Helgafell - 01.04.1943, Síða 42

Helgafell - 01.04.1943, Síða 42
178 HELGAFELL Ætli maður megi koma uppá skipið ? spyr Einar. Jú. það var leyfilegt. Einar fer svo um borð og tekur þar menn tali. Eykst þar orð af orði, og fleiri og fleiri áheyrendur dragast að Einari. Loks er tal hans orðið að ræðu, sem allir hlusta á með sólginni athygli. Skipast þarna um Einar heil skjald- borg, og horfa allir á þennan fríða og skarplega mann og hlýða í hrifningu á þessa vængjuðu mælsku, sem streymdi fram með hljómþýðum bassarómi. Ein- ar Benediktsson var allt í einu orðinn tignasti maður skipsins. Hinir gleymd- ust allir. Einn af þeim, sem horfðu á þetta at- vik, var Jón Proppé, fyrrum kaupmað- ur í Ólafsvík. Og hann sagði mér sög- una. En sú var skuld á mælsku Einars Benediktssonar, að honum hætti við að tala einsog sá, sem valdið hefur, um efni, er hann hafði litla eða enga þekkingu á. Svo var til dæmis, þegar hann átti eitt sinn tal um efnafræði við Trausta Ólafsson. Einar talaði af fljúg- andi mælsku, en Trausti hlýddi þegj- andi og þóttist finna, að skáldið botn- aði ekkert í því, sem hann var að segja. En auðvitað glömpuðu alltaf gáfuleiftr- in innanum. Einar var oft fljótur að afla fjár, en líka fljótur að verða af með það. Auður var honum í raun og veru aska. Það var oft, að hann spurði ekki, ef einhver gerði honum greiða, hvað það kostaði, heldur fór hann þegjandi niðurí vasa sinn og fékk manninum svo og svo mikið af peningum. Eitt sinn kom hann á skipi til Ólafsvíkur og var þá að rannsaka mómýrar fyrir eitthvert félag- ið, sem hann hafði þá stofnað. í Ól- afsvík var í þann tíð engin bryggja, og tíðkaðist að bera farþega í land úr flutningsbátum. Einhver Ólsari varð til þess að bera Einar. Þegar Einar var kominn af baki manninum í fjörunni, fór hann niðurí vasa sinn, tók þar upp fúlgu af bankaseðlum og rétti að hon- um. Á skólaárum sínum var Einar heilsu- veill og oft svo illa á sig kominn, að hann gat ekki sótt tíma dögum og vik- um saman. Hann gekk með lungna- berkla og fékk stundum blóðspýting. Minnir mig hann yrði að taka sér hvíld frá námi í eitt ár, meðan hann var við háskólann. Svipað þessu var heilsu minni farið. Ég hafði blóðvott í hráka á hverjum morgni og fékk þreytuverk undir herða- blöðin, einkum hægramegin, af að sitja á skólabekkjunum. Ég varð að lesa standandi og uppfyrir mig til þess að oftaka mig ekki. Þá báru læknar ekk- ert skyn á berkla, og engrar hjálpar var að vænta af þeirra vísindum. Mörg- um árum síðar lét ég lækni hlusta mig. Hann fann mikið ör í lungunum eftir gamalt berklasár. Það var því um mig einsog Einar Benediktsson, að langstundum saman hafði ég ekki heilsu til að sitja í tím- um. En kennararnir töldu þetta skrópa og lögðu á okkur óþokka. Jón rektor sagði einu sinni eftir bænir í áheyrn alls skólans: Þeir ættu að hætta að stúdera, hann Einar Benediktsson og hann Árni Þór- arinsson. Þeir sjást svosem aldrei í skólanum. Alténd á prófum, svarar Einar. Ég veit ekki betur en við tökum alltaf miðsvetrar- og vor-próf og það með fyrstu einkunn. Þá setti rektor hljóðan. Fimmta og sjötta bekk lásum við ut- anskóla á einu ári, kennaralaust. Það var þess vegna ekki við því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.