Helgafell - 01.04.1943, Page 53

Helgafell - 01.04.1943, Page 53
BÓKASÖFNUN OG BÓKAMENN 189 tækur með barnahóp safnaði Jón Borgfirðingur íslenzkum bókum og blöð- um, pésum og hverju því prenti íslenzku, sem hann komst yfir, einkum því, er hann vissi fágætt. Mörgum handritum kom hann í höfn, keypti þau og kom þeim í safn. Fjölmörgu slíku barg hann frá glötun, og af fátækt sinni galt hann upphæðir, sem hann gat trauðlega án verið, fyrir torfengna bók eða pésa. Þótt efnahagur hans væri ekki slíkur, að hann gæti komið upp verulega stóru bókasafni, var margt merkilegt saman komið í safni hans. Var Jón Borgfirðingur mjög þarfur maður við það starf að bjarga íslenzkum merkisbókum frá tortímingu, enda vann hann fram á elliár að bókasöfnun. Jón Þorkelsson, rektor latínuskólans, mun hafa átt stærst bókasafn hér búsettra manna á 19. öld, en allmikill hluti þess voru útlendár bækur, og bar þar einkum mikið á hinum rómversku og grísku höfundum. í safni hans var einnig mjög margt fágætra íslenzkra bóka, en ekki virðist þó rektor hafa safnað íslenzkum bókum markvisst, nema málfræði. Átti hann hið ágætasta safn orðabóka og íslenzkrar eða norrænnar málfræði og málfræði annarra tungna, sem íslendingar höfðu gefið út. Bókasafn þetta var selt á uppboði nokkru eftir aldamót (1909), og hygg ég, að flest betri bókasöfn hér, opin- ber og einstaklinga, eigi fleiri eða færri bækur úr því búi, og sumar þeirra eru þær, sem þar þykja einna merkilegastar. Hafði þessi merkilegi iðjumaður talið línur í mörgum hinna íslenzku bóka og skrifað línufjöldann við 5. eða 10. hverja línu á spássíur bókanna. Gjörði hann þetta vegna tilvitnana í þær, um leið og hann orðtók þær. Séra Þorvaldur Bjarnason á Melstáð var mikill bókasafnari og átti mikið bókasafn, en ekki mun þar hafa verið hlutfallslega mikið af fágætum íslenzk- um bókum. Hafði hann húsakynni lítil og ekki góð fyrir bækur sínar og vart efni á að láta binda þær inn. Var því ásigkomulag bókasafns hans ekki eins gott og hjá hinum öðrum bókamönnum. Var það safn nær allt selt hér á uppboði, að honum látnum. Bækur hans á Austurlanda-málum voru seldar til útlanda. Þá skal enn telja séra Arnljót á Sauðanesi. Var hann mikill bókasafnari og handrita. Þess vil ég geta, að því safni er ég lítt kunnugur. En þar kenndi margra grasa. Hagfræðis- og verzlunarrit um ísland voru þar mörg fágæt, og ýmsir aðrir pésar torfengnir, gefnir út í Kaupmannahöfn og á Ak- ureyri, ásamt mörgum stærri bókum íslenzkum og um íslenzkt efni. Voru bækur hans seldar hér á uppboði og dreifðust þær mjög. Margir fágætir pésar munu hafa lent hjá þeim, er ekki kunnu með að fara, í nokkurs konar lukkupökkum. Fóru þær bækur yfirleitt fyrir mjög lágt verð. Fékk ég þar til dæmis Ferðasögu Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar í tveim bindum í alskinni fyrir 14 krónur, og fleiri höfðu þaðan svipaða sögu að segja. Frá séra Arnljóti fékk dr. Jón Þorkelsson margt handrita, er hann síðar seldi Landsbókasaf ninu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.