Helgafell - 01.04.1943, Síða 126

Helgafell - 01.04.1943, Síða 126
262 HELGAFELL þeir hafa báðir naerat auga fyrir þeirri hlið ljósmynda. En hér má einmitt vekja athygli ljós- myndara á mikilvægu og þjóðlegu , .yrkisefni", ef svo mætti að orði komast, sem aðeins útlend- ingar hafa komið auga á og hagnýtt sér til þessa. Þriðji gallinn — og á honum eiga veljendurnir tvímælalaust sök — er fólginn í þeirri viðleitni að sýna ísland öðru vísi en það er, að draga fram vissa þætti, sem alls ekki eru sérkenni- legir fyrir ísland, heldur næstum því það gagn- stæða. Hér á ég við skógarmyndirnar. Ekki það, að þær séu sérstaklega margar, heldur hitt, að á sumum þeirra er reynt að ýkja skógargróð- urinn með myndtækni. Þarf þar ekki annað en benda á myndaopnuna 134 og 135. Báðar myndirnar gefa ósannar myndir og verða fyrst og fremst ósannar, af því að þær ýkja og stækka fyrirbrigði, sem ekki eru íslenzk. Það má ýkja hver, foss, jökul, sandauðn, hraun eða annað það, sem. er fyrst og fremst sérkennilegt fyrir landið okkar. Slíkar ýkjur myndtækninnar geta verið bæði skemmtilegar og þarfar, þar sem þær eiga heima. Annars eru í bókinni undarlega fáar myndir, sem maður telur sig þurfa að vera lausan við. Ein mynd er þar þó, sem ég myndi ekki sakna — jafnvel ekki þó ég sæi hana aldrei meir. Það er mynd nr. 48 og heitir ,,Fífusund“. Að sjálfsögðu á hún að sýna fífu, en sú fífa er ekki annað en hvít og líflaus skella og handan við hana sker grámóskulegt fjall þvera myndina á mjög þjösnalegan hátt. Ýmsar fleiri myndir hafa að vísu galla, eins og t. d. mynd nr. 47, af OJfusárbrú, þar sem tvær samhliða línur eyðileggja allt listrænt gildi hennar, en hún hefur hins vegar þann kost, flestum myndum fremur, að sýna mikinn vatnsflaum í námunda við brú. Þannig mætti telja nokkur fleiri dæmi, en ég læt þetta nægja, enda hefur myndskoð- andinn aðeins gott af því að leita gallanna og kostanna sjálfur. Ég get ekki komizt hjá að vekja athygli á dýramyndunum, sem valdar hafa verið af frá- bærri smekkvísi, og eru flestar afburðagóðar, sumar jafnvel Jistaverk, eins og kríumynd Arn- gríms Ólafssonar, lundamynd Björns Ólafssonar og fálkamynd H. J. Sherlock's, svo fáeinar séu nefndar. Þetta hvílir augað frá eilífum fjöllum, jöklum, fossum og vötnum og eykur á fjölþættni bókarinnar. Ég hef ástæðu til að þakka bæði útgefanda og veljendum fyrir vönduðustu og fallegustu myndabókina, sem enn hefur verið gefin út á íslandi, en einnar myndar sakna ég — myndar, sem mér hefur ávallt fundizt ein heiðríkasta og fallegasta lýsing á landi voru, en það er formáli Pálma Hannessonar að fyrri útgáfunum að ,,ís- landi í myndum". Þorsteinn Jóscfsson. Vísindamaður segir frá starfi sínu Bjarni Sœmundsson: ,,UM LÁÐ OG LÓG. FerSapistlar jrá ýmsum tímum". P. p. VIII + 454 + II myndasíður. Út- o'efendur Anna og fCristín Bjarnadætu’- Reykjavík 1943, Víkingsprent. (750 tölu- sett eintök alls). Dr. Bjarni Sæmundsson var mjög vel mennt- aður. Hann var gæddur sérstakri athyglisgáfu, og hann var starfsmaður svo af bar. Rit hans, vísindalegs efnis, er áttu erindi til fleiri en landa hans, birtust auðvitað á víðlesnari málum en ís- lenzkunni. En á móðurmáli sínu lét hann eftir sig þrjú stórverk (um: spendýr, fugla og fiska landsins), kennslubækur í náttúrufræði og landa- fræði, sem heil kynslóð þessarar þjóðar hefur numið, og þar að auki kynstur af fræðandi rit- gerðum, skýrslum og skrám í blöðum og tíma- ritum. Eins og undirtitill bókarinnar ,,Um láð og Iög“ hermir, er hún ferðapistlar frá ýmsum tímum. Efnið skiptist í þrjá meginþætti, er nefnast: A. Pistlar frá bemskuárunum, B. Pistl- ar frá unglingsárunum, og C. Pistlar frá full- orðinsárunum. Síðasti þátturinn er fyrirferðar- mestur, 409 síður. Ekkert af fyrsta þætti, og öðrum mun hafa birzt áður, annað en „Grasa- ferð til Faneyjar og Vestur-Jótlands" (úr öðrum þætti), en allt efni þriðja þáttar ætla ég að sé áður prentað í: Sögusafni Stefnis 1895, íslandi 1898, ísafold 1903—05, Lögréttu 1910—23, Verði 1925—26, Sunnudagsblaði Vísis 1928 og í Lesbók Morgunblaðsins 1930—32. Pistlarnir frá bernskuárunum byggjast á end- urminningum höfundar, frá því hann fyrst man eftir sér í foreldrahúsunj (í Grindavík) og til fermingaraldurs. Þar er t. d. sagt frá fyrstu ferð- inni út fyrir túnið, fyrstu sjóferðinni, fyrstu kaupstaðarferðinni. Efnið er ekki stórfenglegt að vonum, en ást höfundar á samferðamönn- unum frá þessum árum og hlýja hans til Suður-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.