Helgafell - 01.04.1943, Page 104

Helgafell - 01.04.1943, Page 104
LfSTIR Merkur tónlistarviðburður Jóhannesarpassían eftir Joh. Seb. Bach var flutt fjórum sinnum hér í Reykjavík um páskana á vegum Tón- listarfélagsins. Má tvímælalaust telja flutning hennar merkasta viðburðinn í tónlistarlífi Reykjavíkur í vetur, og eru til þess margar orsakir. í fyrsta lagi er passían glæsilegt tón- verk og eitt hið merkasta, sem til er, sinnar tegundar. — í öðru lagi hefur íslenzki biblíutextinn, passíusálmar Hallgríms Péturssonar og aðrir rslenzk- ir sálmar verið felldir við tónverkið með þeim hagleik og þeirri smekkvísi, að aðdáunarvert er. — í þriðja lagi má segja, að flutningur verksins í heild hafi tekizt með ágætum, þegar þess er gætt, hve mikið það er í vöfum og vandmeðfarið, en skilyrði öll erfið. — Og í fjórða lagi komu þarna fram tveir ungir söngmenn, sem þreyttu erfiða prófraun og stóðust hana með meiri ágætum en nokkurn mun hafa órað fyrir að óreyndu. Jóhannesarpassían er reist á frásögn Jóhannesar guðspjallamanns um pínu og dauða Jesú. Meginþungi verksins hvílir á einsöngvara, sem fer með hlut- verk guðspjallamannsins og syngur eða tónar alla frásögnina, nema þau orð, sem beint eru höfð eftir öðrum, svo sem orð Krists, Pílatusar og Péturs, en með þau fara aðrir einsöngvarar. Verkið hefst á voldugum kór, ákalli, sem sungið er með undirleik orgels og hljómsveitar, en textinn er úr fyrsta passíusálminum: Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp, mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til: Herrans pínu ég minnast vil. Fer vel á því, að hefja upp sönginn með þessum orðum, enda þótt efni þeirra komi ekki með öllu heim við þýzka frumtextann. Síðan hefst sjálf frásögn guðspjallsins, en inn í hana er fléttað aríum — hugleiðingum trú- aðra sálna — og kórölum, en auk þess syngur kórinn þau orð, sem múgnum eru lögð í munn í guðspjallinu. Renn- ur þetta allt í samfellda og áhrifamikla heild í höndum meistarans Bachs og hlýtur að verða ógleymanlegt hverjum manni, sem einu sinni ljær því eyra, jafnvel þótt hundheiðinn sé. Það mun þó mega fullyrða, að kóralarnir taki menn föstustum tökum, að minnsta kosti fyrst í stað, enda eru kóralar Bachs hvort tveggja í senn, einhver su hreinasta og háleitasta tónlist, sem til er, en jafnframt svo einfaldir og al- þýðlegir sem mest má verða. Mun mörgum þeim, sem heyrt hafa J°' hannesarpassíuna, verða minnisstæður niðurlagssálmur hennar. Það er engri rýrð kastað á Tonlist- arfélagið, þá áhugamenn, sem að þvi standa, né nokkurn annan, þó að full'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.