Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Nú er liðið ár síðan skrautlega söngkonan Amy Winehouse lést, en hún var aðeins 27 ára gömul. Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki yrði gerð mynd um líf söngkonunnar en þær vangavelt- ur fjöruðu fljótt út, eftir að faðir Amy, Mitch Winehouse, harðneit- aði að gefa leyfi fyrir slíku. Hann virðist þó hafa breytt um skoðun og ræddi í nýlegu viðtali um möguleika þess að gerð yrði mynd um Amy. Hann segir sér þykja miður ef kvikmyndagerða- menn hefðu líf Amy að gamanefni en engu að síður væri það óhjá- kvæmileg staðreynd að hun hefði verið eiturlyfjafíkill og drykkju- maður. Mitch Winehouse vinnur nú ásamt framleiðendunum Sala- am Remi og Mark Ronson að drögum að kvikmynd um dóttur sína. Mitch staðfestir einnig að útgáfa á ókláruðum og óútgefn- um lögum Amy Winehouse sé á döfinni. Kvikmynd um Amy Winehouse Reuters Amy Winehouse Skrautlegt líf og ferill söngkonunnar efni í kvikmynd. Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Þetta er gíf- urlega mikill heið- ur fyrir kórinn og mig að fá að taka þátt í þessari stór- kostlegu hátíð. En jafnframt er þetta stórt og krefjandi verkefni,“ segir Þorgerður Ing- ólfsdóttir, stjórn- andi Hamrahlíð- arkórsins, en kórinn heldur ásamt Þorgerði til Tórínó á Ítalíu á fimmtu- daginn til þess að taka þátt í kórahá- tíðinni Europa Cantat. Úrvalsæskukór Hamrahlíðarkórinn var valinn sem einn þriggja úrvalskóra til þess að taka þátt í flutningi á óratóríunni Le Laudi á aðaltónleikum hátíðarinnar. Le Laudi er síð-rómantísk óratóría eftir svissneska tónskáldið Herman Suter og textinn er sólarsöngur heil- ags Frans frá Assísí. Að sögn Þor- gerðar verða um 3.000 þátttakendur á hátíðinni, og koma þeir frá fjöl mörgum löndum Evrópu og víðar. Flutningur á Le Laudi verður sam- starfsverkefni þriggja kóra sem auk Hamrahlíðarkórsins eru æskukór Sviss og æskukór Ítalíu, ásamt sin- fóníuhljómsveit Tórínó, fjögurra ein- söngvara og drengjakórs. Stjórnandi er Simon Gaudenz frá Sviss. „Ég hef ekki unnið með honum áður en er spennt fyrir því þar sem mikið er látið af þessum manni, en hann vann m.a. ein virtustu stjórnendaverðlaun Evr- ópu árið 2009,“ segir Þorgerður. Nýstárleg viðbót í þjóðarfjársjóð Hamrahlíðarkór er einnig með nokkra aðra tónleika á dagskrá hátíð- arinnar, en á þeim verður flutt íslensk kórtónlist. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir íslensk tónskáld á borð við Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson og Mist Þorkels- dóttur. „Því má segja að við séum nokkurskonar menningarfulltrúrar Íslands,“ segir Þorgerður, og bætir við að „íslensk tónlist hefur vakið gíf- urlega athygli og þátttaka Íslands á hátíðinni í gengum árin hefur beint og óbeint stuðlað að útgáfu og flutningi á þessum verkum víða um heim“. Þetta er í ellefta sinn sem Hamrarhlíð- arkórinn tekur þátt í hátíðinni. Á efn- iskránni sem Hamrahlíðarkórinn flyt- ur í ár eru líka nýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Móðir mín í kví, kví og Bí, bí og blaka. Þess má geta að þess- ar nýju útsetningar verða frumfluttar á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. „Þetta eru nýstárlegar útsetn- ingar, og hiklaust mikill fjársjóður að fá sem viðbót við önnur íslensku þjóð- lög í raddsetningu fyrir blandaðan kór,“ segir Þorgerður. Þátttaka í hátíð á borð við Europa Cantat er ekki gefins, að sögn Þor- gerðar. „Kostnaðurinn í heild er nær 12 milljónir króna, en við berum hann sjálf. Nokkrir fyrrverandi kórfélagar sem eru foreldrar krakkanna sem skipa núna kórinn hafa lagt okkur lið með styrktarlínum og söfnun. Einnig hafa krakkarnir sjálfir staðið fyrir söfnunarátökum en jafnframt eru þau í einni eða jafnvel tveimur vinnum til þess að fjármagna ferð- ina,“ segir Þorgerður. „Þú getur rétt ímyndað þér útkomuna þegar það er búið að margfalda ferðakostnað, mat, gistingu og önnur útgjöld 62 sinn- um.