Helgafell - 01.04.1943, Síða 59

Helgafell - 01.04.1943, Síða 59
KRISTMANN GUÐMUNDSSON: Saga um sögu Hvernig býrðu til skáldsögu ? Spurningu þessari hefur oft verið beint til mín, en ég hef alltaf leitt hjá mér að svara henni. Það er naumast hægt, svo að nokkru gagni komi, í stuttri viðræðu. Ef ég ætti að segja frá því, hvernig styttsta sagan mín, ,,Æska“ (Den förste vaar) varð til, lýsa tildrögum hennar og sköpun allri, yrði úr því lengra mál en sagan er sjálf, enda þótt ég varaðist alla óþarfa mælgi. Skáldsagnagerð er svo margþætt og flókin, að hún verður aldrei lærð ♦ né skýrð til fullnustu. Þeir, sem þekkja hana bezt, nefnilega skáldin sjálf, hafa ritað furðulítið um hana, þótt til séu nokkur ágæt rit þessa efnis. Hið merkasta þeirra, sem ég hef lesið, er ,,Story of a Novel“, eftir einn mesta rithöfund Bandaríkjanna á þessari öld: Thomas Wolfe. í skrifum bók- menntafræðinga er fátt ábyggilegt að finna um það, hvernig saga verður til; það vita höfundarnir einir. Ritskýrendur verða að láta sér nægja að dæma skáldsögu frá tæknilegu sjónarmiði, allt annað eru ágizkanir og kák. En tæknin er aðeins einn þáttur skáldsagnagerðar, — margslunginn og mikilsverður þáttur að vísu, — en veitir oftast litla vitneskju um sjálfan uppruna verksins. Sálfræðileg rannsókn og greining á söguefninu er mjög hæpin aðferð til að finna hina raunverulegu frumdrætti þess. Það er hægt að fræðast nokkuð um sálarástand og einkum lífsreynslu skáldsins á þann hátt, þótt þeirri fræðslu sé trautt treystandi. Oftast mun því svo varið, að frumdrættir sögunnar skapast í huga skáldsins með einhverjum þeim hætti, er hvorki það sjálft né aðrir geta skýrt til fullnustu, þótt líf þess og samtíð leggi til hráefnið. Skáldið býr ekki til persónur sínar, þær myndast og þró- ast í huga þess þannig, að það ræður því naumast sjálft, nema að litlu leyti, hverjar þær verða. Síðar kemur til kasta tæknikunnáttu, orðlistar, skilnings °g mannvits höfundarins að móta þetta leyndardómsfulla líf, sem skapazt hefur innra með honum, og veita lesendum sínum hlutdeild í því. Sá hluti sköpunarverksins er öllu hversdagslegri en hinn, þótt hann útheimti mikla vmnu, lærdóm og leikni, ef vel á að vera. Hugmyndir almennings um starf rithöfunda eru að vonum mjög þoku- kenndar. Ég hygg, að fólk flest yrði ákaflega hissa, ef það vissi, hvílíkt geysierfiði liggur til grundvallar einni sæmilega góðri skáldsögu af meðal-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.