Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 12

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 12
150 HELGAFELL mistekizt, en þeir, sem íremur kusu aðra utanþingsstjórn, og þá helzt án „bjargráða“ og „velviljaðrar samvinnu af alþingis hálfu“. Auk þess hlýtur skrifleg atkvæða- greiðsla sem þessi ávallt að hafa þann ann- marka, að við verði komið beinum áróðri, eins og xmdir hverjar aðrar kosningar, og þó öllu háskalegri, þegar ,,kosningabarátt- an“ er háð eins einhliða, svo sem hér var gert. 4. Það er opinbert leyndarmál, þótt rit- stjóra Jarðar kunni að hafa dulizt það til þessa, að gamall og reyndur stjórnmála- maður og flokksforingi stóð að atkvæða- greiðslunni með honum og kepptist við að hafa áhrif á hana. Helgafell hafði öruggar spurnir af þessu þegar í janúar, en síðar hnigu að því fleiri rök, svo sem fregnir af leynilegum áróðri þessa þjóðmálamanns í kjördæmi hans og víðar, fyrir atkvæða- greiðsluna, ályktanir hans af úrslitunum í málgagni hans, víðlesnu félagsriti bænda, og loks ummæli í svonefndu „hirðisbréfi“ í vor, þar sem hann telur atkvæðagreiðslu Jarðar hafa orðið sér slíka opinberun, að hún hafi ráðið úrslitum um það pólitíska andlitsfall, sem á sér megi vænta að sinni. Það er nokkuð almenn tilgáta, að fyrir þessum árvakra umsvifamanni hafi vakað að geta skýrt úrslitin á þá Iund, að kjós- endur úr þeim stjórnmálaflokki, sem hann veitir nú misþakkaða forstöðu, gætu enn um hríð vcrið án þess meðlætis, að fyrrv. forsætisráðherra flokksins settist í valda- stól að nýju. Því er það sjálfsagt alls ekk- ert handahóf, að öll fimm könnunarsvæð- in í sveitunum voru velmetin Framsókn- arkjördæmi og þrjú þeirra uppland hafn- ar, þar sem formaðurinn hefur nú leitað þrautalendingar. Þó sker það alveg úr um náin venzl þessa þjóðskörungs við atkvæðagreiðsluna, að skömmu eftir boðun hennar gekk hann oftar en einu sinni á fund ráðherra í hinni nýmynduðu utanþingsstjórn, og mæltist til peningahjálpar úr ríkissjóði til að standa straum af atkvæðagreiðslu Jarðar. Þessi málaleitan fékk fálegar undirtektir í þau skipti, sem Helgafelli eru kunn, enda urðu fyrir svörum heiðvirðir menn og háttvísir. Ég hirði ekki um að láta síra Birni í té fyllri upplýsingar að sinni, en hann ætti að hafa tal af þessum huldumanni, áður en hann lætur Jörð sína bera á móti þessu. FYLGIMÁL * fyrra sumar eerðu FULL VELDISIN S ^eir stjórnmalaflokk- ar, sem að breytingum á kjördæmaskipuninni stóðu, stofnun lýð- veldis á íslandi þá þegar að eins konar fylgimáli þeirra breytinga, þótt ekki yrði af fullum efndum. Nú virðist vel til fallið, að gerð yrði að fylgimáli lýðveldis- stofnunar á næsta ári sú lokalausn kjör- dæmamálsins, að allt landið verði eitt kjör- dæmi. Enginn vafi er á því, að togstreitan um hin einstöku kjördæmi er að mestu undirrót þess öngþveitis, sem einkennt hef- ur störf alþingis að undanförnu, og mun þetta þó sannast betur síðar, ef ekki verður að gert, þegar alþingi verður innan skamms að taka til gagngerðrar úrlausn- ar hin stórfelldustu vandamál í atvinnu- og félagslífi allrar þjóðarinnar. Hlutfalls- kosningar þær í tvimenningskjördæmum, sem upp voru teknar í fyrra, hafa enn auk- ið á þessa togstreitu og ófarnað þann, sem af henni leiðir. T. d. um þetta mætti e. t. v. benda á línurit það í grein Jólianns Sæmundssonar hér að aftan, sem manna á meðal hefur verið nefnt Ingólfsstytt- an. — Breytingarnar á kosningalöggjöf- inni í fyrra voru þó mikil réttarbót þeim flokkum, sem áður höfðu farið mjög á mis við fulltrúa í hlutfalli við kjósendafjölda. Þess vegna má, því miður, búast við því, að þeir flokkar sætti sig við áorðnar breyt- ingar að sinni. Frumkvæðis um þá aðkall- andi lokalausn, sem að framan getur, væri því máski helzt að vænta af Framsóknar- flokknum, af ýmsum ástæðum. Ætli flokk- urinn sér að hafa forustu um skynsamlega nýskipan landbúnaðarins og þá jafnframt raunhæfa lausn rafveitumálsins, hlýtur honum að vera alveg sérstök nauðsyn að losna við þær hömlur, sem ótti við afstöðu fárra kjósenda i fámennum kjördæmum eða einstökum héruðum þeirra hlýtur að hafa í för með sér. Auk þess mun sú skoð- un vera töluvert almenn í þeim flokki, að einstök kjördæmi kunni að liggja lausari fyrir nýauknu fjármagni einstaklinga og fyrirtækja hér eftir en hingað til. Og loks er augljóst, að hver sá flokkur, sem beitir sér nú fyrir fullnaðarlausn þessa víðtæka velferðarmáls, hrindir um leið rækilega af sér því ámæli, að hann beri ekki hag allr- ar þjóðarinnar jafnt fyrir brjósti. M. Á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.