Helgafell - 01.04.1943, Síða 27

Helgafell - 01.04.1943, Síða 27
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 163 lega þrifizt vel í Molda-Gnúpsættinni. í Landnámabók eru tilfærð vísuorð eft- ir Vémund, föðurbróður Hafur-Bjarnar, og bróðurdætur hans, Geirný á Mos- felli og Rannveig á Hjalla, eignuðust báðar sonu, sem hirðskáld urðu. Þótt engin einstök saga fjalli sérstaklega um Molda-Gnúp og afsprengi hans má ráða af landnámsfrásögninni um hann, að allmikil sagnfesta hafi verið í ætt- inni. Má mikið vera, ef mannfæð og strjálbýli Reykjanessins til forna á ekki drjúgan þátt í því, að þar var engin héraðs- eða ættarsaga skráð, þá er sagnaritun hófst. HringferÖinni frá Vaði í SkriÖdal vestur og suÖur um land er lokið. Ferða- lag það hefur boriÖ undraverðan árangur. í ljós hefur komið, að sagnfesta, skáldskapur og sænsk-baltiskur smekkur í skrautgripagerð eSa skrautgripa- vali hljóta að vera samofnir þættir í menningu einstakra ætta og héraða í heiðni. Ég skal fúslega játa, að það er fyrirfram ólíklegt, að svo fjarskyldar menningargreinar sem hér um ræðir hafi haldizt í hendur. Hér er ekkert und- anfæri. Förum hringferðina aftur til baka. Þá má enn ljósar sjá, hvernig mál- ið horfir. ViS komum að Ljárskógum, heimkynni Þorsteins Kuggasonar. Svo sem SigurÖur Nordal hefur bent á, mun hafa veriÖ til af honum sérstök saga. Umhverfis Ljárskóga búa hvarvetna söguhetjur Laxdælu. Hér hafa og gerzt hinar glötuðu sögur ÞórSar gellis og Þorgils Höllusonar, en um frændlið Hvammverja í Helgafellssveit fjalla Eyrbyggja saga og Víga-Styrs saga. Um skáldskapinn í þessum byggðarlögum þarf ekki að orðlengja. Ur DýrafirSi er sagan um skáldið Gísla Súrsson, og er Haukadalur höfuðsagnavettvangur þar. Við söguna koma mjög börn Vésteins austmanns, Auður og Vésteinn. Vert er að geta þessa sérstaklega, því að í Landnámabók er sagt, að ,,mikil saga“ sé af Vébirni Sygnakappa, föðurbróður þeirra. Hann nam land vestan- vert við DjúpiÖ, í nágrenni við frændurna Snæbjörn í VatnsfirSi og Helga Hrólfsson. Til DjúpbyggSanna ber að telja HávarSar sögu og FóstbræSra sögu, og þar bjuggu á söguöld fjögur nafngreind skáld: Völu-Steinn, Þor- móður Kolbrúnarskáld, Hávarður halti og Ólafur bjarnilur. MeS heldri skáld- skaparhéruðum landsins hafa því sveitirnar við DjúpiÖ vestanvert verið, þótt engan samjöfnuÖ standist þær um skáldafjölda við umhverfi TannstaSabakka, Hrútafjarðar- og MiSfjarSarbyggÖir. ÞaSan eru Kormáks saga, Grettis saga °g Bandamanna saga, auk þáttanna af Oddi Ófeigssyni og skáldunum Hró- niundi halta í Fögrubrekku og Hrafni HrútfirSing. Þegar Vatnsdalnum sleppir með sögunum tveim af Ingimundarætt og HallfreSi, er varÖveittu minningar um smálíkön forfeÖranna, liggur leiðin yfir svo að segja sagna- og skáldalaus héruð, þar til komiS er að Eyrarlandi 1 EyjafirSi. Nú blasir við sannkallaS skáldahérað. Úti á ströndinni bjó Hall- steinn Þengilsson, en í innsveitinni Víga-Glúmur, Vigfús sonur hans, Eyjólf- ur ValgerSarson og Einar sonur hans, hjónin Eilífur GuSrúnarson og Þórdís skáldkona, og Brúsi Hallason. Hér gerist Víga-Glúms saga, og um EyfirÖ-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.