Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 28

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 28
164 HELGAFELL ingakyn, niðja Helga magra, fjalla auk Kennar að meira eða minna leyti Ljósvetninga saga, Reykdæla saga og Valla-Ljóts saga. í Eyjafjarðarsveit hefur gerzt hin týnda Esphælinga saga. Kvað þar hafa verið mikið rætt um Þórð Hrafnsson á Stokkahlöðum. Hann var þriðji maður í beinum karllegg frá Þóri snepli að Lundi. Um Þórarin, son Þórðar, er sérstakur þáttur, sem fylgir Ljósvetninga sögu. Má segja, að bæði Ljósvetninga saga og Reyk- dæla saga hefjist með frásögnum af dætramönnum Þorkels hins svarta. En hann var afi Þórðar á Stokkahlöðum og sonur Þóris snepils. Á þessi kyn- kvísl að vera komin frá Hrafnistumönnum, svo sem Mýramenn. Hefur óvenjulega mikil sagnfesta verið í ættbálk þeim, og má óhætt telja niðja þeirra Þóris snepils og Helga magra mestar sagnmenntaættir á Norðurlandi austan Vatnsdals. Af mývetnsku landnámsmönnunum, Þorkeli háa og Geira austmanni svo og niðjum þeirra, hafa farið allmiklar sagnir. Reykdæla saga, Víga-Glúms saga og Laxdæla saga bera því vitni. Nú dregur aftur að leiðarlokum. Við yfirgefum hinar þingeysku og ey- firzku sögusveitir með sínum mörgu austrænu gripum og höldum til Fljóts- dalshéraðs. Ennþá einu sinni erum við komnir í sögusveit, sem vert er um að tala. Héðan munu runnar Droplaugarsona saga, Brand-Krossa þáttur, Hrafnkels saga og Saga Gunnars Þiðrandabana. Hér á slóðum hefur Þiðrandakynið öðrum ættum framar sett svip sinn á menntalífið allt frá landnámsöld. Dæmi Þiðrandaniðja um það, hvernig ætt hefur lagt undir sig austfirzka fornsögu, varpar skarpri birtu á einn af helztu þáttum íslenzkrar fornmenningar. Einstakar höfðingjaættir hafa sérstaklega mikinn áhuga fyrir ljóðagerð og sagnageymd. Að sjálfsögðu hafa minningar um forfeður þeirra sjálfra setið í fyrirrúmi. Af sagnavali fornrita okkar getum við markað, hverjar ættir þessar voru. Það eru ættirnar, sem leika höfuðhlutverkin á sögusviðinu. Auðvitað er ekki þar með sagt, að þær hafi verið riðnar við mikilfenglegri eða minnisverðari viðburði en margar aðrar kynkvíslar, sem nú eru að mestu eða öllu gleymdar. Varla verður það véfengt með rökum, að austrænn smekkur og tízka hefur í heiðni einkum verið ríkjandi í helztu sagna- og skáldahéruðum landsins. Ég læt það liggja á milli hluta, hvort hinir sænsk-baltisku gripir hafi verið heimaunnir eða aðfluttir. Það atriði skiptir ekki miklu máli í þessu sambandi. Kjarni málsins er sá, að austrænn listasmekkur hefur hlotið að vera eitt af höfuðsérkennum hinna stóru skáldaætta. Ég hef áður sýnt fram á, að skáldmenntin hefur hingað borizt með frjósemisdýrkendum. Nú hefur ennfremur komið í ljós, svo ekki má um villast, að minjar í sögnum og örnefnum um Freysblót eru nær undantekningarlaust bundnar við nágrenni fundarstaða austrænu gripanna. Allra mikilvægust er þó ef til vill sú staðreynd, að flestir gripirnir eru fundnir í nágrenni við bústaði þeirra landnámsmanna, sem berlega eru austmenn kallaðir eða taldir vera af aust-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.