Helgafell - 01.04.1943, Page 118

Helgafell - 01.04.1943, Page 118
254 HELGAFELL þá ekkerc um að elska annað og miklu stærra föðurland í viðbót, jafnheitt eða ennþá heitar. Að þessu leyti kemst t. d. Sigurður Eggerz ekki nema í hálfkvisti við kommúnist- ana, því hann elskar fyrst og fremst sitt eigið land, og lætur það ganga fyrir öllu öðru. En þó fæstir þyrðu að fullyrða, að þeir elski ætt- jörð sína á sama hátt og Sigurður Eggerz, þá eru þeir margir, sem mundu telja sig hlut- genga ættjarðarvini, ef þeir elskuðu land sitt ekki minna en ég og Bjarni Benediktsson, sem er að vísu hagyrðingur, en ekki eins lyriskur hugsjónamaður og Sigurður Eggerz. En fæst- um er raunar gefið að elska Iand sitt í sama mæli og við Bjarni gcrum, sem unnum því öllu, fortíð þess og sögu, fólki þess og framtíð. Flestir binda ættjarðarást sína r við miklu takmarkaðra svið og VIÐ ÁNA , ,. , , c. - . , ° eru landi sinu þarrir tynr það. Þeir elska fyrst og fremst tún sitt og heima- haga, útsýnið frá glugganum sínum, fiski- miðin sín, fjölskylduna sína og bátinn sinn. í þessum flokki eru flestir hinna kyrrlátustu ættjarðarvina, menn eins og Ólafur Thors og Ekkjan við ána, sem „elskaði ekki landið en aðeins þennan blett“, og gat ekki hugsað sér að hverfa brott frá ættjörð sinni, hvað sem á bjátaði og hversu rík sem hún yrði, því þegar „grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinu megin, hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn.“ * • * Eins og vikið hefur verið að í inngangs- greinum þessa heftis, hafa þau tíðindi gerzt, að Jónas Jónsson fæst nú ekki lengur til þess að skrifa í Tímann, og hefðu þó margir getað ENDURBÆTUR -nt honum þess, að hafa ÁTÍMANUM Þ- nokkru fyrr. Hins vegar turða margir sig á því, að aðrir forustumenn Framsóknar- flokksins virðast taka þessu með nokkrum fögnuði, því það er Iöngu vitað, að hvað sem segja má um skoðanir Jónasar Jónssonar í einstökum málum og viðhorf hans til einstakra manna, er hann að mörgu leyti bezt mennt- aður sinna flokksmanna og þeirra ritfærastur, LISTFRÆÐSLA TÍMANS þegar hann vill það við hafa. Að þessu Ieyti var hann einatt í fullu ósamræmi við lágkúru- háttinn, sem þessi flokkur hefur þótzt þurfa svo mjög á að halda, enda munu aðstand- endur Tímans vænta sér meiri heildarsvips á útgáfunni eftir að síðustu leifarnar af andríkinu og „skemmtilegheitunum" eru horfnar úr dálkum blaðsins með Jónasi. Þar sem það er einnig vitað, að kaupendum Tím- ans hefur farið fækkandi síðan þetta gerðist, má ennfremur ætla, að útgefendunum sparist talsverður pappír og prentun við fráhvarf Jón- asar og einnig þess vegna hlýtur það að vera þeim kærkomið. Þá hefur Tíminn síðustu vikurnar gert sér far um að tryggja sér samstarf ýmsra ágætis- manna, einkum þeirra, sem minnst hætta er á, að fari fram úr hámarkskröfum blaðsins um smekkvísi og virðuleik. Nú síðast hefur það fengið Asgeir Bjarnþórsson til að hafa með með höndum listfræðsluna fyrir lesendur sína, og hefur blaðið verið hepp- ið í valinu. Að vísu má segja, að Ásgeir sé með þeim annmörkum, frá sjónarmiði Tímans, að hafa fullmikla þekkingu á málaralist og vera helzt til greindur, en hvorugur þessara eigin- leika mun þó óviðráðanlegri en svo, að öðrum eins hæfileikamanni og Ásgeiri ætti að geta tekizt að halda þeim í skefjum. Hinn nýi fræðingur Tímans skrifar fyrstu hugvekju sína um listir í „kjallara" blaðsins 2. júlí. Hann byrjar þar með því að víkja að sýningarskála þeim, sem myndlistamenn hafa komið sér upp við hliðina á Alþingishúsinu, og virðist fagna yfir því, að skálinn standi á „tréfótum í feni“ og telur það „vel viðeigandi", þar sem það sé „táknrænt fyrir Bandalagið nafntogaða". — Vel má vera, að myndlista- menn hefðu kosið sér öruggari grundvöll til að byggja á en lóð þessa, er þeir fengu lánaða til óákveðins tíma fyrir velvild Alþingis og ríkisstjórnar, og vissulega mundu þeir hafa tekið því með þökkum, ef Ásgeir hefði beitt áhuga sínum og dugnaði við að finna þeim annan stað hentugri. Ásgeir mun raunar telja sér þetta síður skylt fyrir þá sök, að hann se ekki virkur meðlimur í félagssamtökum mynd- listamanna, og er þó ólíklegt, að hann eigi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.