Helgafell - 01.04.1943, Page 76

Helgafell - 01.04.1943, Page 76
212 HELGAFELL hafi verið afbragð ungra manna um gáfur, mannkosti og glæsileik. En það var engu líkara en að dulin meðvitund um allt of fáa ævidaga hafi ósjálf- rátt knúð hann til þess að flýta sér að lifa, því það litla, sem hann lét eftir sig, ljóð, leikrit og sögur, voru allt verk, sem unnin voru á ótrúlega stuttum en hamingjusömum augnablikum. Nú verður að vísu engu um það spáð, í hvaða farveg hæfileikar hans hefðu runnið, en engu að síður er það harms- efni, ef minningin um svo góðan dreng á fyrir sér að deyja út með þeim, er þekktu hann og dáðu. Það var persónulegur svipur frú Theodóru sjálfrar yfir öllu heimili henn- ar, og þar talaði hver hlutur sínu máli um ást á listum og tryggð við menjar og minni. Fegurri sambúð móður og barna, en sú, er þar átti sér stað, getur naumast, og þó er þeim, er komu á þetta heimili í tíma og ótíma, engu síður minnistætt, hvað þessari ágætu konu var eiginlegt að fyrirgefa margt og bæta úr mörgu. Þess þurfti oft við, en aldrei man ég eftir, að fundið væri að því, þó gestirnir yrðu nokkuð margir, stundum full andríkir, eða gerðust óþarflega ungir, einkum á kvöldin. Það má vel vera, að frú Theo- dóru hafi einhvern tíma fundizt nóg um, en þótt svo hafi verið, er hitt eins víst, að hún er í dag, á áttræðisafmæli sínu, fullt eins ung í anda og sumir okkar, sem þá áttum það til að halda vöku fyrir henni. Þetta hét á sínum tíma að fara ,,heim til frú Theodóru“, og heim til hennar senda nú gamlir vinir þakklæti sitt og árnaðaróskir. En auk þess vil ég biðja Helgafell fyrir þau skilaboð til afmælisbarnsins, að hafi dráttur orðið á vísunum, sem við áttum tal saman um einu sinni, þá stafar hann af því einu, að það er vandasamara að yrkja öðrum betur í vísnabók frú Theódóru en annarra. Tómas Guðmundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.