Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 38

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 38
174 HELGAFELL sæti sínu og hleypur útað glugganum og segir: Hvað er þetta ? Er Einar Benedikts- son nú orðinn vitlaus ? Utiá blettinum gefur að líta Einar Benediktsson, að mestu nakinn niðurað mitti og flýgst þar á við stóran hund, sem hafði orðið innlyksa í skólanum af útlendu skipi. Einar þrífur til hunds- ins og kastar honum aftur og aftur í loft upp, en fleygir sér þess á milli á grúfu, krafsar höndunum niðurí jörð- ina og lætur sem hann bíti gras og æp- ir og gargar hástöfum. Sigurði verður starsýnt á þessi við- undur litla stund, einsog honum gleym- ist allt annað, og snýr þá baki að pilt- inum. En á meðan gerist sá atburður fyrir aftan hann, að einn af færustu handboltamönnum skólans sendir kúl- unni innum hurðargatið, prófsveinninn fær gripið hana á lofti, flettir henni hljóðlega sundur, skrifar upp dæmið og afhendir Sigurði blaðið eftir hæfilegan tíma. Dæmið var hárrétt reiknað. Þess- um nemanda var ekki hægt að gefa minna en ,,ágætlega“ fyrir afrekið. En nú háttaði svo til um kennaralið skólans, að Eiríkur Briem hafði um veturinn kennt reikning í þriðja bekk og var því ekki ókunnur leikni piltsins í meðferð á tölum. Hann kvað það augljóst, að nemandinn ætti ekkert í þessum útreikningi. En þeirri fullyrð- ingu var mótmælt af öðrum og það nefnt til sönnunar, að hér hafi ekki verið hægt að koma við svikum. Við sjáum það nú bráðum, svarar Eiríkur. Þá er próf hófst í munnlegum reikn- ingi, gerir Eiríkur piltinum þann greiða að prófa hann nú í sama dæminu, sem hann hafði reiknað svo snilldarlega á pappírinn. En þá skiptir svo um, að pilturinn veit varla upp né niður í neinu. Þó minnir mig hann fengi 2 fyrir frammistöðuna. Þótti nú auðsætt, að hann hefði ekki reiknað dæmið sjálfur á skriflega prófinu. Mun Ei- ríkur hafa kært þetta fyrir rektor, og tókust nú bollaleggingar um að gera skriflega prófið að engu. En hér stóð sá málum nærri, sem ekki var lamb að leika sér við. Magnús Stephensen, er þá var amtmaður yfir Suður- og Vestur-amtinu, var náinn ættingi piltsins. Ef ónýtingu hefði ver- ið skotið til stjórnarvaldanna, mundi Magnús hafa ráðið þeim úrskurði. Þess í stað var horfið að því ráði að leggja saman 52 og 2. Það urðu 72. Svo var þeirri tölu deilt með 2, og pilturinn hlaut 32 fyrir reikningskunnáttu sína. Prófinu lauk svo, að hann varð okkur samferða uppí 4. bekk. Hjálp Einars Benediktssonar hafði ekki misst marks. Eitt dæmi er mér sérstaklega minn- isstætt um samúð Einars með þeim, sem hann taldi illa stadda. Það var einhverntíma á sýslumanns- tíð Einars í Rangárvallasýslu, að hann kom ríðandi til Reykjavíkur. Fór hann af baki hesti sínum hjá Lækjarkoti og átti þar tal við kunningja sinn. Þá var dagur að kvöldi. Þar stóð hjá þeim drengur um tíu ára aldur, ósköp ves- aldarlegur og fátæklega til fara og gón- ir framaní Einar, hvert sem hann vík- ur sér. Einari leiddist þetta fákalega gláp drengsins og segir: Á hvað ertu alltaf að góna, drengur ? Farðu heimtil hennar mömmu þinnar að hátta! Drengurinn fór ekki, en hvarflar nokkur skref frá Einari og til hans aft- ur og heldur áfram að góna framaní hann, þó með engri ertni né áleitni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.