Helgafell - 01.04.1943, Side 36

Helgafell - 01.04.1943, Side 36
172 HELGAFELL undir höfði og lét fara vel um sig. En ég sat við stofuborðið með orðabók og version og þuldi allan daginn og var orÖinn dauðþreyttur að kvöldi. — Eitt sinn bar það við, að Magnús Andrés- son, þá biskupsskrifari, kom að finna Þorbjörgu og leit þá inn til okkar. ÞiS hafiÖ þaS náðugt hérna, segir Magnús. MaSur er að reyna að gera sig ekki að neinum meinlætamanni, svarar Ein- ar. Ég býst hvort sem er ekki við að verða nokkurntíma hafinn uppí postullega tign. En það er nú ekki mik- ið næði í þessum djöfuls prófum, þó að maÖur sé að reyna að hafa það. Einar var mikill námsmaSur, fljót- ur að læra og vandvirkur um lestur og bar gott skyn á þaÖ, hvort hann vissi eða vissi ekki. Mér virtist allar náms- greinar liggja álíka fyrir honum, að einni undanskilinni. ÞaS var landa- fræði, og hana las hann heldur aldrei. Daginn áður en við áttum að ganga til lokaprófs í þessari námsgrein uppúr fjórða bekk, vissi Einar í raun og veru ekkert í henni, hafði jafnvel ekki hug- boð um alkunnustu atriði hennar. Þeg- ar við förum að líta í bókina daginn fyrir prófið, spyr hann mig: HvaSa land er stytzt í landafræðinni ? ÞaS er víst Sviss, svara ég. Blessaður farðu í gegnum Sviss með mig ! segir þá Einar. Ég gerði það, og Einar var enga stund að gleypa í sig Sviss, því að ekki vantaÖi gáfurnar, kannski. SíSan hlýddi ég honum yfir greinina. Hann stóð sig uppá 6. AS þessari prófun lok- inni segir Einar: Ég sfcal koma upp í Sviss. Hvernig skyldi hann nú fara að því ? hugsaði ég. Daginn eftir göngum við saman uppí skóla til prófsins. Þegar við komum inní skólaganginn, eru þar margir pilt- ar fyrir. Þar að auki hittist svo á, að landafræÖikennarinn, Benedikt Grön- dal, gekk rétt í því eftir ganginum. Þá tekur Einar einn piltinn undir hönd sér og gengur arm í arm við hann á eftir Gröndal, næstum upp við bakiÖ á hon- um, og segir við piltinn svo hátt, að Gröndal myndi heyra: Ég er alveg vitlaus í landafræÖinni nema ég komi uppí Sviss. Einar vissi, að Gröndal var mesta góðmenni og langaÖi ekki til, að nem- endur hans stæðu á gati. Nú gengur Einar upp til prófsins, og þar fer allt einsog hann vænti. Grön- dal tekur hann upp í Sviss, og Einar fær 52 fyrir frammistöÖuna. En ég, sem kunni alla landafræðina, fékk 51. Einar stóð sig venjulega vel á prófum og var afskaplegur examinationskjaft- ur. Kennararnir virtust hafa hálfgerð- an beyg af honum, og sumir þeirra sýndust hafa horn í síðu hans. Einar bar sig þó upp við mig undan því, að hann væri feiminn. Benedikt faðir hans kvartaði líka undan feimni. Kynning mín við Einar Benediktsson varð til þess, að mér þótti alltaf síÖan vænt um hann. Sérstaklega dáðist ég að hjartagæzku hans. Hann var allra manna hjálpsamastur og horfði ekki í að gefa sinn síÖasta eyri, hvenær sem hann vissi, að einhverjum lá á. Hann gerði aldrei háð að skólabræðrum sín- um, sem miður stóðu sig, og var það þó nokkuð tíður löstur í skóla á þeim tímum. Einar gerði sér mjög far um að hjálpa þeim og var alltaf boðinn og búinn að veita þeim alla þá aÖstoÖ, sem hann gat af hendi látið. MislingaáriS 1882 var ekki haldið vorpróf í skólanum, vegna þess að margir skólapiltar lágu þá veikir. Var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.