Helgafell - 01.04.1943, Side 57

Helgafell - 01.04.1943, Side 57
BÓKASÖFNUN OG BÓKAMENN 193 III. Þá kem ég að bókasöfnurum, sem enn eru á lífi. Mestur þeirra var Kristján Kristjánsson, fyrrum skipstjóri. Hann byrjaði bókasöfnun rétt fyrir aldamótin og safnaði af miklu kappi um þrjá tugi ára, en seldi þá bókasafn sitt til Bandaríkjanna. Var safn hans hiS ágaetasta, einkum aS blöSum, tímaritum og ljóSmælum. Hygg ég, aS safn hans, er hann seldi þaS, hafi verið betra en safn Benedikts var þá í nefndum bókmenntagreinum. Voru þeir Benedikt um langt skeið mestir bókasafnarar hérlendis og það svo af bar. Var það því mannlegt, þótt nokkur ríkismannarígur væri þar á milli, því að keppni var á báða bóga og stundum árekstrar, einkum á uppboðum, þegar einn missti, en annar hlaut. Var það álit sumra, að aðrar bænir væru þeim tamari, en að hvor óskaði öðrum aflasældar á bókaveiSum. Hefur slíkt ef til vill brunniS víðar við. Bókasafn Kristjáns var hiS merkilegasta og mikill skaði, að það skyldi flytjast úr landi. íslenzk bókasöfn, þau sem nú eru í eigu einstakra manna, skal ég fara fljótt yfir. Þekki ég þau ekki öll, svo að ég geti um þau dæmt og máske gleymi ég einhverjum ágætum bókasafnara, sem þegar hefur eignazt prýði- legt bókasafn. Skal þess þegar getið, að mér hefur veriS sagt frá mönnum, sem muni eiga mjög mikið góðra bóka, en ég get þeirra ekki hér, af því ég kann engin skil á bókum þeirra. Þekktir bókamenn hér í Reykjavík eru þessir: Bogi Ólajsson mennta- skólakennari, sem mun eiga eitthvert allra stærsta bókasafn hérlendra manna, en ekki lítill hluti þess er á útlendum málum og um útlend efni. Bogi mun eiga bezt safn íslenzkra leikrita og frumsaminna skáldsagna á íslenzku, og er safn hans að öðru leyti geysimikið og eintök bóka hans ágæt. Sigurður prófessor Nordal á afarmikið bókasafn og mun það vera bezta hérlenda einstaklingssafn af útgáfum fornrita vorra og annarra stórra og smárra rita um norræna sögu og málfræSi. Riddarasögusafn hans er eitt hið bezta. Þorsteinn Schetíing Thorsteinson lyfsali mun eiga bezt safn ferðabóka um ísland og gamalla landsuppdrátta af íslandi, en auk þess á hann ágætt safn íslenzkra bóka og bóka um íslenzk efni. Beztu rímnasöfnin hér í bæ eiga þeir Ólafur prófessor Lárusson, sem var um skeið mikill bókasafnari, og Gunnar Hall skrifstofumaður. Hefur sá síð- arnefndi safnað íslenzkum bókum af miklu kappi nú um nokkur ár. Á hann mikið og gott bókasafn, t. d. allar bækur útgefnar af Bókmennta- og ÞjóS- vinafélögunum, flest ágæ.t eintök með kápum. Þá má geta Magnúsar Kjaran stórkaupmanns, sem á mjög gott og vel hirt bókasafn. Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmálaflutningsmaður á eitt hið bezta eða næst bezta safn af útgáfum fornsagna vorra (íslendingasögum) og ýmsar fleiri fágætar bækur. HELGAFELL 1943 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.