Helgafell - 01.04.1943, Síða 67

Helgafell - 01.04.1943, Síða 67
SAGA UM SÖGU 203 gripsmikið, að það verður aldrei satt til fulls á vorri jörð, enda telja margir að það hafi skapað Himnana, til vonar og vara. Aðrir leyfa sér að líta svo á, að Himnakóngurinn hafi skapað það. Ég fæ ekki betur séð, en að þessi fegurðarþörf feli í sér allar góðar kenndir og tek hana því sem samnefnara þeirra. Án hennar væri spendýrið maður alveg herfilega viðbjóðsleg og leið- inleg skepna. Amyntas kemst til Krítar, — með því að leggja líf sitt að veði fyrir ferð- inni, og þegar hann er orðinn fús að greiða fyrir gæfu sína, hvað sem hún kunni að kosta. Og nú brosir gæfan við honum. Flestir þeir eiginleikar hans, er voru honum til trafala heima fyrir, reynast honum einmitt betri í hámenn- ingarborginni. Hann kemst í skóla uxamusterisins í Knossos, en þangað safn- ast blóminn af æsku landsins, ásamt útlendum höfðingjasonum. Þar fá gáfur hans og sérkenni að þroskast á hinn æskilegasta hátt, og honum er það einkar blessunarríkt, að hugur hans er lítt eða ekki flekkaður af þeirri hermi- og hálfmenningu, sem betur megandi landar hans alast upp við. Þegar hann kemur til Krítar, er hann að ýmsu leyti frumstæð vera, sem lætur stjórnast af óskum, kenndum og eðlishvötum. En hann hefur margþætta reynslu, sem verður honum dýrmæt síðar, er hann hefur lært rökrétta hugsun, íhugun og yfirvegun. Hann sezt að háborði menningar og mennta með óspillta lyst og ósvikið hungur. Og þrátt fyrir ýmsa annmarka og vankanta, veitist honum mjög létt að öðlast vináttu og samúð þeirra, sem hann umgengst. Hraust og kyngott fólk af frumstæðri þjóð hefur einatt í fari sínu ljóma æsku og vors, sem orkar mjög tælandi á þreyttar og úrkynjaðar manneskjur. Amyntas eru slíkir persónutöfrar gefnir í ríkum mæli, og þeir verða honum mjög notadrjúg- ir í heimsborginni. Og heppnin er með honum, eins og flestum þeim, er voga að girnast mikið og leggja allt í sölurnar fyrir það. Því hlutur vor í lífinu fer vitanlega mjög eftir því, hvað vér þorum að girnast, — ekki óska og þrá, en girnast í fúlustu alvöru. Segja má, að eitt reki sig á annars horn í skapgerð þessa unga manns, og það gerði auðvitað höfundinum erfiðast fyrir að rannsaka hann nógu gaum- gæfilega, til þess að hann yrði sannur og sjálfum sér samkvæmur í frásögn- inni, en þó ekki alltof augljós ! Enda þótt frumdrættir sögunnar og persón- urnar ,,geri sig sjálfar“ að ýmsu leyti, verður skáldið að vita með vissu, hver eru tildrög, orsakir og afleiðingar alls þess, sem skeður. Það er hlutverk hans að skapa því öllu raunhæft líf og ganga frá því á listrænan hátt þannig, að lesandinn fái notið þess. Þetta er örðugra en ella, þegar gera skal arfsagnir, helgisögur og ævintýri að hversdagslegri sannreynd, lýsa í senn fjarlægðar- bláma og gráum veruleik sama fjallsins, skýra frá sérkennilegum og afbrigð- iskenndum manni, sem hlýtur óvenjuleg örlög, þannig, að lesandinn skyni raunveruleika lífs hans, sem er auðvitað ósköp venjulegur og lítt frábrugð- inn lífi flestra annarra í aðalatriðum. Það er jafn hversdagslegt í reyndinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.