Helgafell - 01.04.1943, Síða 69

Helgafell - 01.04.1943, Síða 69
SAGA UM SÖGU 205 fullu samræmi við eðlilegt líf, hlýtur að visna, og framvindan mikla leitar nýrra þróunarleiða. Sérhver stétt eða þjóðfélagsskipun, sem misnotar menn- inguna, mun vissulega líða undir lok. Lífsorka Amyntas visnar smám saman í Knossosborg, og þreyta hnign- andi menningarkerfis fer að gera vart við sig. Þegar vegur hans stendur sem hæst, byrjar heimþráin að ásækja hann, að vísu dulbúin í fyrstu, og verÖur honum ekki ljós, fyrr en hann er kominn til Krítar aftur, eftir stutta heimsókn í Makedóníu. Heimsóknin sjálf veldur honum miklum vonbrigðum, enda þótt honum sé forkunnar vel tekiÖ í það sinn og hann finni þar einmitt þá konu, sem hann hefur ávallt verið að leita að. En höfuðborg ættlands hans er skítugt og leiÖinlegt þorp á versta gelgjuskeiði; honum finnst það vera skopmynd af menningarbæ og fólkið ruddafengið, illa siðað og hjákátlegt í fasi. Hann langar aftur til Knossos, — því útþrá og heimþrá eru af sömu rót runnar, — enda er hann bundinn Krít sterkum böndum. Og konan, sem hefur vakiÖ ást hans, ætlar aS koma þangaö á eftir honum síðar. En hann er ekki fyrr kominn til kjörlands síns en heimþráin blossar upp að nýju; hún er nú tengd konunni, sem hann elskar, og sameinast ástarþrá hans, eins og útþráin fyrrum. ÞaS er og táknrænt, að þessi kona veitir honum í útlegðinni upp- fyllingu dýrustu óska hans, lokkar hann síðan heim með sér og bregzt hon- um þar. Því að auðvitað flyzt Amyntas heim til ættlands síns úr allri dýrSinni í Knossos. ÞaS gat ekki öðru vísi farið. Og hvað skeður þá ? Eru ekki Make- dónar fegnir aS heimta heim þennan náunga, er framast hefur erlendis með slíkum ágætum, og ætla mætti að yrði fremur til prýSi en hitt í höfuÖstaS þeirra ? Svar bókarinnar við þessari spurningu er býsna lygilegt en óhrekjandi eigi að síður. Amyntas er, í stytztu máli, hundeltur af slefberum, hræskeglum og lítilmennum lands síns, er hella sér yfir hann, sjúkir af öfund og illgirni. Þeir hafa ekki meira álit á landinu og þjóðinni en það, aS þeim er óskiljanlegt með öllu, að nokkur maður fari þangaS af frjálsum vilja, eigi hann annars úr- kosta. Nei, Amyntas þessi hlýtur að hafa neyðzt til þess að fara heim, og þeir lenda ekki í neinum vandræðum með að búa til ástæður fyrir því! Hann er ,,búinn að vera“, og nú skal hann fá fyrir ferðina, þessi stolti pamfíll, sem hélt, að hann væri eitthvaÖ. KjaftæSiS og lygavefurinn vex um persónu hans út yfir öll takmörk. ÞaS er reynt að níða hann niÖur og granda mannorði hans á allan hugsanlegan hátt. Og þessu er tekiS með þökkum af þjóðinni, sem gleypir hverja slefsögu hráa og eykur hana og endurbætir, því að fátt er um nýjungar og tilbreytingarlítið, en ábyrgðartilfinning fólks og siðferðis- þroski má ekki knappari vera. Amyntas á þarna hvorki ætt né vini, sem borið geti blak af honum, svo aS kjaftakindunum er hægt um vik og þurfa ekkert að óttast. — Ég þurfti ekki mikiÖ fyrir þessum sögukafla aS hafa, því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.