Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 132

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 132
268 HELGAFELL sigling verið milli Bretlandseyja og íslands meira en 1000 árum áður en Norðmenn námu þar land. Mörgum mun þykja þetta lygilegt, einkum þegar þess er gætt, að Cesar segir svo frá, að íbúar Bretlandseyja hafi notað skinnbáta. En Vilhjálmur Stefánsson þekkir af eigin reynslu skinnbáta Eskimóanna og telur þá hin ágætustu sjóskip. Hann minnist einnig á sjóferðir Pólý- nesa á Kyrrahafi. Þessir miklu sjógarpar höfðu fundið flestar eyjar Kyrrahafsins löngu áður en hvítir menn komu þangað, og var þó skipa- kostur þeirra sízt betri en skinnbátar hinna frum- stæðu íbúa Bretlandseyja, og þurftu þeir samt að fara fjórfalt til fimmfalt lengri leið en sjó- leiðina milli Bretlandseyja og íslands. Ég vil skjóta því hér inn, að í Mið-Ameríku hafa fund- izt menjar, er sanna beinlínis, að sigling hafi verið fyrir örófi alda milli Asíu og Ameríku. Má þar ti] nefna höggmyndir af indverska fíln- um, enda þótt þessi dýrategund hafi aldrei verið til í Ameríku. (Sjá t. d. Donald A. Mackenzie: Myths of Pre-Columbian America.) Saga sjómennsku og skipatækni virðist því staðfesta þá ályktun Vilhjálms Stefánssonar, að íbúar Bretlandseyja geti hafa þekkt ísland á dög- um Pýþeasar og flutt honum fregnir af því. Nátt- úrulýsingar hinna rituðu heimilda koma einnig mjög vel heim við ísland og hafið í kring um það, svo sem þegar sagt er, að Pýþeas hafi komið ,,að frosna hafinu eftir sólarhrings sigl- ingu í norður frá Thule“, eða frásögnin um ,,sælungun“, þar sem Jögur og loft virðast renna saman í eitt — það er íshroðið og íshafsþokan fyrir norðan ísland! Því skal auðvitað ekki haldið fram, að Vil- hjálmur Stefánsson hafi leyst hið gamla deilu- mál um staðsetningu Thules, enda er málið óleysanlegt á grundvelli þeirra heimilda, sem til eru. En hann hefur allra manna skilmerki- legast lagt fram rök fyrir því, að Thule sé ísland. Oðru máli gegnir um skoðun hans á því, hvort Kólumbus hafi komið til íslands og fengið þar veður af löndum í vesturátt. Heimildin um íslandsför Kólumbusar virðist vera svo örugg, að lítil ástæða er til að efast um sannleiksgildi hennar. En Vijhjálmi hefur sýnilega verið mikið í mun að staðfesta frásögn Kólumbusar um ís- landsferðina, því að hann leitar víða fanga máli sínu til stuðnings, jafnvel meir en nauðsyn ber til. Síðasta grein bókarinnar — Hvernig eyddist byggð Islendinga á Grœnlandi? — er mjög at- hyglisverð og nýstárleg. Vilhjálmur reynir að leiða rök að því, að íslendingar hafi ekki fallið fyrir vopnum Eskimóa, né heldur hrunið niður úr beinkröm og úrkynjun vegna skorts á evrópskri fæðu. Hitt muni vera sönnu nær, að úrkynjun hafi orðið með íslendingum einmitt á þeim slóðum Grænlands, er höfðu nánast sam- band við umheiminn, en hinir aðrir íslendingar á Grænlandi hafi tekið upp lifnaðarhætti Eski- móa, orðið veiðimenn og blandað blóði við Eskimóana. Grænlendingar nútímans ættu því að vera oss skyldari, en vér höfum haldið til þessa. Ultima Thule er fyrir allra hluta sakir hin skemmtilegasta bók aflestrar og ber höfundinum vitni um geysimikja þekkingu á sögulegum heimildum og margháttaða persónulega reynslu í þeim efnum, er hann ræðir. Þýðingin er liðleg og víðast hvar vel af hendi leyst, enda þótt sums staðar votti fyrir setningaskipun ensk- unnar. Ég get ekki lokið þessu máli svo, að ég drepi ekki á eitt atriði, sem varðar oss íslendinga all- mikið. Vilhjálmur segir, að réttara sé að telja ísland til Vesturheims, eftir Jegu þess á hnett- inum. Þetta er amerísk ,,geo-pólitík“, en ekki vísindi. f 1000 ár hefur fsland verið Evrópuríki, tengt hinni gömlu álfu á öllum sviðum menn- ingarinnar, og mun án efa knýta aftur þau bönd, þótt það hafi um stund, fyrir óviðráðanlegar ástæður, orðið að horfa nær eingöngu í vesturátt. Sverrir Kristjánsson. Verndarenglarnir Jóhannes úr Kötlum: VERNDAR- ENGLARNIR. Saga. Heimskringla h.f. Reykjavík 1943. Verndarenglarnir eru önnur skáldsaga Jóhann- esar úr Kötlum, hins vinsæla og afkastamikla ljóðskálds. Níu ár hefur hann látið líða á milli skáldsögunnar Og björgin \lojnuÖu og Vemd- arenglanna. Hina fyrri skáldsögu hans hef ég ekki lesið, svo að ég hef ekkert til samanburðar, en heldur mun hún hafa fengið ómilda dóma. Líklegt þykir mér, að þessi nýja bók hans nái meiri vinoœídum meðal almennings, enda þótt ég álíti hana mjög gallaða frá skáldlegu sjónar- miði. En hún fjallar um viðburði, sem eru öll- um í fersku minni, og mönnum er forvitni á að fá túlkaða i listrænum búnaði. Einmitt fyrir þá sök, hve efni sögunnar er ferskt og enn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.