyrðingar um að hagtölur sýni að útlitið nú sé betra en það hafi verið áð- ur og þar með að meiri árangur hafi náðst en gert hafi verið ráð fyrir. Þetta á svo að staðfesta hvílíku grettistaki ríkisstjórnin hafi lyft þrátt fyrir erfiðar að- stæður. Dæmi um þennan spuna birt- ist í grein frá fyrrverandi fjár- málaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, þar sem hann segir: „Nú er spáð heldur meiri hag- vexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi.“ Stein- grímur heldur áfram og bendir á að Hagstofan spái nú 2,8% hagvexti, sem samkvæmt full- yrðingunni um að horfur hafi farið „jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi“ ætti að fela í sér að fyrri spár hafi verið lægri en 2,8%. Nú er það að vísu svo að tvær síðustu spár Hagstofunnar voru nokkru lægri, þ.e. spáin frá því í mars og nóvember sl. Sé horft aftar, sem er eðlilegt að gera þegar verið er að skoða nýju spána í samhengi við eldri spár, eru allar spár um hagvöxt fyrir árið 2012 hærri en nýjasta spá- in. Í fyrrasumar spáði Hag- stofan því að hagvöxtur í ár yrði 3,1%, sem er töluvert meiri vöxtur en spáð er nú. Sumarið þar á undan, árið 2010, var spáð enn meiri hagvexti á þessu ári, eða 3,4%. Nýja spáin sýnir þess vegna alls ekki að horfur hafi farið „jafnt og þétt batnandi hér“ og fullyrðingin um að spár um hagvöxt hafi farið hækk- andi er röng. Staðreyndin er því miður sú að þegar horft er á spár Hag- stofunnar um hagvöxt – og hið sama á raunar við um spár Seðlabankans – þá er engin leið að fullyrða að horfur fari batn- andi miðað við fyrri spár. Þvert á móti hefur verið haldið þann- ig á málum að spár um hagvöxt hafa ekki gengið eftir og voru þær þó mjög hóflegar miðað við það sem efnahagur landsins þarf á að halda. Þegar rýnt er í gegnum blekkingarvef spunamanna rík- isstjórnarinnar kemur því mið- ur alltaf í ljós sama dapurlega myndin um glötuðu tækifærin sem hafa kostað landsmenn fjölda starfa og betri kjör. Fullyrðing ráðherra um að spár um hagvöxt hafi farið hækkandi er röng} Spár og spuni Ekki þótti full-ljóst hve örv- andi innspýting nítjánda neyð- arfundar ESB myndi endast lengi. Fyrri neyðarfundir höfðu enst frá einum degi upp í viku. Eins og jafnan komu allir leiðtogarnir af fundinum sem sigurvegarar. Slíkir sigrar fel- ast ætíð í því að leiðtogar ein- stakra landa segjast, sigri hrós- andi, hafa gefið eftir minna af sjálfsforræði þjóðar sinnar í það sinnið en verstu spár höfðu ver- ið um. Á 19. neyðarfundinum var upplitið annað en oftast nær. Leiðtogar Frakklands, Ítalíu og Spánar „láku“ því, að í raun hefði þeim tekist að þvinga kanslara Þýskalands til að fall- ast á drjúgan hluta af þeirra til- lögum. Þess háttar úrslit koma svo sannarlega á óvart í sam- félagi sem kallað er Merkel drottning og dvergarnir (2)7. En nú er allt loft úr blöðrunni sem blásin var upp á þessum neyð- arfundi með því að kreista kanslarann. Grikkland virðist ekki eiga efnahags- lega langt eftir. Vaxtaálag á Spán hækkar sífellt þrátt fyrir magnþrungna björg- unaraðstoð. Markaðarnir skekj- ast nú illa og traust gufar upp. Þjóðverjum er ekki lengur skemmt. Hendurnar þrjár, sem slógu til Þýskalandskanslara, eru ekki lengur því höggi fegn- ar. En þess er enn minnst í Berlín. Sjálfsagt verður áfram reynt að bjarga þessari ólánsmynt, sem sannfærðir halda að sé ekki eitt af mörgum forgengilegum mannanna verkum, heldur und- ur, öllu öðru mikilfenglegra. Fari það muni friður úti vítt og breitt og áhöld um hvort lífið verði þá þess virði að lifa því. Minnir óneitanlega næstum á annan helgidóm, íslensk gjald- eyrishöft. Gestir hins brenn- andi hótels fresta sjálfsagt eitthvað