Helgafell - 01.04.1943, Síða 79

Helgafell - 01.04.1943, Síða 79
DÝRTÍÐARMÁLIN 215 virði. Síhækkandi verðlag kennir því að hik sé sama og tap, og því sé bezt að lúra ekki á aurunum. Allt er keypt og allt er selt. Hin öra eftirspurn hækkar verðið. í fyrstu kunna óþrosk- aðir kaupsýslumenn þessu vel, en hinir gætnari og reyndari vita, hvert stefnir. En æðið grípur um sig og að lokum fer svo, að fólkið gerir áhlaup á búð- irnar og heimtar vörur, vörur. Þá renna tvær grímur á kaupsýslumenn- ina og alla, sem eitthvað hafa til að selja. Þeir vilja þá með öllum ráðum komast hjá að selja og reyna loks að fela varning sinn, svo að þeir þurfi ekki að láta hann af hendi fyrir vitaverð- lausa peninga. En þegar svona langt er komið, verður við ekkert ráðið. Hrunið verður ekki umflúið og neyðin, en ekki skynsemin, er látin lækna. Þrjú styrjaldarár. Eins og fyrr getur, gerðust engin stórtíðindi í kaupgjalds- né verðlags- málum eftir að stríðið hófst, til ársloka 1939. Kaupgjaldið var óbreytt. Verð- lag á landbúnaðarvörum innanlands mátti heita óbreytt líka, en aðrar vörur hækkuðu nokkuð, og var verðlagsvísi- tala þeirra 114 1. desember 1939. Er leið á sumarið 1940 var fram- kvæmda setuliðsins farið að gæta nokkuð. Eftirspurnin eftir vinnuafli fór vaxandi og tekjur verkafólks jukust yfirleitt vegna stöðugrar vinnu og eftir- vinnu. Verðlag erlendra nauðsynja hækkaði nokkuð sem eðlilegt var, og landbúnaðarafurðir hækkuðu einnig í verði um haustið, svo að verðlagsvísi- tala þeirra var 163 1. desember, en vísitala annarra nauðsynja var þá 135, og vísitala framfærslukostnaðar í heild sinni var 142. Launþegar þeir, sem lægst voru launaðir, fengu dýrtíðina bætta ársfjórðungslega eftir á að % hlutum, en aðrir að minna leyti. Frá ársbyrjun 1941 var launafólki bætt dýrtíðin að fullu, öðrum en þeim, er höfðu yfir 650 kr. mánaðarlaun. Engin dýrtíðaruppbót kom á það, sem var umfram. Verðlagsvísitala landbún- acSarafurða Var 235 í árslokjn, en ann- arra nauðsynja 158 og framfœrsluvísi- ta'.an Var þá /77. Þetta hlutfall Var fest með gerðardómslögunum. Árið 1942 var viðburðaríkt bæði um kaupgjalds- og verðlagsmál. Hvort- tveggja hækkaði stórum, er kom fram á sumarið. Verðlagsvísitala landbún- aðarafurða var 453 1. desember, vísi- tala annarra nauðsynja 212, en vísitala framfærslukostnaðar varð 272 sam- kvæmt því verðlagi. í árslok 1941 var gerð tilraun til að stöðva dýrtíðina, og gerðardómslögin voru sett í ársbyrjun 1942. Framfærslu- vísitalan var óbreytt að kalla í 7 mán- uði, um 183 stig, og var nokkru fé varið úr ríkissjóði til að halda henni niðri. En í júlí var mjólk hækkuð úr 92 aurum lítrinn í krónur 1.15 (mæld mjólk) og mjólkurafurðir að sama skapi. Verð garðávaxta var einnig mjög hátt, og hækkun þessara tveggja vöruflokka í júlí hleypti vísitölunni upp um rúm 10 stig, en aðrar vörur um ca. 2 stig, svo að framfærsluvísitalan, sem byggð var á verðlaginu 1. ágúst, varð 195 stig. Verkalaun hækkuðu almennt mjög mikið í Reykjavík þann 21. ágúst, að undangengnum hörðum , .smáskæru- hernaði", og síðan um land allt. — Flestar stéttir fengu grunnkaup sitt hækkað til mikilla muna. Verkamenn fengu viðurkenndan 8 stunda vinnu- dag. Tímakaup í dagvinnu hækkaði úr kr. 1.45 (Dagsbrúnarkaup) í kr. 2.10 (45% hækkun). Dagvinnukaup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.