Kjarninn - 21.08.2014, Page 58

Kjarninn - 21.08.2014, Page 58
01/01 græjur tækni Þráðlaus Bluetooth BOOM ferðahátalari frá Ultimate Ears 01/01 græjur kjarninn 21 ágúst 2014 uBer sense Snilldar app fyrir íþrótta- æfingar. Maður tekur upp video og getur skoðað það fram og til baka á mis- munandi hraða, svo er líka einstaklega auðvelta að deila myndböndunum á milli. apps gone Free Þetta app er fyrir nördana, en þarna kemur inn nýr listi á hverjum degi með gömlum eða nýjum öppum sem sem hægt er að næla sér í ókeypis. gooD reaDer Uppáhalds skólaappið mitt fyrir ipad. Ég er með allar mínar bækur og verkefni inná þessu, það kostar smá en er allan daginn þess virði. karen sif Viktorsdóttir Landsliðskona í hópfimleik- um og tölvunarfræðinemi Hin svokallaða Ipod dokka er dauð. Það nýjasta nýtt á markaðnum, fyrir þá sem hafa þörf fyrir að plötusnúðast á ferðalögum sínum, eru þráðlausir Bluetooth hátalarar. Þannig geta plötusnúðarnir stjórnað tónlistinni með snjallsímanum, jafnvel úr þó nokkri fjarlægð, án þess að afskiptasamir komist í lagalistann. Hljóðgæði hátalaranna eru lygileg, og svo eru þeir lika vatnsþéttir, sem kemur sér vel þegar teitið nær hámarki. Með sérstöku appi er hægt að fínstilla hljóðgæðin með sérstökum tónjafnara. Hægt er að tengja saman fleiri BOOM hátalara þráðlaust til að lyfta partýinu upp á næsta stig. Með símanum er hægt að stjórna tónlistinni, hækka og lækka hljóðstyrk, en fullhlaðin virkar BOOM í fimmtán tíma. BOOM hátalarinn gefur frá sér hljóð allan hringinn, svo allir viðstaddir geti notið tónlistarinnar þar sem þeir eru staddir.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.