Helgafell - 01.04.1943, Side 107

Helgafell - 01.04.1943, Side 107
LISTIR 243 hershöndum þegar í stað og afhent leik- listinni sjálfri. Þeir krefjast þess, að stofnaður verði góður leikskóli í sam- bandi við leikhúsið, að búið verði svo að listamönnunum, að þeir geti gefið sig að list sinni óskiptir og þeim verði gert kleift að fara utan til að fullkomna sig og læra af þeim, sem lengra eru komnir. Og undir þessar kröfur taka einróma allir þeir, sem leiklistinni unna og stuðla vilja að aukinni menningu og meira andlegu víðsýni í þessu landi. Undanfarið hafa verið sýnd hér í bænum tvö leikrit, ,,Orðið“, eftir danska rithöfundinn og prestinn Kaj Munk, og ,,Veizlan á Sólhaugum“ eft- ir Ibsen. Sýnir Leikfélag Reykjavíkur hið fyrra, en hitt er á vegum Norræna- félagsins. Orðið Kaj Munk er enn þá á bezta aldri, hálffimmtugur, mikilvirkur rithöfund- ur, er samið hefur fjölda leikrita og annarra skáldrita. Hann er óvenju djarfur í vali yrkisefna sinna og með- ferð þeirra og óhræddur við að segja það, sem honum býr í brjósti, enda hef- ur staðið meiri styrr um hann en flesta aðra rithöfunda á Norðurlöndum, síð- an Ibsen leið. Leikrit það, sem hér ræð- ir um — ,,Orðið“ mun þó hafa vakið einna mesta athygli, allra leikrita hans, enda fjallar það um hin viðkvæmustu deilumál manna, trúmálin, og við- fangsefnið tekið öðrum og djarf- ari tökum en menn eiga að venjast. Hann gefur áhorfendunum hlutdeild í þeirri sterku og fölskvalausu trú, er flyt- ur fjöll, og lætur kraftaverkið, — upp- nsuna frá dauðum — gerast á sviðinu fyrir framan áhorfendurna, í síðasta þætti leiksins. — Leikritið er í 4 þátt- um og gerist á dönsku sveitahéraði á vorum tímum. Mikkel Borgen eldri er ekkjumaður og býr á óðalssetri sínu. Hann er Grundtvigssinni og hefur ver- ið forystumaður byggðarlagsins í tím- anlegum og andlegum efnum í heilan mannsaldur. Með honum dvelja synir hans þrír, Mikkel yngri, trúlaus, Jó- hannes, er var guðfræðinemi, en varð fyrir taugaáfalli, og er nú að allra dómi vitskertur. Hann er heittrúaður, talar sem hann sé Jesús Kristur og boðar kraftaverkið. Andrés er yngstur þeirra bræðra. Inga er kona Mikkels yngra, og eiga þau eina dóttur, Maren, sem er barn að aldri. Nágranni Borgen-fjöl- skyldunnar er Pétur skraddari. Hann er heimatrúboðsmaður. Kona hans, Kristín, og dóttir þeirra, Anna, gjaf- vaxta mær, sömuleiðis. Aðrar persón- ur leiksins eru séra Bandbull, sóknar- presturinn, nýkominn í sóknina. Hann sýnir afstöðu embættisklerksins til trú- arinnar, Houen læknir, er trúir fyrst og fremst á mátt vísindanna, og fund- armenn á heimatrúboðsfundi hjá Pétri skraddara, þar á meðal Metta María. — Allar þessar persónur leiða saman hesta sína og bera fram skoðanir sínar í trúarefnum, og lætur höfundur þá alla njóta sannmælis og hallar ekki á neinn, þó að öllum sé það Ijóst, að Jóhannes, boðberi kraftaverksins, er boðberi höfundarins. Atvikið, sem leiðir til kraftaverksins, er það, að kona Mikkels yngra deyr af barnsförum. — Heimilið er gagntekið af sorg og trega, en þó einkum þeir feðgar, Mikkel eldri og yngri. Jóhannes hefur horfið að heiman og finnst hvergi, þótt víða sé leitað. — Greftrunardagurinn rennur upp. Líkkistan, með hinni látnu, stendur opin á sviðinu, en í því að fara á að loka henni, kemur Jóhannes inn. Hann er nú sem heilbrigður. Hann þekkir föður sinn og aðra viðstadda. En hann víkur sér að þeim og les þeim reiðilestur fyrir vantrú þeirra. Hann segir, að kraftaverkin geti gerzt, en það vanti trúna til þess, að þau megi ger- ast. Þá kemur litla dóttir Mikkels yngra, sem alltaf hefur trúað á það, sem frændi hennar, Jóhannes, hefur sagt, og biður hann að gera krafta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.