sinni pöntun} Neyðarfundur 19 allur B arþjónninn á veitingastað Íslend- inga á Kanaríeyjum þekkti leið- ina að kviku gesta sinna. Þegar að borði hans komu íslenskir gestir sló brosi á andlit hans um leið og hann spurði með bjöguðum framburði á tungu gestanna: Jæja, er ekki alltaf nóg að gera í vinnunni? Þá kættust gestirnir, himinlif- andi með að maður þeim framandi skyldi sýna daglegum viðfangsefnum þeirra þennan áhuga. Jú, auðvitað var nóg að gera hjá púls- vinnufólkinu sem í skammdeginu var á suð- rænni strönd í fáeina daga að sækja sér yl í kropp og sól í sál og safna orku fyrir næstu vinnulotu. Sannarlega þarf fólk, hvert eftir sínu höfði, að finna jafnvægi milli vinnu, fjölskyldu, tóm- stunda og hvíldar. Auðvitað er brjálæði að fólk vinni kannski tíu til tólf stundir á dag. Því er rétt að gefa gaum málflutningi Öldu – félags um sjálfbærni og lýðræði sem í sl. viku sendi fjölmiðlum hugmyndir sínar um styttri vinnutíma. Lítum á málið: Alda vill stytta vinnuviku í 30 til 32 stundir á tveimur árum og tryggja að aukin framleiðni skili sér í fleiri frístundum án kaupmáttarskerðingar. Segir að á Íslandi vinni fólk samanlagt mun fleiri daga en gerist í Evrópulöndum, þar sem vinnudagurinn hafi gagngert verið styttur sl. ár. Slíkt liggi raunar beint við; sjálfvirkni og framleiðni skuli skila sér í minni vinnu en ekki atvinnuleysi. Þá vegi aðrir þættir í lífsgæðakapp- hlaupi þyngra en áður var; s.s. félagsleg tengsl, jöfnuður og umhverfisgæði. Hugmyndir þessar eru fallegar á blaði og líklega framkvæmanlegar t.d. í fram- leiðslugreinum. Raunar hafa verið tekin stór skref í þá átt sem Alda leggur til; vinnudagur er skemmri en áður og aðstæður og aðbún- aður vinnandi fólk þekkilegri en var. Því er niðurstaðan almennt sú að þetta sé allt í átt- ina. Ætli fjörutíu stunda vinnuvika, þar sem margir hafa t.d. sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á fjarvinnslu og svo framvegis, sé þá ekki hóflegur vinnutími; viðmið sem hentar launafólki og vinnuveitendum ágætlega? Góð- ur millivegur. En eru starfsfúsir Íslendingar áhugasamir um að hægja ferðina? Stundum er sagt að iðja sé auðnu móðir og víst er að mikil vinna, ef hún býðst, skilar góðum tekjum. Þá felst lífsfylling margra í vinnunni og því að sjá eitthvað liggja eftir sig. Sjálfs- myndin byggist beinlínis á því. Skemmri vinnudagur er góð hugmynd og vel gerlegt markmið í ákveðnum at- vinnugreinum, eins og að framan segir. Málinu verður þó ekki þokað áfram nema fyrir því sé góður hljómgrunnur og stemmning meðal launafólks, sem þá þarf að sækja á um kröfur sínar. Efast verður þó um að svo verði í bráð. Starfsgleði er Íslendingum töm. Og það kemur við hé- gómagirnd æði margra þegar í fjarlægu landi er spurt hvort ekki sé alltaf nóg að gera í vinnunni. Flestum finnst skemmtilegt að svara því játandi og brosandi. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Er ekki nóg að gera í vinnunni? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Misnotkun á litaðri dísil-olíu virðist hafa minnk-að stórlega eftir að að-gengi að olíunni var takmarkað og eftirliti breytt. Þannig fækkaði um helming brotamálum sem Ríkisskattstjóri afgreiddi á síð- asta ári og ekki hafa mörg mál komið upp á fyrri hluta þessa árs. Enn eru menn þó staðnir að misnotkun þess- arar undanþágu frá greiðslu olíu- gjalds. Um mitt ár 2005 var farið að inn- heimta olíugjald og kílómetragjald í stað þungaskatts. Olíugjaldið leggst á hvern seldan lítra af dísilolíu. Um leið var tekin upp sala á litaðri dísilolíu til að gefa þeim notendum sem ekki eru gjaldskyldir kost á að kaupa olíu án skatts. Þar er meðal annars um að ræða skip og