Helgafell - 01.04.1943, Side 61

Helgafell - 01.04.1943, Side 61
SAGA UM SÖGU 197 þúsundir aftur, til þess undratíma, er tertíermáninn hafði ,,stöðvast“ í hringrás sinni og dró undir sig heimshöfin á nokkrum hluta jarðar, svo að þurrt land var þar, sem nú er regindjúpur sær, en fjallstindar, sem nú gnæfa skýjum ofar, voru mararbotn. — Þegar vísindunum sleppti, hélt hugur minn áfram til þeirra tíma. Ég skoðaði hinar miklu eyjar, sem helgisögur austur- heims geyma óljósar minningar um, — blómlegar álfur, með tugmilljónum íbúa á háu menningarstigi. Ég gekk þurrum fótum frá íslandi til Skotlands, og ferðaðist yfir sléttuna miklu, þar sem Alpafjöll rísa nú. Og ég sá þjóð- flutninga rauða kynþáttarins, er byggði mesta menningarlandið, sá hann dreifast um alla Vesturálfu og ganga á land víðs vegar við Miðjarðar- hafið og setjast að á eyjunum, einkum Krít. Við Nílarósa stofnuðu afkom- endur hans mikið menningarríki, er ég þekkti vel: „Veldi Hins Mikla Húss“, þ. e. land Faraóanna. Síðar sá ég sæfara frá öðru voldugu eyríki snúa söfnum að landi milli Eufrat og Tígris, lágvaxna, rólynda, vitra og friðelskandi menn, með einkennilegt höfuðlag, stjarnskoðendur, handgengna guði sínum og skriftlærða, en snauða að tæknigáfu þeirri, er rauði kyn- þátturinn hafði í svo ríkum mæli. Súmerar voru þeir nefndir. Niðjar þessara tveggja stofna runnu saman á eyjunni Krít, en þar var þá fyrir mjög frum- stæð, smávaxin og dökklituð þjóð, er aldrei blandaðist innflytjendum til fullnustu, og ber mest á henni í eylandi þessu enn þann dag í dag. Aldir liðu. En hið mikla tungl, tröllsandlitið, er sveimaði svipþungt um austurhimin, varð æ ógurlegra ásýndum. Jarðskjálftar og eldgos jukust sí- fellt á jörðunni, sökum togstreitu hennar við þenna baldna förunaut sinn. Eyjaálfurnar miklu eyddust smám saman og menning þeirra úrkynjaðist. Skeið hennar var á enda runnið, en hún hafði skotið þeim frjóöngum, er erfa skyldu jörðina. Og einn góðan veðurdag sprakk tertíermáninn. Brot hans mynduðu um skeið lýsandi Satúrnushringa umhverfis hnöttinn — og eru enn að falla úr lofti. Áhrif þessa atburðar voru ferleg. Heimshöfin, er safnazt höfðu undir hina síðustu kröppu braut risatunglsins, streymdu í leg sitt aftur og yfir löndin, með ógnagný, sem skelfdi allar lífsverur. Þá nötraði heimur allur; jarðskorpan lagðist sums staðar í fellingar, svo að alpar risu himinháir þar, sem áður voru sléttur. Þegar þessar fellingar voru að springa í sundur, heyrðust dynkirnir þúsundir mílna. Og vér lesum í þverhníptum hengiflugum Alpanna sögu þess, er þar gerðist. Dagur dóms- ms var kominn. Að kvöldi þess dags löðraði úfinn sær um hæstu tinda ey- landanna miklu; en öll þeirra menningardýrð, tækni og saga var sokkin í orjúfandi þögn. Var menningin þá týnd ? — Vér heyrum ævintýri hvísluð úr mistri aldanna um herskara, er börðust ríðandi á ferlegum flugdrekum, og ýmis- logt annað, er leiðir hugann að tækni yfirstandandi tímabils. Hver sem hin ytri tákn og stórmerki þessa menningarkerfis hafa verið, er líklegt, að þau
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.