Kjarninn - 07.08.2014, Qupperneq 43

Kjarninn - 07.08.2014, Qupperneq 43
04/04 álit í fjallið, á það við á nær öllum jörðum á Veturkjálka. Skógur sem ekki er nytjaður hvorki til eldiviðar né beitar, vex óhindrað og þéttis óhóflega. Á snjóþungum vetrum leggst nýgræðingurinn undan brekkunni og snjóþyngslunum, þá er með öllu ógengt um skóginn og hann ekki smalaður nema með góðum smalahundum. rótarskotin þurfa frið Til þess að skógurinn geti endurnýjað sig þurfa rótarskotin að hafa frið til að vaxa en þau eru konfektið fyrir sauðféð, því skiptir máli fyrir endurnýjun birkiskóga að sprotarnir fái frið á vorin og á haustin. Hins vegar eru eiginleikar nýgræðinganna þannig að þeir eru of þéttir og margir, svo að fá tré vaxa upp og ekki koma upp fallegar hríslur, ekkert vaxtarrými. Þetta er öllum sjáanlegt í Vallaklifi, þar sem vegaskurðirnir eru að fyllast. Nú á síðustu árum hefur birkiskógurinn skriðið upp fjallið hér ofan Hlíðskóga, upp að bratta, eru það runnar, þéttir og liggja undir snjó á vetrum. Hófleg beit á skógivaxið land er í góðu lagi bara ef sauðféð er ekki haft of lengi hvert sumar á landinu. Mér eiginlega blöskrar hvaða breytingar hafa orðið á skömmum tíma á gróðurríkinu í brekkum Vallafjalls. Lag- vaxinn gróður, svo sem hrútaberjalyng og jarðarberjalyng, er að hverfa undan ofríki t.d. blágresis og bláberjalyngið er að kaffærast. Gróðurinn er fábrotnari en var og gönguleiðir torsóttar, svo ekki sé meira sagt, ég ruddi gönguleiðir um brekkuna. Ég tel að mannkynið standi frammi fyrir ógn vegna umsvifa sinna, sem ógna afkomu okkar og við öll berum ábyrgð á. Það er ekki á allt kosið.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.