Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 100

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 100
236 HELGAFELL Ef rússneska stjórnin teldi ástandið í heim- inum mundi verða svipað og fyrir þessa styrjöld, mundi hún vafalaust ennfremur krcfjast þeirra landa, sem henni eru nauð- synleg til þess að geta komið fyrir sig vörn- um í þessu stríði, það er að segja nægilegs landrýmis við vesturlandamærin til þess að tryggja sig gegn hugsanlegri árás af hálfu Evrópuríkjanna. Það mundi verða sneið af Finnlandi og ef til vill Póllandi, að hinni svo- nefndu Curzon-línu, en það er lína sú, sem Curzon-ncfndin ákvað, á meðan Versalasamn- ingarnir stóðu yfir, að skyldi skilja milli þjóð- erna Rússa og Pólverja. Síðastliðið ár, þegar brezk-rússneski samn- ingurinn var undirritaður, — en í honum var samið um gagnkvæma aðstoð, ef til árásar skyldi koma á annað hvort ríkið næstu 20 ár, — féllust bæði Bretar og Rússar á, að láta öll deilumál bíða úrlausnar, þar til styrjöldinni væri lokið. Það var viturlega ráðið. Við höfum engan tíma til þess að eiga í illdeilum inn- byrðis, fyrr en Hitler hefur verið sigraður og nazisminn brotinn á bak aftur fyrir fullt og allt. Að því er blöðin herma, komu landamæri Póllands þá til umræðu, og er sagt, að Sikorski hershöfðingi og pólska stjórnin hafi fallizt á þessa afgreiðslu málsins, til þess að samvinna gæti haldizt um rekstur styrjaldarinnar. Eftir frásögnum blaðanna virðist Sikorski hafa lagt blessun sína yfir brezk-rússneska samninginn, og eftir að hann var gerður, var látinn laus mikill fjöldi pólskra fanga, sem voru í haldi hjá Rússum. Einnig voru látnir lausir um 100.000 pólskir hermenn, sem síðan fengu vopn frá Bretum og Bandaríkjamönnum og voru sendir gegn hersveitum Hitlers ... Þegar sigur hefur verið unninn, geta að- stæður allar verið orðnar gerólíkar því, sem nú er. Margt getur gerzt þangað til. Flugvél- arnar eru að valda algerðri byltingu í hernað- arvísindunum. Landamæri, svo sem fljót og fjallgarðar, sem áður voru tilvalin bakhjarl varnarvirkja, eru nú ekki nærri eins mikilvæg og áður. Reynsla þessa stríðs hefur þegar sýnt, að hægt er að flytja þúsundir fallhlífarher- manna yfir víggirðingar landamæranna og láta þá ráðast á mikilvægar stöðvar innan þcirra. Það má vel vera, að Iandamæri frá náttúrunnar hendi verði næsta lítils virði, þegar friður og bætt skipulag verður komið á í heiminum. Ennfremur kann að vera og cr sennilegt, að í friðarskilmálana verði sett ákvæði tim varnarbandalag þjóðanna vegna alþjóðaöryggis, en það mundi draga úr nauðsyn hervama og vígbúnaðar. Það er óhugsanlegt, að ekki haf- ist að minnsta kosti það upp úr þessu stríði. Ef svo fer, er ekki óhugsandi, að Rússar kynnu, friðarins vegna, að falla frá kröfurn um aukið landrými, þar cð þcir teldu sér það ekki nauðsynlegt til þess að geta varizt nýrri árás af hendi Þjóðverja, þótt til hennar kæmi. Að sjálfsögðu mun það vinarþel og sá skiln- ingur, sem þróazt hefur í sameiginlegri bar- áttu gegn Hitler og ofbeldi hans, hjálpa til að greiða úr þessum flóknu viðfangsefnum. Hvað telja Rússar réttmret áhrifasvœði sín? Einnig það mun velta á því, hverjar að- stæður verða í heiminum eftir að stríðinu er lokið. Ef þá verður hægt að tryggja það, að engin þjóð geti beitt herstyrk, til þess að knýja fram vilja sinn, verður hægt að leysa þessi mikilvægu vandamál á sanngjarnan og friðsaman hátt. Ég hygg, að Rússar mundu ekki síður en aðrar þjóðir stuðla að því, að svo gæti orðið. En svo að ég svari spurningunni blátt áfram: Það er enginn vafi á því, að það eru ýmis atriði í þessu efni, sem Rússar telja sér mjög mikilvæg, svo sem það, að fá leið til sjávar og hafnir, sem ekki verða ísi lagðar, einkum við Kyrrahaf og Miðjarðarhaf. Rússar hafa alltaf látið sér annt um hafnirnar Port Arthur og Darien á Kyrrahafsströndinni, sem teknar voru af þeim 1905. Þeir mundu einnig að sjálfsögðu láta sig varða skipaleiðina um Dardanellasund, Ieiðina frá Svartahafi til Mið- jarðarhafs og um Miðjarðarhafið til úthafanna. Einnig gæti svo farið, ef ófriður væri eða óstjórn í heiminum, að þeir í sjálfsvarnarskyni yrðu að færa varnir sínar gegn hugsanlegri árás af hálfu Þýzkalands inn á lönd smáríkj- anna, sem næst þeim eru og hafa ekki sjálf bolmagn til að koma í veg fyrir, að Þýzka- land, eða annað voldugt árásarríki, gæti farið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.