Kjarninn - 11.09.2014, Side 13

Kjarninn - 11.09.2014, Side 13
04/08 íþrÓttir og Íþróttanefndar ríkisins. Pétur Hrafn starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), en hann hefur hlotið gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir störf sín tengd íþróttamálum. Þá má geta þess að Pétur Hrafn á sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd Samfylkingarinnar. Í greinargerð sem Pétur Hrafn skrifaði dómnefndinni, fyrir hönd sonar síns, er öllum ásökunum um svindl alfarið hafnað og þess krafist að kæru málsins verði vísað frá. Þá eru fullyrðingar um að hjólreiða- menn hafi fylgt Arnari allt hlaupið og hvatt hann áfram sagðar ósannar. Sömuleiðis að hjólreiðamenn hafi verið hérar fyrir Arnar, og í því tilliti vísað til ljósmynda sem fylgdu kærunni. Til að „héra“ þurfi að vera mjög nálægt hlauparan- um til að brjóta vind, sem hafi alls ekki verið gert, enda ekki ætlunin að auðvelda Arnari hlaupið á nokkurn hátt. Í greinargerðinni segir Pétur Hrafn að tveir hjólreiða- menn hafi fylgst með Arnari hluta hlaupsins. Það hafi verið faðir hans og bróðir, sem hafi haft þann eina tilgang að hafa skemmtun af. Arnari hafi ekki verið veitt nein aðstoð á leiðinni. Auk þess hafi fylgt Arnari aðrir ótengdir aðilar um lengri og skemmri tíma í hlaupinu. Engin athugasemd hafi verið gerð af framkvæmdaaðilum hlaupsins á meðan á því stóð vegna þessa, og því hafi Arnari og þeim sem hjóluðu með honum hluta leiðarinnar ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta reglur sem gætu leitt til þess að Arnar yrði útilok- aður frá þátttöku. Til að undirstrika að ekki hafi verið um einangrað tilvik að ræða vitnar Pétur Hrafn í frétt mbl.is þar sem rætt er við hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveins- son. Þar kemur fram að mágur Sveins Andra hafi hjólað með honum innan seilingar í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá segir orðrétt í greinargerðinni: „Það er grafalvarlegt að saka íþróttamann um svindl í sinni íþrótt og getur slík ásökun, þó hún hafi ekki við nein rök að styðjast, haft mikil áhrif á feril viðkomandi. Þrátt fyrir að slíkar ásakanir skipti e.t.v. litlu máli hér á landi þar sem öllum er kunnugt með „Til að undirstrika að ekki hafi verið um einangrað tilvik að ræða vitnar Pétur Hrafn í frétt mbl.is þar sem rætt er við hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.