Helgafell - 01.04.1943, Side 134

Helgafell - 01.04.1943, Side 134
270 HELGAFELL niðurlægingunni, látið það rísa til þeirrar feg- urðar og tignar, sem það verðskuldaði, séð það standa á fjallstindi og horfa á dýrð morgun- bjarmans, er dagur frelsisins rynni. — Þetta eru ekki hugleiðingar kommúnista og byltingar- manns. Þetta er hátíðaræða á ungmennafélags- fundi í sveit. I samanburði við þessa mærð og gustukasemi ,,byjtingarmannsins“ er hin kalda fyrirlitning Hákonar útgerðarmanns á alþýðunni eins og hressandi morgunsvali. En íslenzk alþýða bíður þess enn, að skáld hennar lýsi verkalýðs- leiðtoganum sem óbreyttri manneskju — það skiptir engu máli, hvort hann verður kallaður ,,byltingarmaður“ eða ,,kommúnisti“ — og þá mun grasið fljótt gróa á leiðum Mána Mýsings og annarra guðs volaðra. — Þótt mannjýsingar sögunnar hafi flestar mis- tekizt, þá fer því þó fjarri, að ekki bregði fyrir fallegum köflum í bókinni. Eftirvænting reyk- vísku stúlknanna á degi hernámsins, þegar lífs- draumur þeirra hefur rætzt, líkvagninn, sem ekur jarðneskum leifum gamallar konu til skips, en brezku hermennirnir standa heiðursvörð meðan vagninn fer fram hjá, eru dæmi um slíka kafla. Þeir gefa manni vonir um, að Jóhannes úr Kötl- um geti skrifað skáldsögu. En honum hefur ekki tekizt að gera hernámið að þeim mannlega og sögulega harmjeik, sem hann hefur sýnilega ætlað sér. Honum tekst ekki að sannfæra les- andann, þótt hann leggi sig allan fram, og þar sem höfundurinn er sannfærðastur sjálfur, verður efi lesandans mestur. En á það skal enginn dóm- ur lagður, hvort þetta stafar af getuleysi höfund- arins eða hinu, að efnið sjálft — hernám íslands — sé ekki harmsögulegt í eðli sínu. Úr því mun tíminn skera. Sverrir Kristjánsson. F æðispeningar Jónasar Hallgrímssonar Jónas Hallgrímsson skájd kom haustið 1823 í Bessastaðaskóla. Hinn fyrsta vetur fékk hann hálfa ölmusu, sem nam 30 ríkisdölum, en síðan fékk hann heila ölmusu, meðan hann var í skólanum. Skólaráðsmaður var Þorgrímur Tóm- asson, faðir Gríms Thomsens skálds, og bar hon- um að selja nemendum fæði og þjónustu. Var ölmusan greidd til hans, en aðstandendur pilt- anna greiddu það, sem upp á vantaði. Þorgrím- ur skrifaði 3. febrúar 1824 stiftamtmanni, sem þá var um stundar sakir Bjarni Þorsteinsson amtmaður, og kvartaði yfir því, að dr. Hallgrím- ur Scheving, kennari við Bessastaðaskóla, hefði í lok janúarmánaðar, þegar skólatíminn var um það bil hálfnaður, boðið Jónasi fæði hjá sér frá þeim tíma til loka maímánaðar. Kvaðst Þorgrím- ur ekki hafa fengið vitneskju um þetta fyrr en 2. febrúar, þegar Scheving lét Jónas ganga heim til sín til að matast. Þorgrímur kvaðst líta svo á, að þetta væri brot á reglugerð skólans, því að þar sé svo fyrir mælt, að allir nemendur skuli hafa sama fæði og þjónustu. Þetta komi sér ilja fyrir hann, sökum þess, að hann hafi búið sig undir að sjá öllum skólapiltum fyrir fæði, meðan kennsla standi. Æskir Þorgrímur síðan að fá úr því skorið, hvort Scheving sé ekki skyld- ur að greiða til sín það, sem upp á vanti ölmus- una, ef hann vilji á annað borð styrkja Jónas, en hann hafi neitað að gjöra það. I bréfinu getur Þorgrímur þess, að ekki sé ennþá farið að greiða fyrir Jónas frá því hann kom í skólann til janúarloka, annað en ölmusuna. Þeir voru frænd- ur, Hallgrímur Scheving og Jónas, og hefur Hall- grímur þess vegna viljað styrkja hann, enda kunnugt, að móðir hans var bláfátæk. Það er al- kunnugt, hvílíkur málvöndunarmaður Hallgrímur var, og er því vafalaust, að hann hefur haft mikil áhrif á Jónas, er hann hafði hann undir handar- jaðrinum og var svo umhugað um hann. Matthí- as Þórðarson fornminjavörður getur þess ekki í hinni ýtarlegu ævisögu Jónasar Hallgrímssonar, að Hallgrímur hafi verið styrktarmaður hans. Bréf Þorgríms er að finna meðaj bréfa til stiftamtmanns frá 1824 og er geymt í Þjóðskjala- safni. Svör stiftamtmanns eru mér ókunn, og er ekki kostur eins og sakir standa, að athuga það atriði, því að bréfabækur stiftamtmanns eru nú geymdar austur að Flúðum. I athugasemdum og skýringum sínum við II. bindi rita Jónasar, getur dr. Matthías þess (II. 375), að talið sé ófinnandi frumrit af bréfi Jón- asar til Stefáns Gunnlaugssonar bæjarfógeta í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.