Kjarninn - 07.08.2014, Síða 5

Kjarninn - 07.08.2014, Síða 5
02/03 leiðari fréttatilkynningu frá Isavia á dögunum. Til þess að bregðast við sprengingunni hefur Isavia ráðist í ýmsar framkvæmdir undanfarið. Nýverið var lokið við tvöföldun á afkastagetu farangursflokkunarkerfisins og þessi dægrin er unnið að því að steypa sökkul að fimm þúsund fermetra viðbyggingu við suðurhluta flugstöðvarinnar sem gert er ráð fyrir að taka í notkun árið 2016. viðrekstrar og olnbogaskot Á sama tíma og alþjóðaflugvöllurinn okkar er svo gott sem sprunginn ríkir kraðaksástand á helstu ferðamanna- stöðum landsins, með tilheyrandi við- rekstrum og olnbogaskotum, samfara ört hækkandi verði á súkkulaðitertu- sneiðum, vondu kaffi og snakkpokum. Á meðan brugðist er við vegna hriktandi innviða á Keflavíkurflugvelli eru aðrir innviðir látnir reka á reiðanum. Það blasir við að stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur sömuleiðis áhrif á aðra innviði samfélagsins, svo sem vegakerfið og heilbrigðiskerfið. Þar hlýtur óneitanlega að hrikta líka í stoðum. Biðraðir við helstu ferðamannastaði landsins eru orðnar daglegt brauð og á þeim er farið að sjá. Algjört stefnuleysi virðist ríkja varðandi ágang á íslenskar náttúruperlur. Sprenging í komu ferðamanna til landsins hefur margar afleiðingar, og alls ekki bara slæmar. Verslunarrekstur blómstrar til að mynda við Laugaveginn, litlar búðir með sérhæfðan varning spretta upp eins og gorkúlur og töluvert líf hefur færst í minni bæjarfélög úti á landi, sem áður máttu muna sinn fífil fegurri. Á sama tíma hlaðast ný hótel upp, sem margir efast um að muni nokkurn tímann standa undir sér. Gullæðið er í algleymingi. tjaldað til einnar nætur eins og venjulega Þó svo að ferðaþjónustan sé nú orðin ein helsta tekjustoð þjóðarbúsins má gera miklu betur. Í tengslum við boðaðan „Viljum við að Ísland verði eins og heildsöluverslun, með malbikaða vegi fyrir Yaris bílaleigubíla með ótakmarkað framboð af vörum fyrir alla?“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.