Kjarninn - 07.08.2014, Síða 17

Kjarninn - 07.08.2014, Síða 17
efNaHagsmál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer 02/05 efNaHagsmál Í aðdraganda falls íslenska bankakerfisins haustið 2008 lifði íslenska þjóðin mjög hátt og gerði það án þess að eiga fyrir því. Í lok árs 2007 voru til að mynda fasteignaskuldir íslenskra heimila um 108 prósent af landsframleiðslu og átti þá eftir að taka tillit til annarra neysluskulda, eins og bíla- og yfirdráttarlána. Eftir hrunið hækkuðu þessar skuldir mjög hratt og í mars 2009 námu þær 135 prósentum af þjóðarframleiðslu. Ástæður þessa voru fyrst og síðast tvær: Önnur var að stór hópur íslenskra heimila ákvað fyrir hrun að taka há fasteigna- og bílalán í öðrum gjaldmiðlum, þrátt fyrir að vera með tekjur í íslenskum krónum, vegna þess að vextir þeirra voru mun lægri. Þau lán hækkuðu stórkostlega í kjölfar þess að ís- lenska krónan hrundi ásamt bönkunum. Hin er sú að þorri skulda íslenskra heimila var verðtryggðar skuldir og þegar verðbólgan fór með himinskautun- um á árunum 2008 og 2009 hækk- uðu skuldir þeirra gríðarlega. Gengisfall krónunnar og sú háa verðbólga sem fylgdi hruninu eru þau atriði sem margir kalla forsendubrest í íslenska hagkerfinu og þrýstihópar hafa kallað eftir að verði leiðréttur. Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að þeirri leiðréttingu. Gengistryggðu lánin reyndust flest vera ólögmæt, ráðist var í sértækar skuldaaðlaganir og svo hina frægu 110 prósenta leið. Þessar aðgerðir gerðu það að verkum að höfuðstóll skulda heimilanna í landinu hafði verið færður niður um 244 milljarða króna í lok árs 2013. Þessar aðgerðir leiddu til þess að skuldir heimilanna voru komnar niður í rúmlega 105 prósent af landsframleiðslu. Þetta er nánast einsdæmi um þróun á skuldsetningu heimila í heiminum síðan fjármálakreppan skall á. Einungis Írland og Bandaríkin hafa upplifað sambærilega þróun. Íslensk heimili voru að koma sér út úr hinu gegndarlausa skuldaveseni fyrirhrunsáranna. „Á milli nóvember- og desember- mánaðar 2013, þegar skuldaniður- fellingaráformin voru tilkynnt, jukust útlán innlánsstofnana til heimila landsins um tæp tíu pró- sent, fóru úr 633,7 milljörðum króna í 694,2 milljarða króna.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.