Kjarninn - 21.08.2014, Page 53

Kjarninn - 21.08.2014, Page 53
01/05 pistiLL V íða í Berlín má sjá gylltar plötur greyptar í gangstéttina. Þessar litlu plötur eru áletrað- ar með nöfnum, fæðingar- og dánardægri fórnarlamba helfararinnar. Hver plata er minnisvarði um manneskju sem var leidd út af heimili sínu, þar sem platan er staðsett, og færð í útrým- ingarbúðir, og yfirleitt má lesa úr upplýsingunum að viðkom- andi hafi verið myrtur skömmu síðar, jafnvel örfáum dögum eftir handtökuna. Í nágrenni mínu má sjá þessar plötur fyrir framan mörg hús og oftast nær geng ég hugsunarlaust framhjá þeim. En stundum verður eitthvað til þess að maður staldrar við og les mikla sögu úr tölustöfunum. Barnamorðin í palestínu Á sumum stöðum hafa heilu stórfjölskyldurnar verið leiddar út í dauðann, jafnvel allt upp í þrjár kynslóðir: öldruð hjón, yngri hjón og börn. Ég rakst á slíka sögu um daginn. Ein á Þýskaland þá, palestína nú Auður Jónsdóttir skrifar um mikilvægi fjölmiðlunar á sögulegum tímum átaka í heiminum. pistiLL auður jónsdóttir rithöfundur kjarninn 21 ágúst 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.