Kjarninn - 11.09.2014, Page 5

Kjarninn - 11.09.2014, Page 5
02/04 leiðari Stjórnarandstaðan mun standa fast gegn henni og svo virðist sem margir þingmenn Framsóknarflokksins muni gera það líka. Þá er síðan stórkostlega vandræðalegt að það sé ríkis- stjórn undir forsæti Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar sem leggur fram tillögu um slíka hækkun. Hann skrifaði nefnilega pistil á heimasíðu sína fyrir þremur árum, þegar hann taldi sig hafa heimildir fyrir því að síðasta ríkisstjórn ætlaði að hækka matarskattinn. Í pistlinum sagði Sig mundur að „Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virðis- aukaskattur á matvæli var lækkaður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjárhag heimilanna. Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að lág- launafólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær“. Ódýrari ísskápar fyrir dýra matinn Á móti þessari hækkun verður hærra virðis- aukaskattsþrepið lækkað og almenn vöru- gjöld afnumin. Það er hið besta mál. Íslensk þjóð borgar allt of mikið í virðisaukaskatt nú þegar og vörugjöld eru úr sér gengin neyslustýringarfásinna sem löngu tímabært er að afnema. Álagning þeirra hefur verið handahófskennd. Til dæmis bera brauðristar ekki vörugjöld en samlokugrill hafa borið 20 prósenta vörugjald. Alls kyns dýrari rafmagnsvara mun lækka í verði. Það verður ódýrara fyrir þá sem eiga afgang eftir framfærslu að kaupa sér jeppa og flatskjái. Hinir tekjulægri geta líka keypt sér ódýrari ísskápa fyrir matinn sem þeir munu ekki lengur eiga fyrir. Þá verður undanþága ýmissa ferðaþjónustugeira frá greiðslu virðisaukaskatts afnumin, enda kannski orðið „Samkvæmt ASÍ eyðir tekjulægri hluti þjóðarinnar um það bil tvöfalt stærri hluta af laununum sínum í að kaupa mat en þeir sem eru tekjuhærri. “

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.