Helgafell - 01.04.1943, Síða 125

Helgafell - 01.04.1943, Síða 125
BÓKMENNTIR 261 ísland í myndum ÍSLAND í MYNDUM, 206 íslenzkar ljósmyndir, með formála eftir Einar Magnússon, ísafoldarprentsmiðja 1943. Um miðjan vetur sendi ísafoldarprentsmiðja frá sér mikið og myndarlegt myndarit, er nefn- ist ..ísland í myndum“ (Through Iceland with a Camera). Rit þetta er í grallarabroti með 206 heijsíðu- myndum, en formála að því ritar Einar Magnús- son menntaskólakennari. Formálinn er skraut- laust en greinargott landfræðilegt og sögulegt yfirlit, sem drepur á það helzta varðandi land og þjóð. Þegar ..ísland í myndum“ er borið saman við önnur þau myndarit, sem gefin hafa verið út á íslandi, þá er þar á all-mikill munur og hann stórum til bóta. Myndirnar eru jafnbetri en áður hefur sézt í nokkurri íslenzkri myndabók og niðurröðun þeirra smekklegri en við höfum áður átt að venjast. Hér er tvennt sem veldur. Annað er hrað- fara þróun ljósmyndagerðar hér á landi hin síðustu árin. Hitt er smekkvísi veljenda mynd- anna, en þeir voru Halldór E. Arnórsson ljós- myndari og Páll Jónsson auglýsingastjóri, sem báðir eru einhverjir listrænustu ljósmyndarar, annar úr hópi atvinnuljósmyndara, en hinn úr hópi ,,amatöra“, sem ísland hefur á að skipa um þessar mundir. Við myndskoðun koma ýms sjónarsvið í ljós. Flestir skoða myndir út frá því sjónarmiði, að þær séu skarpar og skýrar og sýni einhvern ákveðinn stað eða hlut greinilega og helzt í sterku ljósi. Aðrir skoða myndir eingöngu út frá tilfinninga-sjónarmiði, þannig að tilfinningin krefst þess, að myndin tali til manns ósjálfrátt — öð það sé eitthvað það í myndinni, sem orki ú mann vegna sérkennileika eða fegurðar. Bæði þessi sjónarmið hafa nokkuð til síns ágætis, en t>au eru ekki einhlít. Ljósmynd þarf ekki að vera góð, þó hún sé skýr, og ljósmynd getur verið listaverk, þótt hún sé óskýr. Sama gegnir um myndir, sem ,,tala“ til manns í gegnum sérkennileik sinn. Að vísu er þetta eitt af ^eginskilyrðum þess, að mynd sé góð, en það er stundum að manni finnast einskis verðar eða a- *n. k. stórgallaðar myndir vera fallegar við fyrstu sýn. Þeir, sem vanir eru að skoða ljósmyndir, komast að raun um, að ljósmyndin krefst lög- mála ekki síður en t. d. málverk, þótt þau tvö lögmál séu í ýmsu frábrugðin hvort öðru. Ljós- myndin krefst í fyrsta lagi ljóss, en hún krefst margs fleira, hún krefst lífs eða tilgangs, hún krefst stemningar og hún krefst byggingar. Og þegar þess er gætt, að flestir okkar ljósmynd- ara geta talið sig hamingjusama, ef þeir ná einu Jjósmyndalistaverki á ári, þá er það alls ekki svo lítill vandi að taka góða ljósmynd. Ef við flettum ..íslandi í myndum“ rekum við okkur á nokkur slík listaverk. Ég vil alveg sérstaklega benda á myndaopnuna 24 og 25. Oðru megin er viti, hár og gnæfandi í sterku mótljósi með bólstrandi ský á bak við, sem fylla upp myndafletina og skapa mótvægi við hið drungalega vitabákn. Þá mynd hefur Svavar Hjaltesteð tekið. Hinum megin er mynd af brimi, sem skellur með ægimögnuðum þunga upp að brimsorfnum björgum. ,,Þá hamastu, tröllið. I himininn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta,“ segir Einar Ben. í ,,Utsær“. En einmitt þarna er mynd af þessu hamstola trölli, þessu ,,holskaflsins hvolfandi falli“, sem liggur við, að Halldór E. Arnórsson hafi gert jafn hrífandi og stórfenglegt í ljós- mynd sem Einar í kvæði sínu. Á bls. 70 og 71 rekumst við á aðra álíka sér- stæða opnu. ,,Á skíðum“ heitir önnur og er eftir Pál Jónsson, en hin er úr Kerlingafjöllum og er eftir Bjöm Arnórsson. Báðar þessar myndir eru listaverk, byggðar á tilviljunum, en sem sýna jafnframt hæfni hins listræna manns til að notfæra sér tilviljanir til að skapa úr þeim listaverk. Þetta eru hvort tveggja myndir, sem verða teknar einu sinni og síðan ajdrei meir — og það eru jafnan skemmtilegustu myndirnar. Áþekkt þessu er um allmargar myndir aðrar í bókinni. Þær eru það góðar, að þær standa fremstu erlendum ljósmyndalistaverkum á sporði, en hér er naumast vettvangur til að fara ýtar- legar út í þá sálma. Hjá því varð ekki komizt, að enn vantar einstök landssvæði að miklu leyti inn í þessa þók — en það er hvorki sök veljenda né út- gefenda, því að enn þann dag í dag hafa sumar sýslur litla náð fundið hjá ljósmyndurum okkar og eru því á þessu sviði ónumið land. Er þessi bók þó stórum betri, hvað þetta snertir, en þær hinar fyrri, sem Jýst hafa átt landi voru. Annar galli við ,,ísland í myndum“ er það, hversu fátækleg hún er af þjóðlífsmyndum, en einnig það er vettvangur, sem íslenzkir ljós- myndarar hafa sniðgengið um of, og skal því ekki talið veljendum til sakar, enda veit ég, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.