Helgafell - 01.04.1943, Page 120

Helgafell - 01.04.1943, Page 120
 SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Kveðja frá íslandi til Rithöfundafélags Svíþjóðar á jimmtugsafmceli þess, 7. maí 1943 Framsókn menningarinnar þræðir óneitanlega ýmsar krókaleiðir. Fyrir þúsund árum, meðan enn var siglt á opnum bátum yfir Norður-Atlantshaf og Kínverjar einir þekktu kompásinn, leið naumast svo nokkurt ár, að ekki gisti eitthvert íslenzka skáldið Norður- lönd. Nú, þegar ferð yfir Atlantsála nemur færri klukkustundum en sólar- hringum áður, hefur íslenzkum rithöf- undum ekki verið unnt að senda full- trúa að heiman á þessa afmælishátíð, þótt mikið kapp hafi verið á það lagt. Af þeim orsökum hefur mér, þótt ekki sé ég rithöfundur, verið falið að flytja Rithöfundafélagi Svíþjóðar hlýjar kveðjur og einlægar árnaðaróskir frá Rithöfundafélagi Islands og Bandalagi íslenzkra listamanna. Þetta er mér enn þá meiri ánægja vegna þess, að sjálfur er ég fulltrúi þriðja íslenzka hópsins, og jafnframt hins fjölmennasta, sem nær yfir báða hina og hefur ekki síðri ástæðu en þeir til þess að færa sænsk- um rithöfundum kveðju sína og þakk- læti við þetta tækifæri. í þessum hópi eru allir íslendingar, sem bókmenntir lesa. í forskriftabók þeirri, sem notuð var við skriftarkennslu á íslenzkum heimil- um í bernsku minni, var einhver fyrsta setningin þessi málsháttur, er nú má kallast orð í tíma töluð:1) Betra er berfættum en bókarlausum að vera. íslenzk kalsaveðrátta og eggjagrjót ís- lenzkra hrauna er hvorugt til þess fall- ið að freista manna til að ganga berum fótum, en samt minnist ég þess ekki, að nokkurri sálu hafi þótt neitt athuga- vert við fyrrnefnda staðhæfingu: Betra er berfættum en bókarlausum að vera. Þetta var sannfæring, er reist var á aldalangri reynslu þjóðar, sem bókin, bókmenntirnar, hafði verið meira virði en nokkurri annarri þjóð. Án hugsvöl- unar bókanna mundi þessi þjóð hafa gefizt upp í hinni hörðu baráttu fyrir lífi sínu, og bókmenntirnar urðu líka í fyllstu reynd, öruggasti skjólgarður- inn um frelsi hennar. Á 13. öld glöt- uðu íslendingar sjálfstæði sínu í blóð- ugum innanlandserjum valdafíkinna höfðingja. En á sömu öldinni hlóðu þjónar andans framtíðarfrelsi voru skjaldborg í lágreistum torfbæjum og 1) Rétt fyrir afmælishátíðina var mjög naumri skömmtun skófatnaðar komið á í Svíþjóð. — S.Þ*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.