“ Einstakur áhugi Þorgerður bætir þó að við þátt- takan sé einstakt tækifæri. „Áhugi þessa unga fólks á að taka þátt í metnaðarfullu verkefni á borð við Europa Cantat og auka víðsýni sína og kunnáttu, er gríðarlegur. Þetta er tækifæri fyrir kórinn til þess að hitta jafnaldra sína sem hafa svipuð áhugamál og taka þátt í því samstarfi sem söngurinn er,“ segir Þorgerður. Europa Cantat var haldin í fyrsta skipti árið 1961, og hefur verið haldin síðan á þriggja ára fresti. „Hug- myndafræði hátíðarinnar varð til upp úr lokum seinni heimstyrjaald- arinnar, en markmiðið með henni var að fólk gæti sungið sig saman í áttina að friðsamara samfélagi og unnið saman í friði að sameiginlegu mark- miði,“ segir Þorgerður. „Tónlistin og söngurinn er tungumál þess.“ Ákafi Félagar í Hamrahlíðarkór leggja tíma, orku og peninga í þátttöku á umfangsmikilli evrópskri kórahátíð. Hamrahlíðarkórinn meðal úrvalsæskukóra  Kostnaður við þátttöku í kringum 12 milljónir Þorgerður Ingólfsdóttir CHANNING Tatum MATTHEW McConaughey            VINNAN Á KVÖLDIN HEFUR ALDREI VERIÐ JAFN SKEMMTILEG! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D                       ÁLFABAKKA EGILSHÖLL VIP 16 16 L L L L L L 12 12 12 16 L L L 12 12TED kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:30 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D ÍSÖLD 4 ÍSLTAL kl. 5:40 3D ÍSÖLD 4 ENSKTTAL kl. 6 2D MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 6 2D KRINGLUNNI 16 L L L L 12 12 12 MAGIC MIKE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 2D LOL kl. 8 2D ROCK OF AGES kl. 10:10 2D SELFOSSI DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D LOL kl. 6 - 8 2D SAFE kl. 10:10 2D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 6 2D 16 16 12 AKUREYRI 16 L L 12 12 Madagascar 3 M/ísl.Tali kl. 6 3D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D LOL kl. 6 2D Dream House kl. 8 - 10:20 2D KEFLAVÍK 16 ÍSÖLD 4 kl. 5:50 2D UNDRALAND IBBA kl. 5:50 2D DREAMHOUSE kl. 10 2D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D MAGIC MIKE VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10 2D ICE AGE 4 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D ICE AGE 4 ensku.Tali kl. 8 - 10:10 3D ICE AGE 4 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D CHERNOBYL DIARIES kl. 10:30 2D ROCK OF AGES kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D SNOW WHITE kl. 10:20 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL kl. 1:30 2D FRUMSÝND 25. JÚLÍ TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á SAMBIO.IS STÆRSTA MYND ÁRSINS  EMPIRE  HOLLYWOOD REPORTER  KVIKMYNDIR.IS  SÉÐ OG HEYRT ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga lokað Sunnudaga lokað BaselTorino Lyon Verð áður 317.900 kr Pisa-Rín 2H2 Aðeins 189.900 kr *Takmarkað magn Roma 2+Tunga Aðeins 85.450 kr Verð áður 170.900 kr *Takmarkað magn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.