Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 41

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 41
EINAR BENEDIKTSSON 177 einn þeirra, sem naut hispursleysis Ein- ars í umtali: Þegar þessi andskotans hálfhringur kemur út á morgnana, þá hverfur allt vit frá mönnum og dýrum í tíu mílna fjarlægð. Dýrin þekkja ekki lengur heimkynni sín, og enginn maður veit, hvað rétt er eða rangt og allur mórall þornar upp úr hjörtunum. ,,Hálfhringurinn*‘ mun stíla að því, að Jón Magnússon sveigðist nokkuð útí aðra hliðina, þegar hann gekk. Það var ein af snilligáfum Einars að vera laginn á að koma sér í kynni við menn og vekja um sig hrifningu. Tvær sögur um hann af því tagi hafa orðið mér minnisstæðar, báðar sagðar mér af sjónar- og heyrnar-vottum. Onnur gerðist á hóteli í Kaupmanna- höfn. Þar sátu nokkrir íslendingar við borð utarlega í veitingasal hótelsins, en innst í salnum sat ókunnur maður, einn sér, fyrirmannlegur, en fremur súr á svipinn, og drakk úr púnsglasi og reykti. Þá kemur Einar Benediktsson inní salinn og sezt hjá löndum sínum. Hann kemur fljótlega auga á manninn við púnsglasið og er alltaf að gefa hon- um gætur. Loksins spyr hann íslend- ingana nokkuð hljótt: Þekkið þið þennan mann ? Þeir voru kunnugri á hótelinu en Einar og höfðu komist á snoðir um, að þetta var stórríkur Englendingur, sem var á einhverri spekulationsferð í Kaupmannahöfn, en meira vissu þeir ekki. Jafngott er, þó að maður heilsi uppá naungann, segir Einar og gengur til hans, heilsar honum og kynnir sig. Hinn tekur mjög dræmt kveðju hans °g lítur varla upp frá púnsglasinu. ís- lendingunum frammi í salnum lízt ekki a> að Einar ætli að hafa miklar sæmdir af þessu ferðalagi. Þeir sjá þó, að hann gefur sig á tal við manninn, en heyra ekki, hvernig orð féllu milli þeirra. En smátt og smátt tekur að færast líf í Bretann. Hann veitir þessum glæsi- lega gesti æ meiri athygli, enda var nú sem tal Einars hefði snúizt uppí ræðu. Andlitið á Englendingnum glaðnar allt upp og geislar að lokum af áhuga. Hann tekur upp hjá sér vasabók og skrifar eitthvað í hana með mjög mikl- um spenningi. Þar kemur að lokum eftir all-langar viðræður, að Einar kveður Bretann og snýr til móts við landa sína. En þegar hann kemur framá mitt gólf, stingur hann skyndilega við fæti og snýr aftur til Bretans og segir: Eftir á að hyggja! Það væri betra, að ég hefði svolítið af peningum til að byrja með, áður en ég fer að hefja við- ræður um þetta. Ég verð að fá svona 500 pund. Well! svarar Englendingurinn og skrifar ávísun uppá 500 pund á banka í Kaupmannahöfn. Einar tekur við ávísuninni og þakkar fyrir. Síðan kveðjast þeir. Einar gengur aftur til íslendinganna og segir: Það hefur oft gengið erfiðar en í þetta sinn. Hin sagan gerðist líka úti í Dan- mörku. Svo bar við, að tiginn Bandaríkja- maður, sem verið hafði sendiherra í Kaupmannahöfn, var að leggja af stað heim til sín með stóru skipi. í tilefni af brottför hans var mikil viðhöfn, og fylgdi honum margt stórmenna á skipsfjöl. Þá ber Einar Benediktsson þar að, sem skipið bíður burtfarar í höfn. Hann sér hið tigna föruneyti og spyr, hvað hér sé um að vera. Það er ameríski sendiherrann í Kaupmannahöfn að fara heim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.