Helgafell - 01.04.1943, Síða 124

Helgafell - 01.04.1943, Síða 124
260 HELGAFELL Skáld rýfur þögnina FriSrik Á. Brckkan: NÍU SYSTUR. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1942. — 308 bls. Verð: kr. 30,00, ób. Það er orðið langt, síðan Brekkan hefur látið skáldrit frá sér fara. Árið 1926 kom út eftir hann Gunnhildur drottning og a&rar aögur, og 1929 birtist á íslenzku Sagan af Bróður Ylfing. Bæði þessi rit komu fyrst út á dönsku og hlutu góða dóma. Það er því með nokkurri eftirvæntingu, að menn taka sér í hönd nýja bók eftir þenna höfund. I fyrri bókum sínum styðst Brekkan við forn- ar sögur og munmæli, og meðferð hans á efninu er tíðast með rómantískum blæ. En með þess- um sögum hefur hann færzt nær samtíðinni og sækir nú gjarna efni í íslenzkt nútímalíf. Róm- antíkin víkur, en raunsæið eflist. Þó eru fjórar síðustu sögurnar ævintýri, og tvær sögur, Ut- lagar og LykiUinn, gerast í útlöndum og hafa ekki á sér blæ hversdagsleikans. Frásögn Brekk- ans er jafnan þægileg og eðlileg. Stíllinn er ein- faldur, en fulltilbreytingarlítill. í fyrstu sögunni í bókinni gerir hann sér mjög far um að haga frásögn og samtölum líkast því, sem þau gætu verið raunverulega. Eins er auðfundið, að hann þekkir vel til þess fólks, sem hann lýsir. En slíkur sennileikablær eða raunveruleikablær nægir ekki einn saman til að gera frásögnina að listaverki. Skáldsaga getur aldrei verið speg- ilmynd af veruleikanum eða atburðunum. Skáld- ið verður að velja úr og stikla einungis á megin- atriðum. Það verður að láta miklu meira ósagt en sagt. Það verður að láta lesandann gruna hið ósagða og undanskilda og fylla ósjálfrátt í eyðumar. Brekkan fatast stundum allmjög í samtölum. Þau skortir hnitmiðun, þau lýsa ekki nógu skýrt hugsunum og skapgerð persónanna. Það er lítill vandi að semja samtöl upp og ofan, eins og þau eiga sér stað. En það er mikill vandi að semja samtöl af list. Má í þessu sam- bandi benda á, hve íslendingum er enn ósýnt um leikritagerð. í sögunni Símamálum er gott dæmi um samtal, sem gæti vel hafa átt sér stað, en er ekki gert af nægijegu listfengi. Þegar Ólafur, söguhetjan, er kominn heim af búnaðar- skólanum, mætir hann Jófríði, æskuvinu sinni og nágranna, í túnfætinum. Samtal þeirra forn- kunningjanna er á þessa leið: ,,Nú, þú ert kominn heim aftur, Óli, sagði hún. — Hvernig hefur þér nú liðið allan þenn- an tíma? Hefur þér aldrei leiðzt? Jú.... já.... nei.... það er að segja.... stamaði Ólafur. Þú ert líklega búinn að læra nokkuð mikið? hélt hún áfram að spyrja. Já.... Það er að segja.... ég veit.... ég veit ekki. En.... Þykir þér ekki vænt um að vera kominn heim aftur? Jú.... En.... Og nú drífurðu þig náttúrlega áfram í bú- skapnum! Já.... já.... En.... Hún sneri sér að honum, svo skein í tenn- urnar, hvítar og sterklegar. Já.... En.... ? Ólafur stóð og kyngdi og kyngdi. Já.... En....? endurtók hún. Ætjarðu ekki að segja neitt annað við mig, Óli? Jú.... jú.... auðvitað.... En.... Hvernig var það annars, Óli, — vorum við ekki trúlofuð? Jófríður! Viltu þá.... Viltu þá enn.... Hvað heldurðu, Óli! Og svo vafði hún hand- leggjunum um hálsinn á honum, og þau kysst- ust. — Þau voru í hvarfi við bæinn-------------“ Þetta samtal lýsir í engu skapgerð Ólafs og Jófríðar, eins og hún kemur að öðru leyti fram í sögunni. Ólafur er engin rola, heldur fram- gjarn athafnamaður, og Jófríður er háttprúð kvennaskólastújka, langt frá því að vera bæði bóndinn og húsfreyjan. Samtalið er eingöngu sett þarna til að greina lesandanum frá því, hvernig elskendurnir „fundu hvort annað aftur", en það hefði verið hægt að gera á annan og listrænni hátt. Yfirleitt eru sögurnar nokkuð lausar í reip- unum, að undanteknum Utlögum og LykJinum, sem báðar eru allvel samdar. Brekkan lætur sennilega bezt að rita skáldverk um söguleg efni, hæfilega fjarlæg nútímanum. Hann hefur reyndar enn ekki nema að hálfu leyti rofið hina löngu þögn sína. Skáldsaga sú, sem hann hefur í smíðum og væntanlega kemur bráðum út, mun án efa vera miklu veigameiri en þetta smásagnasafn, að því er ráða má af kafla úr henni, sem hann las upp í útvarp í fyrra sumar. Höfundur og útgefandi hafa sýnt þá miklu rausn að láta allan ágóða af sölu bókarinnar renna til Noregssöfnunarinnar. Símon Jóh. Agústsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.