báta, húshitun, vinnu- vélar og dráttarvélar í landbúnaði. Tugir staðnir að brotum Talsvert bar á misnotkun lituðu ol- íunnar þegar eftirlit Vegagerðar- innar og Ríkisskattstjóra fór að virka. Þannig voru 56 til 90 mál af- greidd á ári, til ársins 2010, og sekt- irnar námu 11 til 17 milljónir kr. Brotum fækkaði verulega á síðasta ári, þegar þau voru 42, eins og fram kemur á meðfylgjandi töflu. Ástæðan fyrir fækkun afgreiddra mála er að sögn þeirra sem stjórna eftirlitinu hjá Ríkisskattstjóra og Vegagerðinni aðallega sú að með breytingu á lögum sem tók gildi und- ir lok árs 2010 var aðgengi að litaðri olíu takmarkað. Menn geta aðeins keypt út á kennitölu sína og er við- skiptakortakerfi olíufélaganna virkj- að í þeim tilgangi. Ríkisskattstjóri getur því hvenær sem er aflað upp- lýsinga um kaup einstakra aðila til að kanna hvort eitthvað óeðlilegt er í gangi. Einnig kann það að hafa áhrif að akstur og olíunotkun hefur minnk- að og eftirlitið einnig. Reglubundið eftirlit Vegagerðar- innar á vettvangi er liður í öðru eftir- liti stofnunarinnar með stórum öku- tækjum, svo sem lestun, kílómetragjaldi og hvíldartíma öku- manna. Jóhannes Jónsson, starfs- maður Ríkisskattstjóra, segir að í upphafi hafi verið talið að mesta hættan hafi verið á misnotkun eigenda stórra ökutækja sem nota mikla olíu, enda væri mesti hvatinn til undanskots þar. Það hafi því kom- ið á óvart að flest brotin hafi verið vegna minni bifreiða, jeppa eða fólks- bíla til einkanota. Fyrir lagabreyt- inguna hafi menn getað tekið litaða olíu á bensínstöðvum án þess að gera grein fyrir sér. Aukatankar settir í bíla Sektir fyrir að nota litaða olíu í ólöglegum tilgangi eru frá 300 þús- und til 1.875 þúsund og fer fjárhæðin eftir stærð ökutækis. Nokkrir ein- staklingar eða fyrirtæki hafa verið staðnir að ítrekuðum brotum, eins og sést á töflunni. Ríkisskattstjóra er heimilt að tvöfalda sektina við ítrek- uð brot. Eigandi venjulegs einkabíls sem tekinn er í annað eða þriðja sinn getur því þurft að greiða 600 þúsund króna sekt í hvert skipti. Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa orðið varir við talsvert hug- myndaflug einstaklinga sem vilja komast hjá því að greiða olíugjald. Sævar Ingi Jónsson hjá vegaeftirliti Vegagerðarinnar segir að dæmi séu um að menn breyti bílum sínum og séu með tvo tanka og noti annan fyrir lituðu olíuna. Hann nefnir að eitt sinn hafi pallbíll verið stöðvaður og olía á tanki athuguð. Hún hafi verið í lagi. Eftirlitsmenn hafi þá tekið eftir dóta- kassa á pallinum. Þar hafi verið ann- ar stútur í tank fyrir litaða olíu sem reyndist vera aðaltankur bílsins. Tankurinn á hlið bílsins var þá aðeins til að villa um fyrir eftirlitsmönnum. Takmarkanir á að- gengi draga úr brotum Morgunblaðið/Ómar Lituð Dælurnar eru vel merktar og viðskiptavinir olíufélaganna geta auk þess ekki keypt sér litaða olíu án þess að gefa upp kennitölu. Sektir eru lagðar á þá sem staðnir eru að brotum á ákvæð- um laga um undanþágu á greiðslu olíugjalds. Sektirnar hafa flest árin verið í kringum 200 þúsund að meðaltali. Sekt minni bifreiða er 300 þúsund krónur og getur farið niður í 150 þúsund ef sýnt er fram á að lituð olía hafi ekki verið notuð í tvö ár eða lengur. 200 þúsund að meðaltali Misnotkun á litaðri dísilolíu Heimild: Ríkisskattstjóri 403mál hafa verið afgreidd samtals 332 komið einu sinni 28 komið fyrir tvisvar 11 komið fyrir þrisvar 4 komið fyrir fjórumsinnumeðaoftar Ár fjöldi sektarfjárhæð 2005 0 0 2006 67 0 2007 56 16.839.571 2008 90 16.157.196 2009 60 10.734.086 2010 84 16.935.429 2011 42 9.245.015 2012 4 1.603.727

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.