Helgafell - 01.04.1943, Page 32
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON:
Hörpuskel
Ég man, hvað ég gladdist og fór um f)ig fagnandi höndu
i fyrsta sinn,
afdaladrengur ókunnur sævarins ströndum,
alinn vii5 fjallsins kinn,
er þú varzt mér táknið frá djúpsins dunandi söndum
og dýrgripur minn.
Hvað snerti það mig, þó að rökkvaði meira og meira
af myrkri og snæ?
Ei dýrðlegri hafnið fékk mennskur maður að heyra
né mændi yfir hlárri sæ
j kvöldvökulok, — er ég lagði þig mér að eyra
í litlum bæ.
Hvort vissuð þér nokkurn, sem heilsaði hvítari deoi
úr húmsins gröf,
og hvar er sá maður, er stýrt hafi stoltara fleyi
um\ stærri og voldugri höf,
— hver hlaut slíka skyggni á úthafsins víðu vegi
í vöggugjöf?
Og Lorelei djúpsins, er gullhár um sólarlag greiðir,
varð mtn,
öll sæfarans gleði á þvi hafi, sem hrynur og freyðir,
því hafi, sem speglar og sk'tn.
Og trúið þér mér! Ég fór einn um þess óraleiðir
úr allra sýn.